Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Tveggja marka. Úrslit urðu 3-1. Nei. Kjartan Ásmundsson. 46 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Frumgerðin af Popppunktsspil- inu er komin til landsins en spilið sjálft fer ekki í sölu fyrr en um miðjan nóvember. Dr. Gunni, spurningahöfundur spilsins, er ánægður með útkomuna: „Jú, ég er ánægður með spilið en það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt fyrir mig að spila það. Ég veit öll svörin,“ segir Gunni. Mikið var lagt í gerð spilsins. Þar má meðal annars finna popp- hjól með sex flokkum og hefð- bundnar spurningar; hraða- og vísbendinga. Spurningarnar eru fjölmargar, rúmlega 3.500 talsins. „Spurningarnar eru eiginlega allt of margar og ég hef heyrt að það sé helsti galli spilsins,“ segir doktorinn. „Svo eru skemmti- legir reitir á borðinu eins og meðferðarreiturinn. Ef keppandi lendir á honum missir hann úr heilan hring.“ Popppunktsspilið er byggt á sam- nefndum sjónvarps- þáttum sem sýndir hafa verið á Skjá einum. Dr. Gunni segist ekki vita hvort fram- hald verði á þáttunum en hann hefur átt í viðræðum við Skjá einn um nokkurs konar All-Star þátt, þar sem þær sveitir sem hafa staðið sig best í þáttunum myndu leiða saman hesta sína. „Þannig fengjum við svo sannarlega úr því skorið hver er poppfróðasta sveit landsins.“ Dr. Gunni býst við að Popp- punktsspilið komi til landsins um miðjan nóvember en spilin voru send með skipi frá Kína í byrjun vikunnar. „Þetta er rosalega massívt spil. Ég held að hver kassi sé nokkur kíló að þyngd. Við stefnum þó á að selja það ekki dýrara en fimm þúsund kall. Kannski á 4.999 krónur,“ segir Dr. Gunni. kristjan@frettabladid.is Þeir skór sem eru hvað mest vin- sælir nú á dögum eru gömlu Con- verse-strigaskórnir. Unga fólkið á flest ef ekki allt, eitt par eða fleiri, og er þá skemmtileg til- breyting í gráum veruleikanum að púlla trúðalúkkið og vera skrautlegur sitt í hvorum litnum af skóm. Þetta hefur þekkst síðan Converse-skórnir komu fyrst en hefur þó ekki sést mikið hérlend- is. Jón Benediktsson sem er nemi á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík hefur tekið upp á þessu og gengur galvaskur um í einum rauðum skó og einum grænum. „Þetta var nú engin tískupæling hjá mér heldur var það þannig að ég eyðilagði annan rauða skóinn og datt þá í hug að nota hinn græna með. Ég geng því um í rauðum skó á vinstri fæti og grænum á hægri,“ segir Jón. „Það er ekkert algengt að sjá fólk í svona skóm en það er alltaf einn og einn flippari inni á milli.“ ■ JÓN BENEDIKTSSON Þrammar um í einum rauð- um skó og einum grænum. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 AÐ MÍNU SKAPI INGA MARÍA BRYNJARSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG HREYFIMYNDASMIÐUR: TÓNLISTIN Ég er kolfallin fyrir rokksveitinni Og Reykja- vík. Kærastinn er reyndar í bandinu en tón- listin er bara svo ótrúlega flott; pönkskotið rokk og ról. Forvitnir geta séð hana troða upp í fyrsta sinn á Airwaves-hátíðinni í ár. BÓKIN Í augnablikinu er ég að lesa „The Animator’s Survival Kit“ sem er bók um tæknilegu hlið- ina á „animation“ eða teiknimyndum. „Al- kemistinn“ stendur einnig upp úr sem nýles- in bók og „Grendel“ eftir John Gardner er líka stórkostlegt bókmenntaafrek. BÍÓMYNDIN Það er „Oldboy“; meistaraverk frá Suður- Kóreu. Þetta er mikilfengleg mynd um mannlegar tilfinningar, skuggahliðar þeirra og öfgar, og segir af manni sem án nokkur- ra skýringar er tekinn úr umferð og settur í stofufangelsi í fimmtán ár. Hann hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn, né vita aðrir hvað af honum hefur orðið. Þegar honum er loksins sleppt út hefst leit- in að skýringum og sannleikanum og kom- inn tími á hefndir. BORGIN Leyniborgin St. Augustine í Flórída er mitt annað heimili. Hún er falin perla í flóru bandarískra borga; ótrúlega óamerísk, enda suður-evrópsk nýlenda. Afslöppuð borg sem er laus við alla tilgerð og eril. Þarna stendur tíminn í stað; engar samgöngur; leigubílar né strætó og engar tískuverslanir eða skyndibitastaðir. Bara fornbúðir, flóa- markaðir og töfrar. BÚÐIN Ebay; ekki spurning. Annars er ómögulegt að koma mér út af hvers kyns flóamörkuð- um, fornbókaverslunum, myndasögu-, dóta-, föndur- og dýrabúðum, en fjölskyld- an er orðin ansi stór eftir þær heimsóknir. VERKEFNIÐ Er að hefja vinnslu á „stop-motion“ stutt- mynd ásamt vinkonu minni. Hugmyndin kom út frá súrum draumi sem hana dreym- di og stuttu seinna dreymdi mig plottið að myndinni þannig að þetta er „meant to be“. Nýjar hugmyndir eru samt alltaf að koma fram; litlu verkefnin halda manni niðri á jörðinni. Veik fyrir dýrabúðum og leyniborginni St. Augustine ...fær Eyrún Magnúsdóttir fyrir fyrsta Kastljósþáttinn sinn. Eyrún var eilítið stressuð en það á ábyggilega eftir að fara af henni. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Geðlæknar flykkjast til útlanda í boði lyfjafyrirtækja Gengur um á skóm sitt í hvorum litnum BJÖRK KRUMMI Lárétt: 1 bein, 6 þræta, 7 fljót, 8 sam- hljóðar, 9 öskra, 10 beiðni, 12 mál, 14 rass, 15 sáldra, 16 kyrrð, 17 matarveislu, 18 óhrædd. Lóðrétt: 1 málningartegund, 2 forðabúr, 3 tveir eins, 4 drög, 5 halda til fiskjar, 9 í uppnámi, 11 nagdýr, 13 ásakar, 14 opinn geymir, 17 ** húsgögn. Lausn. ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. POPPPUNKTSSPILIÐ Dr. Gunni semur allar spurn- ingar en það er Veruleiki sem hannar spilið sjálft. SIGURJÓN DR. GUNNI: ER ÁNÆGÐUR MEÐ NÝTT BORÐSPIL SEM BYGGIR Á SJÓNVARPSÞÆTTI HANS Popppunktsspilið á leið til landsins Lárétt: 1leggur, 6agg, 7pó, 8kg, 9 æpa, 10ósk, 12tal, 14þjó, 15sá, 16ró, 17áti, 18órög. Lóðrétt: 1lakk, 2egg, 3gg, 4uppkast, 5 róa, 9æst, 11bjór, 13láir, 14þró, 17ág. BJÖRK 3 STIG: Hver var önnur platan sem Björk söng inn á og með hvaða hljómsveit er sú plata? BJÖRK 2 STIG: Hvaða tónlistarmenn og fyrr- um ástmenn Bjarkar eru sagðir hafa slegist út af söngkonunni á nætur- klúbbi 1995? SEX FLOKKAR POPPHJÓLSINS:Snuð - auðveldar spurningarMartröð - erfiðar spurningarBotnið doktorinn - keppendur botnafyrri part textabrots Bransinn - góðar og vondar hliðar tón-listariðnaðarins Keppandi spreytir sig - keppendursyngja ákveðið lag Poppstjarnan - keppendur túlka ákveð-na poppstjörnu Svar: Bitið fast í vitið - Tappi tíkarrass. Svar: Tricky og Goldie. 62-63 (46-47) Fólk aftasta 13.10.2004 21:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.