Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 2

Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 2
2 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Vatnsmýri: Vinna að heildar- skipulagi hafin SKIPULAGSMÁL Vinna að heildar- skipulagi Vatnsmýrar er að hefj- ast aftur eftir um tveggja ára hlé. Skipulagsnefnd Reykjavíkur hef- ur skipað stýrihóp til að halda utan um skipulagið. Dagur B. Eggertsson, formað- ur nefndarinnar, á sæti í stýri- hópnum og segir að unnið verði ötullega að skipulaginu á næsta ári og verkáætlun verði kynnt skömmu eftir áramót. Hann segir að samráð verði haft við íbúa og hagsmunaaðila. „Við viljum líka reyna að laða fram hugmyndarík- ustu hugsuði allra kynslóða þannig að við nýtum þetta ein- staka tækifæri vel. Þetta er mest spennandi verkefni í borgarskipu- lagi sem við höfum tekist á hend- ur.“ Dagur segir að með þessu sé komið í veg fyrir að skipulag Vatnsmýrar verði tilviljanakennt og einstakir reitir svæðisins skipulagðir óháð hinum. „Það verður hugað að heildarsvip svæðisins, bæði á mannlífsásnum svokallaða sem nær frá Nauthóls- vík niður í bæ og á þekkingar- ásnum frá Háskóla Íslands að Landspítala - háskólasjúkrahúsi.“ Auk Dags sitja í stýrihópnum þær Anna Kristinsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. - ghg Nauðganir vopn í stríðsátökum Friðargæsluliðar og hjálparstarfsmenn hafa misnotað konur og stúlkur sem þeir áttu að vernda segir meðal annars í skýrslu Amnesty International um ofbeldi gegn konum í stríðsátökum. Samtökin standa fyrir herferð til að stöðva ofbeldið. OFBELDI Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismun- un. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. „Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en her- mennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir,“ segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjöl- skyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þung- lyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þori því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfé- lög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. „Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð.“ hrs@frettabladid.is FORSETI NÆSTA ÁRS VALINN Svissneska þingið hefur val- ið Samuel Schmid varnar- málaráðherra til að gegna embætti forseta á næsta ári. Í svissneskri stjórnskipan er forsetaembættið viðbót við starf ráðherra ríkis- stjórnarinnar. Einn þeirra er kosinn af þinginu í árslok til að gegna embættinu á kom- andi ári, samhliða ráðuneyti sínu. LÉST Í SPRENGINGU Einn lést og sjö særðust lítillega í sprengingu í fjölbýlishúsi í Lissabon, höfuðborg Portú- gals. Mikill eldur braust út og voru 132 slökkviliðsmenn kallaðir á vettvang til að ráða niðurlögum hans. Vestmannaeyjar: Versnandi samgöngur STJÓRNMÁL Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokksins, lýsti miklum áhyggjum af versnandi samgöngum við Vestmannaeyjar í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær, en strandsigl- ingum Eimskips var hætt 1. desem- ber. Hjálmar sagði f l u g s a m g ö n g u r ófullnægjandi og benti á að fimmta hver ferð félli nið- ur vegna veðurs. Sama gilti um sigl- ingar því nú væri aðeins ein ferð á dag þrjá daga vik- unnar með Herjólfi sem þýddi að ferð til læknis á fastalandið gæti tekið 2 daga. Sagði þingmaðurinn nauðsynlegt að farnar væru 2 ferðir á dag milli lands og eyja. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði að brugðist hefði verið við niðurfellingu strandsigl- inga. Þá hefði ferðum Herjólfs fjölgað um 42 prósent frá 1999 til 2003. „Vestmannaeyjar standa bæri- lega að vígi eftir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til,“ sagði Sturla. - ás ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ EVRÓPA ,,Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er hepp- in og næ í hjálpar- starfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð. LEONÍD KÚTSJMA Forsetinn sést sjaldan í þinginu en var þar í gær til að ýta á samþykkt þess að dregið yrði úr völdum forseta. Kjörstjórn rekin: Veiktu völd forsetans ÚKRAÍNA, AFP Úkraínska þingið sam- þykkti í gær að draga úr völdum forsetans og ruddi þar með úr vegi einni hindrun í deilum stjórnar og stjórnarandstöðu um framtíð Úkra- ínu og framkvæmd forsetakosning- anna 26. desember. Þingið samþykkti einnig að víkja yfirkjör- stjórn landsins frá og skipa aðra í hennar stað til að sjá um fram- kvæmd kosninganna. Leoníd Kútsjma, fráfarandi for- seti, hefur um eins árs skeið beitt sér fyrir því að dregið yrði úr völd- um forseta, að sögn andstæðing- anna til að tryggja að hann hefði áfram áhrif þó stjórnarandstæðing- ur næði kjöri sem forseti. ■ „Var þetta ekki bara axarskaft? Svona gera ekki víkingar í dag.“ Smeyk vitni þurftu að bera vitni í máli í gær gegn Berki Birgissyni sem ákærður er fyrir að slá mann nokkur högg með öxi í höfuðið inni á veitinga- staðnum A. Hansen í byrjun september. Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar, er einn af forsprökkum víkingahátíðar í Hafnarfirði. SPURNING DAGSINS Jóhannes Viðar, er þessi hugmynd um víkingabæ ekki að verða fulllangt gengin? Iðnaðarráðherra: Vonir um kísilduft heyra sögunni til STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að norska fyrir- tækið Promex, handhafi einka- leyfis til kísilvinnslu við Mývatns hefði óskað eftir gjaldþrota- skiptum. „Þar með eru vonir um stofnun kísilduftverksmiðju við Mývatn að engu orðnar“ sagði Valgerður á Alþingi. „Við erum komin aftur á byrjunarreit.“ Ummælin féllu í utandag- skrárumræðum að beiðni Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingarinnar. Kristján gagnrýndi ráðherra fyrir að veikja væntingar, sérstaklega fyrir síðustu þingkosningar, með því að lofa 200 milljóna framlagi til þessa verkefnis. Benti þing- maðurinn á að 80-100 störf hefðu tapast í allt þegar Kísiliðjan lok- aði um síðustu mánaðamót. Væri þetta sambærilegt við að 10.000 störf töpuðust í Reykjavík. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu stjórnvöld fyrir að fljóta sofandi að feigðarósi og sagði Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-grænum að ljóst hefði verið í 10-12 ár að hverju stefndi. - ás Húsbrot: Einn hand- tekinn LÖGREGLA Einn maður var handtek- inn í fyrrakvöld vegna húsbrots í Fossvogi í síðustu viku. Hann gaf sig ekki fram til skýrslutöku og brá lögreglan þá á það ráð að handtaka manninn. Hann gisti í fanga- geymslu lögreglunnar yfir nótt. Rannsókn málsins stendur enn. Samkvæmt lögreglu miðar henni vel þó ekki sé búið að yfirheyra alla sem komu við sögu. Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til en þeir skutu með haglabyssu á úti- hurð hússins. - ghg ÞYRLAN KÖLLUÐ ÚT Þyrla Land- helgisgæslunnar var kölluð til vegna meðvitundarlausrar konu á bæ í uppsveitum Árnessýslu á ní- unda tímanum í gærkvöldi. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki vitað um afdrif konunnar. TEKINN Á 114 Maður sem grun- aður er um ölvun við akstur var tekinn á 114 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi á móts við Strönd á Rangárvöllum. Hann var með lítið barn í bílnum. Þá var annar maður, sem ók án réttinda, tekinn í Brekknaholti í Holtum. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Reykjavíkurborg er að hefja heildarskipu- lagningu á Vatnsmýrarsvæðinu. FÓRNARLAMB KYNFERÐISOFBELDIS Í SÍERRA LEÓNE Íslandsdeild Amnesty International leitar eftir stuðningi Íslendinga í fjárframlögum. Eins eru allir þeir sem vilja leggja hönd á plóg velkomnir í samtökin. KÍSILIÐJAN Vonir um kísilduftverksmiðju eru að engu orðnar, upplýsti ráðherra á þingi í gær. HJÁLMAR ÁRNASON Þingmaðurinn tel- ur samgöngur óviðunandi eftir að strandsiglingar Eimskips hættu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.