Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 4
4 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Bæjarstjóri vill að sjávarútvegsráðuneyti úthluti byggðakvótanum: Erfitt að gera upp á milli útgerða BYGGÐAKVÓTI Bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar gagnrýnir á vefsíðu að út- hlutun byggðakvóta til fiskiskipa sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra en ekki sjávarútvegsráðuneytisins. Vilhjálmur Egilsson ráðuneytis- stjóri segir sjávarútvegsráðuneytið geta greint vanda byggðalaga og valið úr þeim en með því að sveitar- félögin sjái sjálf um úthlutun kvót- ans innan þeirra sé reynt að tryggja að ráðstöfun aflans nýtist sveitarfé- laginu sem best: „Ef við þurfum að gera upp á milli aðila innan sveitar- félagsins liggur fyrir hvaða reglur við styðjumst við.“ Halldór segir á heimasíðu sinni: „Ég hef ekki áttað mig enn þá á því hvernig ráðherra hyggst úthluta þessum byggðakvóta en vona að sú úthlutun sé framkvæmd af ráðu- neytinu frekar en af sveitarfélögum í þeirri miklu nálægð sem þar er. Úhlutun byggðakvóta hefur alltaf verið umdeild og hlýtur alltaf að vera það því þeir sem ekki fá úthlut- un, eða fá minna en næsti við hlið- ina, eru ósáttir.“ - gag Skuldir eiga að lækka Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert fyrir lækkun skulda borgarsjóðs og engum nýjum langtímalánum. Oddviti sjálfstæðismanna segir helst líta út fyrir að óskhyggja ráði ferðinni í áætlunum borgarinnar. Reykjavíkurlistinn gerir ráð fyrir að lækka hreinar skuldir borgar- sjóðs um 1,5 milljarð á næsta ári, heildarskuldir eiga að lækka um rúman milljarð. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2005. Heildar- skuldir borgarsjóðs hafa hækkað um 2.738 milljónir frá 2002. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir eitt af helstu stefnumálum næsta árs vera opn- un þjónustumiðstöðva í öllum hverfum borgarinnar. Þegar eru tvær þjónustumiðstöðvar starf- andi, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbænum. Til að borga fyrir nýjar þjónustumið- stöðvar er ekki gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki, heldur segir Steinunn Valdís það vera stefnu meirihluta borgarstjórnar að auka tekjur úr sameiginlegum sjóði með hækkun útsvars og fast- eignaskatts eins og þegar hefur verið tilkynnt um. Með slíkri hækkun fáist 870 milljónir á næsta ári. Á móti kemur að í fjár- hagsáætluninni er ekki að fullu gert ráð fyrir launahækkum kennara, þar sem einungis var gert ráð fyrir þriggja prósenta launahækkun. Launahækkun kennara mun hins vegar kosta borgarsjóð um milljarð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, gagn- rýndi í ræðu á fundi borgarstjórn- ar á þriðjudag ákvörðun meirihlutans að fullnýta heimild til hækkunar útsvars. Þá sagði hann skatttekjur á hvern íbúa hafa hækkað úr 245 þúsund árið 2002 í 287 þúsund á næsta ári. Þá sagði hann óskhyggju ráða ferð- inni í áætlunum borgarinnar. „Þetta hefur verið þannig í mörg ár, nánast alltaf spáð lækkun (skulda) á næsta ári. Það hefur síðan í langflestum tilvikum alls ekki gengið eftir.“ Áætlað er að heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar muni hækka um rúma 8,6 milljarða á næsta ári. Steinunn Valdís segir þá hækkun koma að stórum hluta til vegna skuldsetningar Orkuveitunnar vegna Hellisheiðarvirkjunar. „Þó við séum að skuldsetja Orkuveitu og samstæðu nokkuð mikið, þá er gert ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig á 15 árum.“ Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði rúmir fjórir milljarðar, eða um 200 milljónum meira en útkomuspá fyrir 2004 gerir ráð fyrir. Þegar búið verði að greiða skuldir og lífeyris- greiðslur upp á tæpa 1,4 millj- arða, verði því rúm til fjárfestinga upp á rúmar tvær milljónir. Það er um helmingur fjárfestinga 2004, en á þessu ári voru tekin ný langtímalán upp á 2,5 milljarða. Ekki er gert ráð fyr- ir nýjum langtímalánum á næsta ári. svanborg@frettabladid.is Tóbakssöluleyfi: Annir við leyfisveitingu HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir mikilli aukningu í útgáfu tóbakssöluleyfa á næsta ári. Undanfarin ár hefur hún gefið út um 40 leyfi á ári, en á næsta ári er reiknað með að þau verði 200. Ástæðan fyrir þessu er að krafa um tóbakssöluleyfi var fyrst gerð árið 2001 og er þeim sem selja tóbak gert að endur- nýja leyfin á fjögurra ára fresti. Á næsta ári þarf því að endur- nýja þau leyfi sem hafa verið í gildi frá 2001. - ss ■ BANDARÍKIN ■ EVRÓPA Sendir þú vinum og vandamönn- um jólakort? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við útkomu íslenskra barna í alþjóðlegu skólakönnuninni (Pisa)? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 20% 80% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson: Alfreð lýgur STJÓRNMÁL Óskar Magnússon, fyrr- verandi forstjóri Og Vodafone, hef- ur lýst því yfir við borgarfulltrúa minnihluta Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að fyrirtækið hafi ekki gert neinar kröfur um að end- u r s k o ð u n a r - skýrslur Línu.net skuli ekki afhent- ar. Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi segir að þetta staðfesti að Alfreð Þorsteins- son stjórnarformaður Orkuveitunn- ar hafi sagt ósatt í þættinum Silfri Egils um helgina. Þar sagði Alfreð: „Þeir vildu einhverjar endurskoð- unarskýrslur langt aftur í tímann. Nýir eigendur að Línu.neti sögðu nei, en ég taldi eðlilegt að þeir fengju þetta.“ Guðlaugur Þór segir mjög alvar- legt að Alfreð skrökvi hvað eftir annað. Það sýni siðferði R-listans. - ás Sigrún Eldjárn edda.is Hér rata Stína og Jonni í ný ævintýri – jafnvel enn ótrúlegri en síðast! Skemmtilegt framhald bókarinnar Týndu augun sem bóksalar völdu bestu íslensku barnabókina í fyrra. „Falleg, fyndin og spennandi saga“ Sif Sigmarsdóttir, Mbl. GEIMFARI Á EFTIRLAUN John W. Young, eini geimfari NASA sem hefur flogið fjórum tegundum geimflauga, hefur tilkynnt að hann ætli á eftirlaun í árslok eft- ir 42 ára starf hjá NASA. Young varð fyrstur til að fljúga sex sinnum út í geiminn og hefur starfað lengst allra geimfara. Hann fór fyrst út í geim 1965 og síðast 1983. ÞRÝST Á BLAIR Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, á að beita sér fyrir rannsókn á því hversu margir íraskir borgarar hafa látið lífið frá innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak. Þetta segja 46 þekktir Bretar; her- menn, fyrrum sendiherrar og biskupar, í opnu bréfi til Blair. FRÁ ÍSAFJARÐARHÖFN Aðeins byggðalög með undir 1500 íbúa fá byggðakvóta. Halldór segir úthlutun bæjar- stjórnarinnar erfiðari fyrir vikið, þrír af fjór- um þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins uppfylli það ákvæði en fjölmargir hafi þegar haft samband og vilji fá úthlutaðan kvóta. GUÐLAUGUR ÞÓR Borgarfulltrúi R-list- ans segir Alfreð hafa sagt ósatt í Silfri Egils. HEILDARSKULDIR BORGAR- SJÓÐS 2002-2005 2002 18.405 2003 20.702 2004 22.221 2005 21.143 Þróun heildarskulda borgarsjóðs árin 2002-2005 á nóvem- berverðlagi 2004. Í milljónum króna HEILDARSKULDIR BORGAR- SJÓÐS OG FYRIRTÆKJA REYKJA- VÍKURBORGAR 2002-2005 2002 59.116 2003 64.584 2004 70.346 2005 78.974 Þróun heildarskulda borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkur- borgar 2002-2005 á nóvemberverðlagi 2004. Í milljónum króna STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Meirihluti borgarstjórnar vill opna þjónustumiðstöðvar í öllum hverfum borgarinnar á næsta ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.