Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 6
6 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Umbætur á starfsemi leyniþjónustu- og lögreglustofnana samþykkt: Einn stjóri yfir allar stofnanirnar BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaþing hef- ur samþykkt víðtækustu breyting- ar á yfirstjórn og starfsemi njósna- og lögreglustofnana Bandaríkj- anna frá stofnun bandarísku leyni- þjónustunnar CIA skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Breytingarnar fela meðal ann- ars í sér að einn yfirmaður verður settur yfir allar njósnastofnanir og nýtt fyrirkomulag er tekið upp til að miðla upplýsingum um hryðju- verkastarfsemi. Lögin sem Bandaríkjaþing sam- þykkti eru svar við gagnrýni nefndar sem rannsakaði aðdrag- anda hryðjuverkárásanna 11. sept- ember 2001. Hún komst að þeirri niðurstöðu að rígur milli fimmtán njósna- og lögreglustofnana hefði leitt til þess að ekki var skipst á upplýsingum eins og æskilegt væri og að það hefði dregið úr mögu- leikum á að koma í veg fyrir hryðjuverk. „Þetta á eftir að auka þær upp- lýsingar sem herinn okkar fær og hjálpa til við að tryggja öryggi borgaranna heima fyrir,“ sagði öld- ungadeildarþingmaðurinn Susan Collins. ■ Vilja veiðileyfagjald og niðurfellingu skulda Sveitarstjórar vilja að veiðileyfagjald renni til sjávarbyggða sem hafa komið illa út úr upptöku kvótakerfisins. Einnig beri að afskrifa skuldir vegna félagslega íbúðakerfisins. Kominn tími á sértækar aðgerðir. BYGGÐAMÁL Sveitarstjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiði- gjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslega íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokk- anna, Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við rík- isvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitarstjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um fé- lagslegar íbúðir. Flestar byggð- anna byggi afkomu sína á sjávar- útvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undir- rituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávar- byggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerf- isins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síð- ustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruð starfa flust á höfuðborg- arsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. „Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálp- ar.“ Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekj- ur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist hafa blendnar til- finningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftir- lits og rannsóknar á fiskistofnun- um og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. „Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum,“ segir Árni. Hins vegar séu kannski ein- hverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiði- leyfagjaldinu. ghg@frettabladid.is Náttúrufræðahúsið: Tæringin til rannsóknar NÝBYGGING Rannsókn vegna skemmda á nýlegu náttúrufræða- húsi Háskóla Íslands, Öskju, stendur enn yfir. Niðurstöðu rann- sóknarinnar var að vænta í sept- ember. Ríkharður Kristjánsson, for- stjóri verkfræðistofunnar Línu- hönnunar, segir rannsóknina flóka. Erlendir sérfræðingar hafi verið fengnir til aðstoðar verk- fræðistofunni til að meta tæringu á klæðningu hússins: „Framleið- endur klæðningarinnar sem og málningarkerfisins eru einnig að skoða málið.“ - gag SAMIÐ UM KOSNINGAR Ísraelar og Palestínumenn hafa náð sam- komulagi um framkvæmd palest- ínsku forsetakosninganna sem fram fara eftir mánuð. Ísraels- menn voru á móti því að kosið yrði í Austur-Jerúsalem og en féllust að lokum á það yrði leyft gegn því að atkvæði þar yrðu skilgreind sem utankjörfundarat- kvæði. ■ MIÐ-AUSTURLÖND ■ MIÐ-AUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir nýjasta bók ArnaldarIndriðasonar? 2Hvað hefur farþegum sem fara umLeifsstöð fjölgað mikið milli áranna 2003 og 2004? 3Hvaða fyrrverandi landsliðsmaður ífótbolta þjálfar nú Ajax? Svörin eru á bls. 50 Sígild og spennandi saga um einstakar ævintýraverur. Frábær lesning fyrir börn á aldrinum 8-88. „Sögurnar sjálfar, karakterarnir, samræðurnar, atburðarásin - það er þetta sem gerir ævintýri múmínálfanna að þeirri frábæru lesningu sem þau eru.“ Inga María Leifsdóttir, Mbl. „Persónurnar eru ljóslifandi með öllum sínum kostum og göllum, húmor og hlýju.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV JÓLASKREYTING Forsvarsmenn KEA hafa nú komið upp skemmtilegri jólaskreytingu. Miðbær Akureyrar: Fimir jólasveinar JÓLASKREYTINGAR Tveir kunnug- legir sveinar hafa að undanförnu verið staðnir að því að klifra upp KEA-húsið í miðbæ Akureyrar en undanfarin ár hafa þeir tekið upp á þessum sið á aðventunni. Sumir, sem ekki þekkja til, verða hvumsa við í fyrstu en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að lítil hreyfing er á sveinunum enda um jólaskreytingu að ræða. -kk ÍSRAELAR ÖR- UGGARI Sjötíu prósent Ísraela eru bjartsýnni á friðarhorfur í Mið-Austurlönd- um nú en þau voru fyrir andlát Jassers Arafat samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Níu prósent voru svartsýnni en áður. 267 SKOTNIR „148 óbreyttir borg- arar og 119 hryðjuverkamenn féllu 2004,“ sagði Moshe Yaalon, her- ráðsforingi Ísraelshers, í gær um hversu marga Palestínumenn Ísra- elsher hefði fellt á árinu. Hann sagði að í það minnsta 29 hefðu verið saklaus fórnarlömb sem hefðu verið drepin fyrir mistök. AÐSTANDENDUR FYRIR FRAMAN ÞINGHÚSIÐ Aðstandendur sumra þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 tóku sér stöðu fyrir framan þinghúsið meðan greidd voru atkvæði um endurskipulagningu njósna- og lögreglustofnana Bandaríkjanna. HELSTU BREYTINGAR Einn æðsti yfirmaður njósnastofnana. Miðstöð baráttu gegn hryðjuverkum verður til. Markmið sett í upplýsingaöflun. Landamæravarsla hert. Heimilt að hlera hryðjuverkamenn sem ekki tilheyra neinum hópum. Aukið eftirlit með farangri flugvéla. Landamæravörðum fjölgar um 2.000 á ári. Auknar upplýsingakröfur við útgáfu öku- skírteina. VEÐUR Eldingu sem sló niður í tengivirki við stjórnstöð Hita- veitu Suðurnesja í Grindavík varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í bænum um hálf tíu leytið í gær. Einn íbúi Grindavíkur sagði að miklar sprengingar hafi orðið þegar eldingunni laust niður. Tæpum klukkutíma síðar var raf- magn komið á einn hluta bæjar- ins, og var allt rafmagn komið á nokkru síðar. Óvenjumikið hefur verið um eldingar sunnan af landinu und- anfarna daga. Að sögn Þórðar Arasonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands er það vegna óstöðugs lofts. Hann segir Ísland vera það norðarlega að algengar er að hér séu eldingar að vetri en sumri. Eldingar verði þegar kalda loftið, sem kemur frá Norður-Kanada og fer yfir hlýtt Atlantshafið, veldur óstöðug- leika. Hægt er að sjá kort yfir hvar eldingum hefur slegið niður síðustu vikuna á vedur.is/athug- anir/eldingar. - ss Rafmagnsleysi: Elding slær út Grindavík FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K ASKJA Bygging náttúrufræðahúss Háskólans hófst árið 1997. Kennsla hófst í húsinu 7. janúar síðastliðinn. Skemmdir sem hafa komið fram í klæðningu hússins eru til rannsóknar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Í VESTMANNAEYJUM Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að störfum í fiskvinnslu í bæjarfélaginu hafi fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum á meðan hundruð starfa hafi flust á höfuðborgarsvæðið. Það megi rekja til breytinga á stjórn fiskveiða. ELDINGU LÝST NIÐUR Allt varð rafmagnslaust í Grindavík í gær, eftir að eldingu sló niður í tengivirki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.