Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 8

Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 8
8 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR KASTAÐ AF BAKI Zack Oakes fékk að fljúga þegar nautið sem hann sat í úrslitum bandarísku lands- keppninnar í alls kyns kúrekaleikjum kastaði honum af baki. Aldurstakmörk á gagnvirka tölvuleiki kynnt verslunum: Tilmæli um aldurstak- mörk á tölvuleikjum TÖLVULEIKIR Samtök myndréttar- hafa á Íslandi hafa tekið upp nýtt samevrópskt flokkunarkerfi um aldurstakmörk á gagnvirka tölvu- leiki. Því er ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem ekki hæfa þeim. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, fagnar framtaki samtakanna. Nú sé það foreldra að standa sig og fara eftir merkingunum. Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, segir merkingarnar tilmæli til neyt- enda og seljenda en ekki lög. Sam- tökin skipi þó fulltrúa í kæru- nefnd sem taki á ágreiningsmál- um. Þau ætli að leita til mennta- málaráðuneytisins um aðstoð við val á fulltrúa í nefndina. Þórhildur segir kerfið skref í rétta átt: „Af stórum hluta myndi kerfið vera efni í þá reglugerð sem ætti að koma fram. Þetta er það sem ég hefði viljað sjá.“ Hallgrímur segir flokkunar- kerfið sem kallast PEGI vera í nær öllum löndum Evrópu og því mun hagkvæmara en að halda úti séríslensku eftirlitskerfi. Aldurs- flokkunarkerfið verði kynnt verslunum og neytendum á næstu dögum. - gag Fuglaflensa leggst á fleiri dýrategundir Nýjustu rannsóknir benda til þess að fuglaflensuveiran sé að færa út kvíarnar. Hún er farin að leggjast á spendýr af kattakyni. Eitt tilfelli um smit milli manna hefur verið tilkynnt frá Taílandi, en það hefur ekki fengist staðfest. HEILBRIGÐISMÁL Veira sú, sem veld- ur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsn- fugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýr- um, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og for- mann framkvæmdastjórnar Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar um stöðu fuglaflensuvíruss- ins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heil- brigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsan- legar varnaraðgerðir gegn inflú- ensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væru á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði ennfremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Taílandi og Víetnam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði borist tilkynning frá Malasíu um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði ennfremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bólu- efnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi fram- kvæmdastjórnar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og við- brögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook. jss@frettabladid.is Fuglaflensa: Greina smit miklu fyrr HONG KONG, AP Vísindamenn í Hong Kong segjast hafa þróað að- ferð til að greina fuglaflensusmit í mönnum mun fyrr en áður. Nú sé hægt að greina það á fáeinum klukkustundum en gömlu prófin voru þess eðlis að það tók nokkra daga og upp í viku að greina smit. Skjót greining smits er afar mikilvæg í baráttunni við sjúk- dóminn, sem hefur kostað 32 manns í Taílandi og Víetnam lífið það sem af er árinu. Nýja aðferðin felst í því að leita eftir mótefnisvökum líkam- ans gegn veirunni frekar en veirunni sjálfri. ■ jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Gönguskór Colorado GTX - fyrir kröfuharða. Verð áður 17.990 kr. Jólatilboð kr.14.990 Göngustafir Komperdell og Leki. Verð frá kr.4.990 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 Áramótaveisla í Sviss Frá 29.990.- Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að njóta áramótaveislu í Sviss á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Zürich með Loftleiðum. Zürich er stærsta borg Sviss og liggur í hjarta landsins við hið fagra Zürichvatn. Hér er að finna heillandi stemmningu um jól og áramót, hin stórkostlega flugeldasýning um hver áramót er stærsta partý í Sviss og hingað koma þúsundir til að fylgjast með stemmningunni og njóta matar og drykkjar á hverju götuhorni fram eftir nóttu. Kr. 29.990.- Flugsæti með sköttum. Kr. 39.890.- Flug, gisting og skattar á mann í tvíbýlí á hótel Novotel, 4 stjörnur. Beint flug Heimsferða, 29.desember Brottför frá Keflavík kl. 8.00 1.janúar Brottför frá Zürich kl. 19.30 SKÓLAMÁL Björgvin G. Sigurðsson, full- trúi Samfylkingar í menntamálanefnd, hefur óskað eftir um- ræðu við mennta- málaráðherra utan dagskrár á Alþingi um niðurstöður PISA- könnunarinnar um námsárangur ís- lenskra grunnskóla- barna. Ástæður eru m.a. þær að niðurstöður könnunarinnar kalla á það að lyft verði grettistaki í skólamálum Íslend- inga til að koma þjóðinni í fremstu röð í menntamálum. Þó að sumt í PISA- könnuninni sé jákvætt og horfi til framfara þá er hún samt sem áður staðfesting á óviðunandi stöðu skólamála. Hann telur að setja þurfi í gang vinnu við að greina ástæður þess að árangurinn er ekki betri en raun ber vitni. Sérstaklega þurfi að kanna um- hverfi og aðstæður finnska grunnskólans sem samkvæmt könnuninni skar- ar fram úr á öllum sviðum. ■ Alþingi: Óskað eftir umræðu um niðurstöður Pisa HALLGRÍMUR KRISTINSSON Samkvæmt aldursflokkunarkerfi PEGI eru gagnvirkir tölvuleikir merktir á eftirfarandi hátt: 3+, 7+, 12+, 16+ og 18+. PEGI-kerfið er eingöngu tillaga til foreldra og forráða- manna sem hvattir eru til að virða aldurs- takmörkin. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Björgvin situr í menntamála- nefnd Alþingis. Hann hefur óskað eftir umræðu utan dag- skrár um niðurstöður PISA. DAVÍÐ Á. GUNNARSSON Formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.