Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 10
10 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR BÝÐUR NÝRA TIL SÖLU Nýra til sölu stendur á blaðinu sem þessi fatlaði maður í Peking, höfuðborg Kína, heldur á. Mikið er um að fátækir Kínverjar bjóði líffæri til sölu til að vinna sig upp úr fátækt. Fyrir nýra má fá hátt í fjórar millj- ónir króna. Leyniþjónustumenn urðu vitni að fangamisþyrmingum í Bagdad: Föngum misþyrmt eftir Abu Ghraib BANDARÍKIN Bandarískir hermenn héldu áfram að misþyrma föngum í Írak eftir að komið var upp um fangamisþyrmingar í Abu Ghraib-fangelsi síðasta vor. Þetta kemur fram í skjölum sem gerð voru opinber í fyrradag að kröfu bandarísku mannréttindasam- takanna American Civil Liberties Union. Meðal þess sem greint er frá í skjölunum er að tveimur starfs- mönnum leyniþjónustu varnar- málaráðuneytisins hafi verið hót- að hefndum ef þeir greindu frá misþyrmingum á föngum í Bagdad sem þeir urðu vitni að í júní, mörgum vikum eftir að upp komst um atburðina í Abu Ghraib. Frá þessu var greint í The New York Times í gær. Fyrr í vikunni komst AP-frétta- stofan yfir skjöl sem sýna að bandaríska alríkislögreglan, FBI, setti sig upp á móti þeim aðferð- um sem hefur verið beitt í Guant- anamo þar sem hundruðum fanga frá Mið-Austurlöndum er haldið. FBI sagði að óþarfa hörku væri beitt og að upplýsingarnar sem fengjust þannig væru óáreiðan- legar. ■ Einstaklingur ætlar í mál við olíufélag Fjöldi einstaklinga hefur haft samband Neytendasamtökin vegna áhuga á að krefja olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs. Óánægður viðskipta- vinur til margra ára segir olíufélag hafa haft af sér um 300.000 krónur. Vígamenn í Írak sækja stuðning sinn út fyrir landamærin: Fjármögnuð frá Sýrlandi ÍRAK Vígamenn í Írak njóta mun meiri stuðnings frá Írak en áður var talið, að sögn bandarískra leyni- þjónustumanna sem Washington Post ræddi við. Þeir segja að fyrr- um stuðningsmenn Saddams Hussein hafi fundið sér hæli í Sýr- landi og noti það til að dæla pening- um til vígamanna og veita þeim annan stuðning. Niðurstöðu sína byggja leyni- þjónustumenn á upplýsingum sem fengust í Falluja, Bagdad og víða í súnníþríhyrningnum. Þeir segja að þar hafi komið fram að háttsettir ráðamenn í Baathflokki Saddams safni fjármunum frá fólki í Sádi- Arabíu og Evrópu til að fjármagna baráttuna gegn íröskum yfirvöldum og erlendum hersveitum í landinu. Vísbendingar hafa komið fram sem gefa til kynna að hluta barátt- unnar gegn yfirvöldum sé stjórnað af fyrrum ráðamönnum Íraks, bú- settum í Sýrlandi. „Í Sýrlandi er að finna fólk sem er illmenni, flóttamenn frá lögum og rétti, leifarnar af veldi Saddams sem vilja endurvekja hina illræmdu ógnarstjórn hans,“ sagði Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, í viðtali við Washington Post. ■ VERÐSAMRÁÐ Tæplega þrjátíu ein- staklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verð- samráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskipta- nótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til sam- takanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn sam- takanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir mál- ið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrir- fram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaða- bætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtak- anna í fyrrakvöld um olíusamráð- ið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíð- ina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðar- uppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir að- stoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. „Ég er ákveð- inn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál.“ ghg@frettabladid.is BARN FÉLL Í SKOTHRÍÐ Barn og lögreglumaður létu lífið þegar vígamenn réðust á lögreglustöð í Samarra í gærmorgun. Barnið lenti á milli í skothríð vígamanna og lögreglumanna. LÁTIÐ OKKUR Í FRIÐI Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, var harðorður í garð Írana þegar hann sakaði þá um að skipta sér af írösk- um stjórnmálum og sagði þeim að skipta sér ekki af komandi kosningum í Írak. Al-Yawar sagði Írana þjálfa menn sér hliðholla og dæla í þá fé til að tryggja sér hliðholla ríkisstjórn í Bagdad. ■ ÍRAK jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Liðatreyjur Jólatilboð,5 gerðir. Verð áður 7.990 kr. Verð 4.990 kr. – hefur þú séð DV í dag? GERA SAMNING UM MEGRUN BÍLSTJÓRANNA Stjórn Hreyfils í stríð við offitu FBI-SKJÖL UM MISÞYRMINGAR Skýrsla FBI lýsir fangamisþyrmingum í Guantanamo, meðal annars því að kona greip um kynfæri fanga og kreppti að til að fá hann til að tala. SÆRÐUR MAÐUR FLUTTUR Á SJÚKRAHÚS Bandarískir leyniþjónustumenn segja nýjar upplýsingar sýna fram á að fyrrum íraskir ráða- menn hafi komið sér fyrir í Sýrlandi og dæli þaðan peningum til vígamanna í Írak. JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neytendasamtakanna segir tæp- lega þrjátíu einstaklinga hafa boðist til að afhenda samtökunum nótur vegna við- skipta sinna við olíufélögin. Möguleikar á málsóknum eru til skoðunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.