Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 14
14 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR SKEMMDIR SKOÐAÐAR Þrír særðust í sprengjuárásum á tvær kirkj- ur kristinna manna í Mosul í norðurhluta Íraks. Byggingarnar urðu fyrir talsverðum skemmdum eins og sjá má. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum: Spá þremur öflugum fellibyljum á næsta ári BANDARÍKIN, AP Búist er við því að fjöldi fellibylja í Atlantshafi á næsta ári verði yfir meðallagi. Þetta kemur fram í spá veður- fræðinga við Ríkisháskólann í Colorado í Bandaríkjunum. Aldrei hefur fjárhagslegt tjón vegna fellibylja verið jafn- mikið og á þessu ári. William Gray, veðurfræðingur við há- skólann í Colorado, segir að sú þróun sem hafi verið undanfarin ár muni halda áfram á næsta. Fellilbyljum muni fjölga og eyðileggingin aukast samfara því. Alþjóðleg nefnd velur nöfn og viðheldur listum yfir heiti fellibylja í Atlantshafi. Því er spáð að ellefu stormar muni fá nafn á næsta ári og að minnsta kosti sex þeirra verði að felli- byljum. Af þessum sex er því spáð að þrír verði virkilega öfl- ugir. Þá eru taldar um 70 pró- senta líkur á því að einn af þeim þremur stóru muni ganga inn á meginland Bandaríkjanna. Felli- byljatímabilið hefst 1. júní ár hvert og lýkur 30. nóvember. ■ Sprenging: Eins saknað og tveir sárir SVÍÞJÓÐ, AFP Tveir slösuðust og eins er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi. „Við leitum að eiganda íbúðarinnar, við vitum ekki hvort hann var heima hjá sér þegar sprengingin varð,“ sagði Björn Pihlblad, talsmaður lögreglunnar. Ein íbúð gjöreyðilagðist í sprengingunni og hrundi loftið í sprengingunni. Í gær var talin mikil hætta á því að húsið hryndi og hamlaði það aðgerðum á vett- vangi. Ekki lá ljóst fyrir hvað olli sprengingunni en síðdegis hafði lögregla ekki orðið vör neinna verksummerkja sprengjuefna. ■ NR. 50 - 2004 • Verð kr. 599 Ragnheiður Clausen og Þorstein n Davíðs: Besta d agskrái n! MIKLU STÆRR A BLAÐ - SAMA VERÐ! ÁSTFANGIN Á AÐVENTUNNI! 9 771025 95 6009 HERRA ÍSLAN D 2004 HVER VERÐUR HERRA ÍSLAND 2004? Össur Kristinss. kaupir nýjan lúxusbát: • Norsk áhöfn • Siglir um Karíba haf • Fljótandi höll Lára Halla Maack:F jölnir og Mailinn: FLUTT FRÁ FORSÆTI! 9.-15.des . Á KAFI Í SKRAUTI! Bara í KOSTAR YFIR MILLJARÐ 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 6.12.20 04 16:18 P age 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Frekar broslegt blað! Margrét Eir: FLYTUR TIL NEW YORK! Heilsteypt og hert glös Einstakt verð og frábær ending Rauðvíns-, hvítvíns- og kampavínsglös frá Pasabahce Mánud aga til föstud aga frá kl. 8:00 til 18:00 Laugar daga f rá kl. 10:0 0 til 14 :00 Nýr op nunart ími í versl un RV: R V 20 19 FORT PIERCE Í FLÓRÍDA Fellibylurinn Jeanne gekk yfir í Flórída í lok september. Þremur milljónum manna var gert að yfirgefa heimili sitt þegar hann gekk yfir. Einstætt foreldri: Föt og skór í heilt ár SKATTABREYTINGAR Einstætt for- eldri með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund í tekjur á mánuði græðir 163 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnar- innar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Einstæða foreldrið greiðir rúm- lega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabæt- ur en í dag. Í þessu dæmi er ekki tekið tilllit til breytinga á eigna- skatti né skerðinga á vaxtabótum, hvað þá breytinga á verðbólgu á tímabilinu. Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skatta- breytingunum ætti viðkomandi fjölskylda að geta keypt sér fatn- að og skó í tæplega eitt ár ef miðað er við að einstætt foreldri eyddi rétt rúmlega 177 þúsund krónum í slíkt á ári 2000-2002. Fyrir ávinninginn getur fjöl- skyldan líka haldið sér uppi á áfengi og tóbaki í eitt ár, eða fyrir tæplega 98 þúsund krónur, auk ársneyslu á sykri, súkkulaði og sælgæti en hún nam tæpum 52 þúsund krónum 2000-2002. Samt ætti þessi litla fjölskylda smávegis afgang. - ghs SKATTABREYTINGARNAR Ávinningurinn af skattabreytingum ríkis- stjórnarinnar gæti numið neyslu í fatnaði og skóm í heilt ár þegar þær verða komn- ar að fullu til framkvæmda.EINSTÆTT FORELDRI Tekjur: 150.000/mánuður Staðgreiðsla nú: 364.464 Árið 2007: 266.268 Barnabætur nú: 209.258 Árið 2007: 274.999 Sótti mann í vinnu og stakk með skærum Maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir og fyrir að svipta mann frelsi. Hann sótti annað fórnarlambið í vinnuna og stakk með skærum. Framburður fórnarlambsins fyrir dómi þótti ótrúverðugur. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur var dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi fyrir tvær líkams- árásir og frelsissviptingu í októ- ber í fyrra. Hann sótti annan manninn í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði í- trekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir hon- um í Þingholtun- um í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í and- litið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Viku síðar átti seinni árásin sér stað þar sem árásarmaður- inn sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin mennina koma úr kjarr- inu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlamb- ið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sam- mála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnar- lambsins ótrúverðugur en í rétt- arsal sagðist hann meðal annars sjálfur hafa stungið sig með skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árás- armanninum og þeir lent í úti- stöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvun- arakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þús- und krónur í sekt. hrs@frettabladid.is ,,Var árás- armaðurinn handtekinn eftir að lög- reglan sá blóðug skæri í bílnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.