Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 18
18 HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Þjóðarhreyfingin stendur nú fyrir fjár- söfnun til að geta birt yfirlýsingu í bandaríska blaðinu New York Times þar sem þátttaka Íslendinga í stríðinu í Írak verður hörmuð. Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, segist ekki hafa gefið fé til söfnunarinnar enda telur hann þess- um peningum ekki vel varið í kaup á auglýsingu. „Ég held að Þjóðarhreyfing- in geti látið gott af sér leiða með því að nota féð í eitthvað annað. Ég myndi frekar gera einhverjum þurfandi gott sem búa við lélegt atlæti.“ Sigurður segist ekki vera hlynntur stríð- inu í Írak eða þátttöku Íslendinga í því, enda sé hann alfarið andvígur stríðs- rekstri. „Þjóðarhreyfingin vill vekja athygli á því í Bandaríkjunum að við Íslendingar tengjumst styrjaldarrekstr- inum í Írak. Ég tel að við ættum fyrst og fremst að koma þessum boðskap á framfæri hér á landi. Það skiptir mestu að við ræðum þessa þátttöku okkar í stríðsrekstrinum á málefnalegan hátt.“ Að mati Sigurðar verður þjóðin þó að treysta þeim mönnum sem hún hefur til að stjórna landinu til að taka ákvarðanir um hluti sem þessa. „Þeir hafa lagt blessun sína yfir þetta og þótt ég sé andvígur þessu þá þurfum við líka að sjá til þess að fólki sé vært í heiminum.“ SIGURÐUR HELGASON Fjársöfnun Þjóðarhreyfing- arinnar SJÓNARHÓLL Nú hillir undir að hafin verði bygging húsnæðis fyrir geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis á barna- og unglingageðdeildnni við Dalbraut. Er það í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem húsnæði er byggt hér á landi beinlínis fyrir þá þjónustu. Ýmis samtök og aðrir velunnarar geð- deildarstarfsins hafa safnað fé að und- anförnu til styrktar byggingunni, en BUGL býr við afar þröngan og ófull- nægjandi kost. „Skipulagsvinnan er á lokastigi,“ sagði Ólafur. „Hún verður kynnt almenningi þegar henni er lokið.“ Ólafur sagði að ef skipulagsferlið gengi vel eftir ættu framkvæmdir við bygging- una að hefjast næsta haust. Vonir stæðu til að fyrsta áfanga yrði lokið á innan við tveimur árum. Stefnt er að því að tvöfalda húsnæði BUGL, úr um 1.500 fermetrum í 3.000. „Þetta er framkvæmd upp á 350-400 milljónir. En ef allt er tekið til í dag erum við með um 170 milljónir saman- lagt. Inni í þeirri upphæð er sala á eign. Þá er Landspítali - háskólasjúkrahús að undirbúa beiðni á fjárlögum til þessara framkvæmda. Það er víst venja að hefja slíkar framkvæmdir á fjárframlögum frá stjórnvöldum. Þannig að sá sjóður sem við höfum verið að safna með framlög- um verður notaður til að ljúka verkinu. Þetta stendur því og fellur með því að stjórnvöld veiti fjármagni í framkvæmd- irnar.“ Í hinu fyrirhugaða húsnæði verður sér- hönnuð göngudeildarbygging til að veita börnum, unglingum og fjölskyld- um þeirra þjónustu. Þá verður gjörbylt- ing á aðstöðu iðjuþjálfunar og skólans, sem verða í sameinaðri byggingu. Loks verða bæði barna- og unglingalegudeild stækkaðar, þannig að hægt verður að tvískipta þeim og leggja meiri áherslu á dagdeildarþjónustu. ■ Hillir undir helmingsstækkun BUGL EFTIRMÁL: ÓLAFUR Ó. GUÐMUNDSSON YFIRLÆKNIR 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Hrein geggjun að auka lánin Fólk á alls ekki að auka skuldirnar, þótt freistandi kostir séu í boði hjá lánastofnunum. Það er hrein geggjun, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Hann óttast hrun húsnæðisverðs á næstu árum og varar við ákvæðum um endurskoðun vaxta, svo og gengistryggðum lánum. HÚSNÆÐISLÁN Fólk á ekki að fara út í nýjar lántökur nema þeir sjái sér verulegan hag í því hvað varðar lækkun greiðslubyrðinnar, segir Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur. „Þá eiga þeir alls ekki að auka við lánin, því það er hrein geggjun,“ segir hann. Ástæðan er sú að húsnæðis- verð getur fallið verulega eftir 1 - 2 ár. Vegna þenslu og breytinga á lánamarkaði hefur verið nánast óðaeftirspurn eftir húsnæði. Nú er verið að byggja ógrynni af nýju húsnæði. Eftir fáein ár minnkar kaupmátturinn hugsanlega hjá þjóðinni af því að atvinna dregst saman og atvinnuleysi eykst. Við slíkað aðstæður er reynsla fyrir því að húsnæðisverð hrynur.“ Guðmundur vísaði til áranna 1993 til 1994 þegar húsnæðisverð lækkaði um þrjátíu prósent miðað við það sem það hafði verið 1988. Þá nefndi hann þróun þá sem varð í Svíþjóð 1987 til 1989, þegar verð- gildi húsnæðis var orðið mun minna heldur en skuldirnar sem á því hvíldu, sem þýddi að eigendur gátu ekki selt, en sátu fastir, dæmd- ir til að borga allt hvað af tók. „Svo er annað sem fólk verður að huga að. Sé gengistrygging á láninu þá er það miklu verra held- ur en venjuleg verðtrygging,“ sagði Guðmundur. „Gengið á krónunni getur fallið, og það á einni nóttu. Sá sem væri að greiða af milljón að kvöldi, gæti þurft að greiða af 1.3 milljónum að morgni eftir þrjátíu prósent gengisfell- ingu. Þar með eru viðkomandi lánastofnanir að firra sig allri ábyrgð, en velta vandanum á skuldarann. Þetta er stórhættu- legt, því líkur eru á að það verði mjög stormasamt á gjaldeyris- mörkuðum því dollarinn er á nið- urleið. Íslenska krónan er enn háð dollaranum og gæti farið niður líka. Þá eru ákvæði um heimildir lánastofnana til að endurskoða vexti að ákveðnum tíma liðnum stórvarasöm. Vísitölutryggingin gerir það að verkum að lánið hækkar ekki nema í takt við neyslu. Það tekur miklu lengri tíma.“ Guðmundur sagðist ráðleggja fólki að fara hægt í hlutina og gera ekki breytingar á sínum fjár- málum að ráði fyrr en séð værir fyrir hvernig þessir nýju lána- möguleikar virkuðu. Aðaláherslan væri á að fólk ætti að taka eins lít- il lán og það kæmist mögulega af með. jss@frettabladid.is GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson hagfræðingur varar fólk við að fara út í nýjar lántökur nema að það sjái sér ótvíræðan hag í því. ÍSLENSKI FÁNINN KOSTAR 7.342 KRÓNUR. Miðað er við meðalverð nokkurra verslana á landinu á fána af hefðbundinni stærð, 150x108 sentimetrar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA YFIRLÆKNIRINN Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir á BUGL er bjartsýnn á að starfsemin komist brátt í stærra húsnæði. VÍSINDI Fólki er misvel í lófa lagið að þekkja andlit. Fyrir suma er reyndar um slíka fötlun að ræða að þeir þekkja ekki ásjónu barna sinna. Þeir eru sagðir hrjáðir af andlitsblindu og svo virðist að fólk sem er haldið þessum krankleika eigi ekki í vandræðum með að greina á milli annarra hluta. Fólk sem haldið er andlits- blindu, eða prosopagnosíu, sér andlit ekki á sama hátt og annað fólk heldur skýjaða og óskýra ásjónu. Vísindamenn eru forvitnir um þetta ástand því þeir telja að hæfileikinn til að þekkja andlit sé undirstaða þess að bera kennsl á fólk og af þeirri getu er sprottin hæfni okkar til að mynda sam- félög og menningu, eins og segir í nýjasta hefti tímaritsins The Economist. Vísindamenn við Harvard- háskólann sýndu á dögunum nokkrum andlitsblindingjum myndir af ýmsum hlutum, þar á meðal andlitum, og var sumum myndunum endurtekið brugðið upp. Þátttakendurnir gátu auð- veldlega þekkt að nýju hús, bíla og áhöld en andlit voru þeim gjör- samlega sem lokuð bók. Vísindamennirnir telja að þetta bendi til að heilinn vinni á annan hátt úr andlitum en öðrum hlutum. Heilalínurit virðast stað- festa þetta en þegar fólki eru sýndar myndir af andlitum eykst virkni á tilteknu svæði í heilanum og mynstrið breytist þegar ný andlit birtast. Ólíklegt er þó talið að hægt verði að þróa lækningu við and- litsblindu á grundvelli rannsókn- anna. - shg Andlitsblinda: Þekkja ekki ásjón- ur ættingjanna ÓSKÝR ÁSJÓNA Einhvern veginn svona sjá andlitsblindir annað fólk. HÚSIN MJAKAST UPP Ógrynni nýs húsnæðis er nú í byggingu en vegna þenslu og breytinga á markaði hef- ur verið nánast óðaspurn eftir því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.