Tíminn - 24.02.1974, Side 4

Tíminn - 24.02.1974, Side 4
4 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Jeppum hætta búin í París Svo virðist, sem ekki sé óhætt að skilja við sig jeppabila i Paris. Brennuvargur nokkur gengur nú laus þar i borg, og leggur hann i vana sinn að kveikja i bilum, sem skildir hafa verið eftir á götum úti. Frá þvi 23. desember sl. hefur verið kveikt i 55 bilum i Paris, og þar af voru tuttugu og sjö Meharis, sem eru bilar frá Citroen, og likjast einna helzt jeppum. Lögreglan hefur aukið að mun eftirlitá götum úti um nætur, en þrátt fyrir það hefur ekki enn tekizt að hafa hendur i hári brennuvargsins. Lögreglan heldur þvi fram, að ekki þurfi hér að vera á ferðinni sami maöurinn i öllum tilfellum, heldur geti vel verið, að eftir að fréttir fóru að birtast i blöðunum hafi aðrir tekið sig til og farið að apa eftir brennu- varginum sjálfum. Þetta segir lögreglan, þar sem hún telur, að nokkuð mikið sé að ætla einum og sama brennuvarginum að hafa kveikt i samtals 55 bilum á aðeins 6 vikum. Þar við bætist, að það hlýtur að taka töluverðan tima fyrir einn mann að leita uppi alla þessa Meharis-bila. ☆ ☆☆☆☆☆☆ Framfærslu- kostnaður eykst Framfærslukostnaður i Frakk- landi jókst um 8.5% á siðasta ári, að þvi er segir i skýrslum frá frönsku rikisstjórninni. Fjármálaráðherrann, Valery Giscard d’Estaing hefur lýst þvi yfir, að hann telji að kostnaðar- aukningin verði enn meiri i ár vegna oliuverðhækkana. Mestar urðu verðhækkanir á matvælum siðasta ár, en þær munu hafa numið 10.9%, en þar af hækkuðu egg meira en nokkur önnur matvara, eða um 32,9%. Fatnaður og efni alls konar hækkuðu um 8.6%. Það var meira en meðalhækkunin varð á iðnaðarvörum, en hún mun hafa verið 6.7%. Sumir halda þvi fram, að hér sé á ferðinni sami brennuvargur- inn og gekk um og kveikti i einum sex verzlunarhúsum i Paris á siðasta ári. Mestur varð eldurinn og tjónið þegar verzlunarhús á þremur hæðum við Place de l’Opera brann. Enginn meiddist i þeim bruna, en skemmdir urðu mjög miklar. ☆ ☆☆☆☆☆☆ Pappírsskortur framundan Pappirsskortur vofir nú yfir frönskum dagblöðum, og ástæðurnar er að finna i þvi, að Rússar hafa tvöfaldað verð á viði. Rússar hafa meira að segja látið i það skina við Frakka, að þeir séu ekki fáanlegir til þess að selja þeim eins mikið af viðarkvoðu og þeir vilja fá, meira að segja ekki þótt þeir séu fúsir að greiða þetta háa verð. Þeir fjórðu þessa viðar, sem franskir pappirs- framleiðendur nota, er upp- runninn i Sovétrikjunum. Sem betur fer kemur helmingur þess pappirs, sem Frakkar nota frá Norðurlöndunum, en er ekki framleiddur i Frakklandi sjálfu. Norðurlöndin eru bundin samningum, sem gilda enn um nokkurt skeið, hvað snertir pappirssölur ti! Frakklands. Franskir pappirsframleiðendur munu reyna að fá eitthvað meira af trjákvoðu i Frakk- landi, en þeir hafa gert fram til þessa, en talið er liklegt, að nokkuð dragi úr framboði þar á næstu mánuðum . Dagblöðin i Frakklandi hafa nú verið að kanna grundvöll fyrir minnkun og um leið pappirssparnaði, og sér i lagi, að dregið verði úr prentun umframbiaða, sem hingað til hafa kannski ekki selzt. Fram til þessa hafa frönsk blöð ekki orðið eins alvarlega vör við pappirsskort- inn i heiminum, eins og til dæmis blöð i Bandarikjunum og Bretlandi. ★ ★★★★★★★★★★★★★★ Heimsmeistarakeppni í rúlluskautahlaupi 29 keppendur frá 16 löndum voru meðal keppenda i heims- meistarakeppninni i rúllu- skautahlaupi. Keppnin var haldin i Essen i Ruhr-héraðinu i Vestur-Þýzkalandi. 2500 áhorf- endur sáu keppnina um heims- meistaratitilinn milli tveggja vestur-þýzkra stúlkna. Til vinstri er heimsmeistarinn, Sigrid Múllenbach, og til hægri Petra Hausler sem hreppti annað sætið, en hún var áður heimsmeÍBtari. Ann-Debra Pall frá Bandarikjunum varð i þriðja sæti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.