Tíminn - 24.02.1974, Qupperneq 14
TÍMINN
Sunnudagur 24. febrúar 1974.
LEIKFÉLAG
AKUREYRAR
Átta fastráðnir leikarar og alls
12 starfsmenn hjá eina atvinnu
leikhúsinu utan Reykjavíkur
Stjórn Leikfélags Akureyrar. Sitjandi f.v. Guðmundur, Magnússon, gjaldkeri, Guðlaug H'ermannsdóttir, ritari,
Jón Kristinsson, formaður. Standandi Magnús Jónsson, leikhússtjóri, Kristjana Jónsdóttir, meðstjórnandi, Þórhalla
Þorsteinsdóttir, varaformaður, og Þráinn Karlsson, meðstjómandi.
an tóku við ýmsar ákveðnar ættir,
sem lögðu til áhuga og leikendur.
Félagið hefur, eins og reyndar
flest leikhús, sem ná einhverjum
þroska, átt það að þakka vinsæl-
um og góðum leikurum. Það er
hægt að nefna ýms nöfn leikara,
sem léku við miklar vinsældir á
fyrstu áragutunum, og sem dæmi
um ágæta leikkrafta má nefna
Margréti Valdimarsdóttur, Har-
ald Björnsson, Jón Norðfjörð,
Svövu Jónsdóttur. Þetta voru allt
saman sterkir leikkrafta^ og
einnig Ágúst Kvaran og margir
fleiri.
L.A. og fjölmiðlar
— Hafa leikararhjá L.A. leikið i
útvarp, sjónvarp, eða starfa þeir
við aðrar skemmtanir?
— Við höfum flutt leikrit i út-
varp á hverju ári og nú verður
senn byrjað á upptöku á barna-
leikriti i útvarp. Það eru átta
þættir, en þó verður að telja; að
við séum nokkuð afskipt. Þó vil ég
taka það fram, að útvarpið hefur
verið hlynnt þvi, að við fengjum
meira rúm i leikflutningi hjá þvi.
Má þvi búast við þvi;að meira fari
að heyrast frá L.A. en verið hef-
ur. Upptökusalur er ófullkominn
og þyrfti að gera stórátak i þvi, ef
auka á upptökur hér á Akureyri.
Réðu rithöfund til
að skrifa íeíkrit
— Leikfélag Akpreyrar tók upp
á þvi nýmæli að fá rithöfunda til
að semja fyrir sig leikrit. A sinum
tima skrifaði Jökull Jakobsson,
KLUKKUSTRENGI. Hvað er nú i
undirbúningi? •
— Vésteinn Lúöviksson kemur
hingað norður i febrúar og hann
mun ljúka við nýtt leikrit, sem
skrifað er á vegum leikfélagsins.
Segja má, að þessi starfsemi
hafi byrjað fyrir nokkra tilviljun.
Fyrir nokkrum árum reyndum
við að fá Jökul til þess að skrifa
fyrir okkur leikrit, en af þvi varð
þó ekki þá, en svo i fyrra, þegar
allt fór að verða stærra i sniðum
hjá okkur, þá töluðum við saman,
og Jökull var tilkippi.legur og
kom norður og skrifaði
KLUKKUSTRENGI.
Núna var hins vegar auglýst
eftir leikritahöfundi, og a.m.k.
þrir höfundar sendu okkur drög
að leikjum og Vésteinn varð fyrir
valinu.
— Hvernig greiðið þið þessum
höfundum.
— Við höfum nú ekki sérstaka
fjárveitingu til þess, og má þvi
segja að við greiðum þeim af
þeim styrkjum, sem við höfum
yfir að ráða.
— Hvað með sjónvarpið? .Hafið
þið unnið fyrir það?
— Nei.það höfum við ekki gert,
segir Jón Kristinsson að lokum.
JG
Heimilis
ánægjan
eykst
með
Tímanum
EINS og getið hefur verið um hér
i blaðinu, á Leikfélag Akureyrar
sér langa og samfellda sögu. 1
hlaöinu var saga félagsins fyrstu
áratugina rakin nokkuö.
Nú hittum við að máli Jón
Kristinsson, formann leikfélags
Akureyrar, en hann er ekki ein-
asta einn þeirra, sem lagt hafa á
sig félagsmálastörf fyrir LA,
heldur er hann einn af traustustu
leikurum félagsins.
Báöum við hann að segja okkur
stuttlega frá starfi leikfélagsins
um þessar mundir.
LA 1917
— Leikfélag Akureyrar var
stofnað 17. april árið 1917 og hefur
starfað óslitið siðan,að heitið get-
ut; og hefur haft sýningar á hverju
ári, ef undanskilinn er einn vetur.
Félagið hefur starfað með svip-
uðum hætti öll þessi ár, þ.e. að
leikarar hafa verið áhugamenn
og allt starf reyndar hefur verið
unniðisjálfboðavinnu, eða a.m.k.
vinnu, sem litið hefur verið hægt
að greiða fyrir. Nú hefur hins
vegar orðið á þessu veruleg
breyting, þvi að nú i vetur starfar
i fyrsta skipti hópur, sem hefur
verið fastráðinn.
Rætt við
Jón Kristinsson
leikara og
formann LA.
Fastráðnir leikarar
— Þetta eru átta leikarar, sem
eru i hálfu starfi, auk þess er sér-
stakur framkvæmdastjóri i hálfu
starfi og svo var ráðinn sérstakur
leikhússstjóri. Þá er ljósamaður
hjá félaginu i hálfu starfi, svo það
eru alls tólf manns á launum hjá
félaginu.
— Hvernig er með leiktjalda-
smiði og sviðsbúnað?
— t flestum tilfellum höfum við
fengiö leikmyndasmiði úr
Reykjavik. Þannig kom Magnús
Pálsson hingað og gerði leik-
myndir i tvö siðustu verkin, sem
hér voru sviðsett. Með honum
unnu að smiðinni tveir úr hópn-
um, Arnar Jónsson og Þráinn
Karlsson, og núna Guðmundur
Magnússon.
Þröngur fjárhagur L.A
— Nú hefur þessi ráðstöfun i för
með sér töluverðan kostnaðar-
auka. Fær LA styrki frá þvi opin-
bera?
— Þetta er stórkostleg breyt-
ing. Við höfum fengið siðan i
fyrra eina og hálfa milljón króna
frá rikissjóði og átta hundruð
þúsund frá Akureyrarbæ. t ár
munum við fá 2.5 milljónir króna
frá rikinu og 1.5 milljónir frá
Akureyrarbæ. Þó að þetta séu há-
ar upphæðir, þannig séð, þá er
fjárhagurinn þröngur, ,og það
verður að lifa spart til þess að
halda þessu gangandi.
— Hvernig hefur aðsóknin ver-
ið?
— Við þurfum ekki að kvarta
undan lélegri aðsókn að leikhús-
inu. A siðasta ári vorum við t.d.
með rúmlega 13.000 áhorfendui;
og verður það að teljast góð að-
sókn i 10.000 manna bæ, eins og
Akureyri er. Með þessu er ég ekki
endilega að segja,að þetta sé full-
nægjandi. Leikfélagið gerir eitt
og annað til að örva áhuga
manna. Við höfum t.d. verið með
sérstakar skólasýningar, þar sem
nemendur fá aðgöngumiða með
40% afslætti. Við leggjum mikla
áherzlu á það einmitt að ná til
skólanna, til að reyna aö tengjast
nýjum kynslóðum i bæjarfélaginu
og vekja áhuga á leiklistinni.
Ennfremur virðist okkur það
vera i rökréttu framhaldi af þeim
fjárstyrkjum, sem við höfum
hlotið.
Leikhefð á Akureyri —
leikarar
— Hvað með leikhefð. Eru það
ákveðnir hópar i bæjarfélaginu,
sem, auk leikenda og starfs-
manna, halda leikhúsinu gang-
andi?
Það má segja að svo sé. Að visu
verður slikt erfiðara að skil-
greina, þegar bæjarfélagið
stækkar, en á fyrstu árum leikfé-
lagsins var það svo. Það voru
Danir, sem hér störfuðu, sem
stóðu að þessu fyrstu árin, en sið-