Tíminn - 24.02.1974, Page 18

Tíminn - 24.02.1974, Page 18
18_________________________________________ TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Mftviit Afi ihðlðfni Undirskriftir og leyni- ffivnn vi| mqivrni legar kosningar Gamall sjóma&ur viö vinnu sina. Timamynd Róbert. Undirskriftir Aö undanförnu hefur gengið um landið mikill undirskriftafaraldur og menn verið að skrifa undir margvisleg plögg með eða móti hersetu. Af hálfu framkvæmda- stjórnar Framsóknarflokksins var varað við öllum slikum undir- skriftum. Ástæðan var ekki aðeins sú, að gildi þeirra er vafa- samt, heldur er með undirskrifta- söfnun verið að hverfa að nokkru leyti aftur til fyrri tima, þegar kosningar voru opnar og marg- visleg annarleg áhrif gátu ráðið afstöðu margra kjósenda. Það bætist svo við, þegar um fjölda- undirskriftir er að ræða, að mjög erfitt getur verið að hindra ýmiss konar falsanir, enda þótt for- ustumennirnir geri sitt bezta til að koma i veg fyrir slikt. Þegar margir gerast söfnunarmenn, gildir hið fornkveðna, að misjafn sauður er i mörgu fé. Til þess að skýra nokkuð við- vörun framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins varðandi þessi mál, er ekki úr vegi að rifja upp, hvernig ástandið var, áður en teknar voru upp leynilegar kosningar. Upphaf leyni- legra kosninga Það mun hafa gilt til 1908, að kosningar til Alþingis fóru fram i heyranda hljóði og aðeins á ein- um stað i hverju kjördæmi, og dró það siðarnefndá mjög úr kjör- sókn, eins og samgöngum var lika háttað þá. Arið 1901 voru sett lög i Danmörku um leynilegar kosningar til þingsins. Þáverandi þingmenn Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Björn Kristjánsson kaup- maður og Þórður J. Thoroddsen læknir, urðu fyrstir til að beita sér fyrir hliðstæðri breytingu hér á landi, og mun Björn hafa verið aðalforgöngumaðurinn. Þeir félagar fluttu á þingi frumvarp til laga um breytingar á kosningum til Alþingis, og var það aðalefni þess, að kosningar yrðu leyni- legar og kjörstaðir i hverjum hreppi, i stað eins kjörstaðar i hverju kjördæmi. Þetta frumvarp dagaðiuppi á þinginu 1901, en var samþykkt á þinginu 1902. Það hlaut þó ekki staðfestingu konungs. Stjórnin lagði hins veg- ar nýtt frumvarp fyrir þingið 1903, sem var i höfuðatriðum samhljóða fyrra frumvarpinu, en gekk þó öllu lengra i þá átt að tryggja leynilegar kosningar. Það frumvarp var samþykkt nær umræðulaust og hlaut siðan stað- festingu konungs. Það var þó ekki fyrr en 1908, sem fyrst var kosið leynilega til Alþingis, og er ekki ótrúlegt, að sú mikilvæga breyt- ing kunni að hafa átt einhvern þátt i hinum sögulegu úrslitum þeirra kosninga. Hell halarófa Það féll i hlut Þórðar J. Thoroddsens að mæla fyrir frum- varpinu, sem var flutt á þingi 1901. Landshöfðinginn, sem þá var Magnús Stephensen, svaraði nokkru ræðu hans. Hann mælti ekki beinlinis gegn leynilegum kosningum, en taldi þeirra vart þörf hér á landi. Aðalrökin fyrir þvf, að leynilegar kosningar heföu verið teknar upp erlendis, hefðu verið þau, að „margir kjósendur hafa stöðuga atvinnu hjá sama manni og þora ekki að kjósa öðruvisi en hann vill vera láta, vegna þess að þeir óttast, að þeir muni missa atvinnuna.” Landshöfðinginn taldi slikar að- stæður ekki fyrir hendi hérlendis. Þessu svaraði Þórður J. Thorodd- sen m.a. á þessa leið: „Hann (þ.e. landshöfðinginn) dró það i efa, hvort þessar leyni- legu kosningar ættu við hér á landi. Hann tók það fram, að ákvæðin um leynilegar kosningar i öðrum löndum væru sprottin út af hlutfallinu milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, en sú ástæða ætti sér ekki stað hér á landi. Enda þótt ég játi það, að það er kannski ekki eins mikið um það hlutfall milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, eins og á sér stað i öðrum löndum, þá eru ýms hlut- föll hér á landi, sem eru eins sterk. Það eru dæmi til hér á landi, þegar um kosningar hefur verið að ræða, að einn maður, sem mest hefur mátt sin i þessum og þessum hreppi, hefur komið með heila halarófu á eftir sér af kjósendum til að kjósa þann eina, sem hann hefur viljað hafa fram. Hér kemur alveg sama hlutfal) fram: Sá maður, sem mest má sin, hefur hina alveg á valdi sínu, og að þvi leyti getur maður sagt það, að þessir menn séu þessum eina manni háðir, og þora ekki að láta atkvæði sitti ljós opinberlega öðruvisi en hann vill. Ég álit, að hæstvirtur landshöfðingi sé ekki svo ókunnugur hér á landi, að hann verði að játa með mér, að slikt hefur komið fyrir hér á landi og getur komið fyrir, en einmitt leynilegu kosningarnar eiga að fyrirbyggja, að slikt geti komið fyrir.” Áhrif peninga- valds og embæftisvalds Meðal þeirra, sem ræddu um mikilvægi leynilegra kosninga, var Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, sem þá var þing- maður Vestur-Skaftfellinga Hann sagði m.a.: „Enn sem komið er, hefur ekki mikið brytt á ósjálfstæði kjósenda gagnvart vinnuveitendum, sVo sem verzlunarstjórum eða kaup- mönnum, eða gagnvart, mönnum, sem þeir að einhverju leyti hafa átt meira og minna undir (Lands- höfðingi: Sýslumönnum), já, svo sem sýslumönnum og banka- stjórum o.s.frv., en ég hugsa, að það hafi þó heldur borið meira á þessu i seinni tið, og mér finnst rétt að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan i hann, þvi að sé það ekki gjört i tæka tið, má búast við mjög alvarlegri and- stöðu móti leynilegum kosningum frá þeim mönnum, sem vilja nota sér ósjálfstæði annarra.” Guðlaugur Guðmundsson sagði ennfremur: „Reynslan er sú, að plls staðar þar sem kosið er munnlega eða i heyranda hljóði, þá getur það verið, að menn, sem eiga annað hvort mikið peningaafl eða emb- ættisvald undir sér, geti haft ólög- lég áhrif á atkvæði manna, og meir að segja þó þeir ekki ætlist til að gera það, þeir geta haft það öldungis óvart og óviljandi* menn sem geta hagað kosningu sinni á þann hátt, sem þeir hyggja þeim manni, sem það vald hefur, geð- feldast, án þess að hann leggi nokkurt orð þar til og án þess að hann hafi beinlinis nokkur áhrif á það. Þetta er fyrirbyggt með hinum leynilegu kosningum.” f,Passað upp á atkvæði" Meðal þeirra, sem tóku til máls um þetta efni á þinginu 1902, var Hallgrimur Sveinsson biskup, sem þá var konungskjörinn þingmaður. Hann sagði m.a.: „En ég þykist mega fullyrða, að flestir, bæði þingmenn og landsbúar almennt,muni telja það ástand, sem nú er, svo óheppilegt, að þeir munu æskja eftir að þetta frumvarp verði samþykkt. öllum er kunnugt, að það rikir mikil óánægja með það ástand, sem nú er. Þeir, sem atkvæði eiga að greiða, eru oft i miklum vanda staddir, þar sem sannfæring þeirra er öðru megin, en hinu megin ef til vill einhver þau áhrif, sem gera að minnsta kosti litil- sigldum og fátækum kjósendum nokkuð erfitt eða ótiltækilegt að kjósa eftir ósk sinni og sannfær- ingu...Um leið og kosningarnar eruheimullegarer þvi fargi létt af frjálsræði manna, sem þvi er samfara, að þeir vita, að það er passað upp á atkvæði þeirra, og þeir kvaddir til reikningsskapar, ef þeir hafa kosið öðruvisi en þeim mönnum likar, sem þeir máské atvinnu sina undir.” Á þinginu 1902 tók einnig til máls um þetta efni séra Eggert Pálsson, þingmaður Rangæinga. Hann sagði m.a.: „Það má að visu segja, að það sé illa viðeigandi, að menn geta ekki látið uppi i heyranda hljóði, hvern þeir vilja helzt kjósa. En vér vitum, að þvi er nú i raun og veru svo varið, að hver einstakur kjósandi hefur ekki uppburði i sér til að kjósa' eftir sannfæringu sinni, og þess vegna verðum við að taka þvi, eins og það nú er.” Gildi undir- skriffa Segja má, að undirskriftum fylgi allir þeir ókostir, sem eru fylgjandi opnum kosningum. Við þetta bætist svo, eins og áður segir, að miklu erfiðara er að fylgjast með, að ekki sé beitt ým- iss konar fölsunum i sambandi við undirskriftasöfnun, sem ekki verður komið við i sambandi við kosningar, þótt opnar séu. Eink- um gildir þetta þó um fjölda- undirskriftir. 1 viðtali, sem Morg- unblaðið birti nýlega við Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing, vék hann einmitt að ýmsum tilraun- um, sem hefðu átt sér stað i þessa átt, enda þótt forustumenn þeirr- ar söfnunar, sem hann ræddi um, hefðu reynt að útiloka það eftir megni. Af þessum ástæðum öllum er gildi undirskrifta vitanlega allt annað og minna en leynilegra kosninga. Af þessum ástæðum ber að vara við, að gripið sé til undirskrifta-aðferðarinnar, þótt hún geti átt vissan rétt á sér undir alveg sérstökum kringumstæð- um. Verði yfirleitt farið inn á þá braut i deilumálum að gripa til undirskrifta, getur það ■ stefnt frjálsræði og lýðræði i vissa hættu. Með þvi er verið að auka áhrif ýmissa annarlegra afla, sem reynt var að útiloka með hin- um leynilega kosningarétti. Meðalvegurínn Annars hafa þær undirskriftir og fundahöld, sem efnt hefur ver- ið til I sambandi við varnarmálin, ekki gert annað en að staðfesta það, sem áður var vitað, að þjóðin er mjög klofin um þessi mál. Ný staðfesting þessarar vitneskju sýnir það, að hér má ekki láta þá ráða, sem yzt standa sitt til hvorrar handarinnar, heldur verður að leita eftir meðalvegi. Það er gert með þeim tillögum, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra hefur lagt fram um skipan varnarmálanna. Með þeim er stefnt að þvi tvennu, að hér verði ekki herseta til lang- frama, en landinu þó tryggðar engu lakri varnir en nú, þar sem er þátttaka i Atlantshafsbanda- laginu og fullnæging þeirra skuld- bindinga, sem henni fylgja. Varnarmálin eru viðkvæm mál og vandasöm. Þau verður að leysa af fyllstu yfirsýn. Þau verður að leysa þannig, að þau sundri ekki þjóðinni, að þjóðar- helmingur standi ekki gegn þjóð- arhelmingi. Að þessu er stefnt með tillögum Einars Agústs- sonar. Það væri þjóðinni góð gjöf á þjóðhátiðarárinu, ef það tækist aö leysa þetta mál á þann veg, að sem allra flestir landsmenn mættu vel við una. Hvað vill Sjálstæðis- flokkurinn? Enn hefur engin skýring fengizt á þvi, hvað fyrir Sjálfstæðis- flokknum vakir, þegar hann seg- ist fylgjandi endurskoðun á varn- arsamningnum. Helzt verða þó loðin ummæli Mbl. og sumra for- ustumanna hans skilin á þann veg, að hann vilji fjölga hermönn um hér. Mbl. segir t.d., að hér sé ekki nóg að hafa eftirlitsstöð, heidur verði einnig að hafa nógu öfluga varnarstöð. Eins og er, þá er Keflavikurstöðin fyrst og fremst eftirlitsstöð. Hún var hrein varnarstöð fram til 1961, en þá var henni breytt i eftirlitsstöð, án þess að nokkurt samráð væri haft við Alþingi eða utanrikis- málanefnd. Meðan skýrt svar er ekki fyrir hendi hjá Sjálfstæðsflokknum, skal það ekki fullyrt, að fyrir hon- um vaki að auka hersetuna. En hin loðnu ummæli Mbl. valda þvi, að fullur vafi leikur nú á um af- stöðu hans. Þá er það ekki siður óijóst, þegar sjálfstæðismenn tala um þau skilyrði, sem þurfi að vera fyrir hendi.til þess að hægt sé að láta herinn fara. Samkvæmt skrifum Mbl. virðist þó mega skilja, að þau þurfi a.m.k. að vera þessi: Helzt enginn rússneskur floti, sem geti verið fær um að hertaka ísland, megi vera á Norður- Atlantshafi. Engin hætta megi stafa af óhæfuverkum erlendra óaldar- manna; sbr. Tyrkjaránið. Engin hætta megi stafa af nýj- um Jörundi hundadagakonungi. Hvenær skyldi þessum skil- yrðum verða svo vel fullnægt, að Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér til að láta herinn fara? — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.