Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 22
22 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um 20 pró- sent á milli áranna 2003 og 2004. Höskuldur Ásgeirsson er framkvæmda- stjóri stöðvarinnar. Hver er skýringin? Íslendingar ferðast meira því ódýrara er orðið fyrir þá ferð- ast. Bandaríkjamenn ferðast líka meira en þeir gerðu í kjölfar 11. september 2001 og þá hefur erlendum ferða- mönnum til landsins fjölgað. Hvað þýðir þetta fyrir reksturinn? Tekjurnar aukast á árinu í hlutfalli við farþegafjöldann. Þetta hefur því mjög jákvæð áhrif á reksturinn.. Býstu við að fjölgunin muni halda áfram? Okkar spár gera ráð fyrir tæp- lega tíu prósenta aukningu á næsta ári. Er útlit fyrir að stækka þurfi flug- stöðina enn frekar? Við erum að stækka móttökusalinn en því lýkur um áramótin. Á næsta ári verður brottfar- arsvæðið á annarri hæðinni stækkað. Framkvæmdir ársins 2004 og 2005 munu kosta 2,5 milljarða króna. HÖSKULDUR ÁSGEIRSSON Íslendingar ferðast meira FJÖLGUN FARÞEGA Í LEIFSSTÖÐ SPURT & SVARAÐ Ánægja hefur ríkt hér á landi með útkomu íslenskra unglinga í Pisa-könnuninni margumræddu, sérstaklega í stærðfræði og þá sér í lagi hjá stúlkunum. Góð út- koma er vissulega ánægjuleg til- breyting frá fyrri áföllum í könn- unum um stærðfræðikunnáttu íslenskra skólabarna. Jákvæð umræða er yfirvöldum menntamála í hag og auðvitað eiga og mega menn vera ánægðir með það sem vel er gert. Það er samt spurning hvort ekki beri að líta á niðurstöður könnunarinnar með gagnrýnum augum. Í norrænum samanburði kemur Ísland ekkert sérstaklega vel út. Finnar standa allra þjóða lang- best en Norðmenn eru hundóánægðir með slaka út- komu. Þeir eru í 22. sæti í stærðfræði eða í meðallagi í hópi 41 þjóðar. Íslendingar koma þar ágætlega út, eru í 14. sæti meðan Danir og Svíar standa verr en Íslendingar. Í lestri eru Norðmenn í 12. sæti en Íslendingar í því 20. Þetta þýðir að íslenskir ung- lingar eru bara í meðallagi í lestri miðað við 41 þjóð. Danir eru örlitlu skárri en við en bæði Finnar, Svíar og Norð- menn eru miklu betri. Í nátt- úruvísindum eru Íslendingar næstlélegastir af Norðurlanda- þjóðunum, eru í 21. sæti – sem sagt með miðlungsþekk- ingu – meðan Norðmenn eru í 28. sæti. Í opinberri umræðu er því stíft haldið fram að Íslendingar komi vel út úr könnuninni. Bent er á að hinar þjóðirn- ar – nema Finnar – fái versnandi út- komu og Pisa könnunin hafi fókusinn á stærðfræði þetta árið. Íslendingar séu að bæta sig. Í stærðfræði. Stelpurnar hér standi upp úr. Sumsé: Horft á já- kvæðu punktana. Það breytir því ekki að Íslendingar koma ekkert sérstaklega vel út þótt ekki komum við jafn smánarlega út og Norðmenn. Íslenskir unglingar hafa ekki nema miðlungsþekkingu í náttúruvís- indum og lestri þó að þeir lendi í 14. sæti í stærðfræði. Þetta er allt spurning um metnað, gagn- rýni og hvaða kröfur við gerum til skóla- kerfisins og sjálfra okkar. Bara miðlungsþekking FBL GREINING: UMRÆÐAN UM PISA KÖNNUNINA Vitni gjörbreytti framburði þegar nafnleynd var aflétt Börkur Birgisson neitar nær öllum sakargiftum í málatilbúnaði á hendur honum. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að drepa mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í ágúst síðastliðnum. Hann játar á sig brot á vopnalögum. Aðeins eitt vitni af sjö hélt sig við kröfu um nafnleynd í sakamáli á hendur Berki Birgissyni, en hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði 31. ágúst síðastliðinn. Nafnleyndin hafði áður verið samþykkt fyrir dómn- um, en Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu ákæruvaldsins um að Börkur yrði látinn víkja úr dómsal á meðan vitnaleiðslur færu fram. Þótti flestum vitnum því nafnleyndin til lítils, enda kom fram að Börkur þekkir þann sem hélt sig við nafn- leyndina bæði með nafni og í sjón. Vitni sögðu mörg hver að lög- reglan hefði við skýrslutökur boðið þeim vitnaleynd samkvæmt ný- samþykktum lögum frá Alþingi og því hafi leyndin almennt verið þegin. Rannsóknarlögreglumaður- inn sem rannsókninni stýrði kom fyrir dóminn og bar að nokkur vitni hefðu lýst því yfir að þau ótt- uðust hefndaraðgerðir frá Berki og því falast eftir vitnavernd. Því hafi verið tekin ákvörðun um að upp- lýsa öll vitnin um þennan mögu- leika og greina frá því að einhverj- ir hefðu valið þennan kost. „Og undir þessum kringumstæðum gefur næstum allt stafrófið vitni,“ sagði Kristján Jósepsson, verjandi Barkar og taldi rannsókn málsins hafa verið „í skötulíki,“ vegna þess að ómögulegt hafi verið að spyrja eitt vitni út í þátt annarra vitna, þar sem allir væru auðkenndir með bókstöfum. Gjörbreytti framburðinum Engu að síður var það svo að eitt vitnanna gjörbreytti fram- burði sínum frá því sem hann bar við skýrslutökur hjá lögreglu. Sá sagðist hafa greint lögreglu frá atburðarás sem hann hafði eftir öðrum, en vildi nú fyrir réttinum segja satt og rétt frá því sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann lýsti því hvernig hann hafi verið á tali við kunningja sinn, en þá heyrt bæði læti og öskur. Vitnið sagðist hafa séð þann sem fyrir árásinni varð útataðan í blóði og Börk, sem ákærður er fyrir árás- ina, skammt frá. Hann sagði það hafa verið fyrir áeggjan föður sína að hann greindi nú ekki frá öðru en því sem hann hefði sjálfur séð. Það var á vitninu að skilja að eftir árásina hefði tekið sig upp nokkur æsingur meðal vina þess sem fyrir árásinni varð og því frekar verið bætt við, en dregið úr, í vitnisburði hjá lögreglu. Himinn og haf ber í milli í frá- sögn þeirra sem segjast hafa orð- ið fyrir árás Barkar á A. Hansen og svo aftur frásögn hans sjálfs. Af framburði vitna, auk þeirra tveggja sem bera áverka eftir árásina, má ráða að Börkur hafi komið inn á veitingastaðinn, hald- ið beina leið upp á efri hæð eftir stutt orðaskipti við ungann mann sem staðfesti að þar væri fórnar- lambið að finna. Þegar upp þröng- an stigann var komið, mun Börkur hafa komið nánast í flasið á mann- inum sem ráðist var á þar sem hann sat ásamt félögum sínum gegnt stigaopinu í sófa undir súð á veitingastaðnum. Þá á Börkur að hafa ráðist að honum og slegið í- trekað með öxinni, að minnsta kosti tvö högg í höfuð þannig að brotnaði inn í ennisholu og svo í handarbak og læri. Einnig er öxin sögð hafa slæmst í höfuð félaga mannsins sem reyndi að ganga á milli þannig að hann fékk skurð sem gekk niður í brjósk eyrans. Sagðist hafa varið sig Börkur segir hins vegar svo frá að strax við komuna inn á veit- ingastaðinn hafi ungi maðurinn sem hann átti orðastað við sagt að Börkur væri dauðans matur því uppi á efri hæðinni væri sá sem Börkur á að hafa ráðist á. Í stað þess að yfirgefa staðinn hélt Börkur upp á efri hæðina og segir að þar hafi meint fórnarlamb ráðist á sig með félögum sínum. Hann hafi náð að snúa út úr hend- inni á honum bareflið sem notað til að berja frá sér í blindni. Hann hafi svo fleygt vopninu í andlit forsprakka hinna og lagt á flótta þegar hann hafi gert sér grein fyrir að sá hafi meiðst. Verjandi Barkar segir margt styðja frásögn hans, bæði sé hall- inn á súðinni á veitingastaðnum það mikill að hann hefði tæpast getað veitt áverkana nema hinn hefði komið fram á móti honum. Þá hafi ekki verið nein lífsýni að finna á öxinni sem fannst heima hjá Berki og því ekkert sem sann- aði að henni hafi verið beitt. Á móti kemur þó að eitt vitni bar að sá sem ráðist var á hafi setið á meðan átökin fóru fram. Allt gerðist þetta á örskotsstund, en mat vitna var að árásin hafi verið yfirstaðin á 10 til 30 sekúndum. Sigurður Óli Sigurðsson, eig- andi A. Hansen, segir veitinga- staðinn hafa skaðast af þessu máli öllu og jafnvel dæmi um að fólk hafi afpantað borð vegna þess. „Auðvitað er þetta bara eins og hver önnur óheppni að fá þetta inn á staðinn, en svona mál geta komið upp hvar sem fólk er að skemmta sér,“ en á staðnum er rekið bæði veitingahús og svo knæpa á kvöldin. Auk ákærunnar fyrir árásina á A. Hansen í ágúst tínir ákæru- valdið til fjölda annarra kæra. Nokkrar líkamsárásir, sú elsta frá því í október í fyrra, umferðar- lagabrot og brot á vopnalögum fyrir að hafa í vörslu sinni á heim- ili sínu byssu án leyfis. Börkur neitar sök í öllum málum nema að hann játar á sig vopnalagabrot fyrir byssueignina. Sigríður Jó- sepsdóttir, saksóknari í málinu, segir Börk ekki hafa sýnt neina iðrun og með vísan í fordæmi fyr- ir Hæstarétti fer hún fram á 4 til 6 ára fangelsisdóm yfir Berki fyrir tilraun til manndráps. „Hending ein réði því að ekki fór verr,“ sagði hún. Börkur er samkvæmt úrskurði í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur, en þó ekki lengur en til 30. desember. ■ ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR Í DÓMSSAL AÐALMEÐFERÐ VEGNA ÁRÁSAR MEÐ ÖXI Á VEIT- INGASTAÐNUM A. HAN- SEN Í ÁGÚSTLOK. Á VETTVANGI ÁRÁSARINNAR Börkur Birgisson kemur á eftir lögmanni sínum, Kristjáni Jósepssyni, út af veitingastaðn- um A. Hansen í Hafnarfirði í gær, þar sem fór fram vettvangsskoðun dómara vegna árásar sem Berki er gefið að sök að hafa framkvæmt með exi, 31. ágúst síðastliðinn. SIGURÐUR ÓLI SIGURÐSSON Eigandi veitingastaðarins A. Hansen óttast að staðurinn fái á sig óverðskuldað óorð vegna átaka sem hann segir að hefðu get- að átt sér stað hvar sem er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.