Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 26
Það var átján stiga hiti inni í bíln- um og 36 fyrir utan. Ég spurði bíl- stjórann, hvort hann byggi kannski svo vel að hafa líka loft- kælingu heima hjá sér. Nei, herra, sagði hann: það er of dýrt. Hversu dýrt? – spurði ég. Tíu þúsund cedis á mánuði bara fyrir rafmagnið, sagði hann. Það gerir röska tíu dollara, hugsaði ég. Hann sagðist borga fimmtán þús- und cedis í mánaðarleigu fyrir íbúðina, þar sem hann býr með fjölskyldu sinni í miðri Accra, höfuðborg Gönu. Hann hlýtur að kvíða því hálfpartinn að fara heim úr vinnunni á kvöldin: að stíga að loknu dagsverki út úr loftkældum bíl og inn í svækjuna heima hjá sér. Ég hlakka á hinn bóginn til að fara heim á kvöldin, því að þar er loftið svalt og veitir velkomna lausn frá svækjunni fyrir utan: það er eins og vorið komi á hverju kvöldi. Þessi tilfinning – að vera ekki hálfur maður vegna hita og svækju – hlýtur að eiga umtals- verðan þátt í rýrum afköstum vinnandi fólks í fátækum hita- beltislöndum eins og t.a.m. malaría og aðrir hitabeltissjúk- dómar, sem leggja lamandi hönd á líf fólksins þarna suður frá. Samt ætti vandinn að vera auð- leystur. Það kostar a.m.k. ekki mikið að uppræta malaríu og aðra slíka sjúkdóma, eins og Jeffrey Sachs prófessor í Kolumbíu- háskólanum í New York þreytist aldrei á að brýna fyrir mönnum: honum finnst það ófyrirgefanlegt og nánast glæpsamlegt að leggja ekki fram það fé, sem til þarf. Svipað á við um loftkælingu, enda þótt heitt loft sé aðeins lýjandi og ekki banvænt eins og mýflugna- bitið þarna suður frá, án lyfja. Þannig komust Hong Kong og Singapúr í álnir: með því m.a. að kæla loftið, ekki aðeins á heimil- um og vinnustöðum, heldur einnig utan húss, að heita má, því að þar er hægt að ganga langar leiðir inni í byrgðum loftkældum verzlunarmiðstöðvum: þetta er eins og að ganga Laugaveginn loftkældan eða upphitaðan eftir atvikum. Vandinn er ekki bundinn við fá- tæk lönd, eða var það a.m.k. ekki til skamms tíma. Loftkæling hí- býla hélt ekki innreið sína í Bandaríkin fyrr en í stjórnartíð Roosevelts forseta á fjórða áratug síðustu aldar. Loftslagið í Was- hington D.C. er viðlíka heitt og rakt á sumrin og í Accra árið um kring. Mörgum fannst því nánast ólíft í Washington á sumrin allt fram á daga loftkælingarinnar, viftur hrukku skammt, og sendi- mönnum erlendra ríkja þar í borg var greiddur sérstakur harð- ræðiskaupauki, en hann lagðist af, þegar loftkæling kom til sögunn- ar. Það heimili er nú varla til í Washington, þar sem loftkæling þykir ekki jafnsjálfsagt heimilis- tæki og ísskápur, sjónvarp og ryk- suga. Í Afríku er loftkæling hins vegar sjaldgæfur munaður, sem aðeins efnamenn geta veitt sér. Hvers vegna þyrfti bílstjórinn minn í Gönu að greiða nánast jafnmikið fyrir rafmagn til loft- kælingar, hefði hann ráð á því, og í leigu fyrir litla íbúð? Orka er heimsmarkaðsvara eins og t.a.m. fiskur, kann nú einhver að hugsa. Rafmagnsreikningurinn í Gönu ætti þá að réttu lagi að vera jafn- hár og annars staðar, alveg eins og fiskverð er nokkurn veginn hið sama alls staðar. En rafmagn er ekki heimsmarkaðsvara eins og fiskur, a.m.k. ekki enn, því að raforkunetið í Vestur-Afríku tengir löndin þar að vísu saman (Nígeríu, Gönu, Fílabeinsströnd- ina o.fl. lönd), en orkunetið er samt ekki beintengt við heimsnet- ið. Af þessu leiðir, að raforka Afr- íku hentar ekki til beins útflutn- ings, enda þótt hægt sé að baka hana inn í ál og selja hana þannig óbeint á heimsmarkaðsverði. Ríkisorkufyrirtækin í þessum Afríkulöndum gætu því boðið fólkinu ódýra orku og gert því kleift að kæla húsin sín, en það gera þau ekki, enda eru þau jafn- an óhagkvæm og illa rekin eins og mörg önnur ríkisfyrirtæki þarna suður frá og víðar. Rafork- an í Afríku á því ýmislegt sam- merkt með vörum og þjónustu, sem henta ekki vel til millilanda- viðskipta, eins og t.a.m. klipping. Það kostar sama og ekki neitt að láta klippa sig í Afríku, því að hárskerarnir þar keppa ekki við aðra rakara á heimsmarkaði. Verðið á klippingu er því ekki hærra en svo, að heimamarkaður- inn geti borið það. Þetta er einn munurinn á fiski og klippingu. Raforka liggur þarna einhvers staðar mitt á milli og verður e.t.v. heimsmarkaðsvara á endanum með samtengingu rafmagns um allan heim. Og kannski verður einhvern tímann jafndýrt að láta klippa sig um allan heim, frá Bol- ungarvík til Bangladess. En það verður þó ekki í bráð, því að hvor- ugt plássið liggur nógu nálægt al- faraleið. ■ M argir ánægjulegir hlutir koma fram um íslensktmenntakerfi í nýbirtri Pisa-rannsókn á frammistöðu15 ára ungmenna í 41 landi í stærðfræði, lestri og nátt- úrufræði. Þegar niðurstöður svokallaðrar Timms-rannsóknar 1995 voru birtar urðu miklar umræður um kennslu í grunnskól- um vegna þess að íslensk ungmenni komu mjög illa út úr þeirri könnun. Lentu þau í 32. sæti af 41. Það var einkum stærðfræði- kunnátta íslenskra ungmenna sem rætt var um þá. Þetta er önnur Pisa-könnunin sem nú er birt, en sú fyrri var gerð árið 2000 og þá var lögð áhersla á að kanna lestrarkunn- áttu 15 ára nemenda. Að þessu sinni var áherslan á stærðfræði og náði könnunin til 3.900 íslenskra nemenda í 10. bekk. Í könn- uninni nú reyndust íslensku nemendurnir vera við meðallag OECD-ríkjanna í lestri og náttúrufræði, en yfir meðallagi í stærðfræði. Ísland varð í 10.-14. sæti í stærðfræði innan OECD- ríkjanna og með aðeins betri árangur en nágrannalöndin Sví- þjóð og Danmörk og við reyndumst vera verulega betur sett en Norðmenn. Finnar trónuðu hins vegar á toppnum miðað við all- ar þjóðirnar sem tóku þátt í rannsókninni og þar voru líka Hong Kong, Kórea og Holland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Finnar sýna góðan árangur í könnunum sem þessum. Þar er kennara- menntun í hávegum höfð, og gætum við eflaust lært eitthvað af þeim á því sviði. Eitt af því athyglisverða sem kom fram í rannsókninni hvað varðar Ísland er að engin eða mjög lítil tengsl virðast vera á milli menntunar og fjárhags foreldra og árangurs nemenda í námi. Þá reyndist vera tiltölulega lítill munur á milli skóla hér á landi, þannig að nemendur hér virðast fá svipaða kennslu hvar sem er á landinu. Stórir skólar í þéttbýli virðast ekki standa litlum skólum í dreifbýli framar. Í rannsókninni kom hins vegar fram að á Íslandi er sjáanleg- ur og reyndar einstæður munur á árangri stúlkna og drengja í stærðfræði. Íslenskar stúlkur eru mun betri í stærðfræði en piltarnir, og er þá miðað við 15 ára aldur. Íslenskar stúlkur eru í áttunda sæti í stærðfræðikunnáttu í könnuninni í heild, en pilt- arnir hér eru í 20. sæti. Það eru piltar í dreifbýli sem hafa dreg- ist aftur úr. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða hér varðandi konur og raungreinar. Nú er reyndar svo komið að þriðjungur þeirra sem stunda nám í verkfræði við Háskóla Ís- lands er konur og hefur hlutfall þeirra hækkað stöðugt á undan- förnum árum. Ef skoðaður er námsárangur kvenna og karla í verkfræði kemur í ljós að konurnar standa sig betur en karlarn- ir. Árangur íslenskra stúlkna í stærðfræði í nýbirtri Pisa-könn- un bendir þá til þess að hlutur kvenna í raungreinum eigi enn eftir að aukast, og er það ánægjuefni. Það þarf þó enn að hvetja stúlkurnar í þessum efnum, því svo virðist sem sjálfsímynd þeirra sé ekki eins sterk og drengja í grunnskólum. ■ 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Þriðjungur verkfræðinema í Háskóla Íslands er konur. Áfram stúlkur FRÁ DEGI TIL DAGS Eitt af því athyglisverða sem kom fram í rannsókninni hvað varðar Ísland er að engin eða mjög lítil tengsl virðast vera á milli menntunar og fjár- hags foreldra og árangurs nemenda í námi. ,, Í DAG LOFTKÆLING Í HITABELTISLÖNDUM ÞORVALDUR GYLFASON Það kostar a.m.k. ekki mikið að upp- ræta malaríu og aðra slíka sjúkdóma, eins og Jeffrey Sachs prófessor í Kol- umbíuháskólanum í New York þreytist aldrei á að brýna fyrir mönnum: hon- um finnst það ófyrirgefan- legt og nánast glæpsamlegt að leggja ekki fram það fé, sem til þarf. ,, Þegar vorið kemur á hverju kvöldi Lágt skrifaðir „Mundirðu kaupa notaðan bíl af þess- um manni?“ er stundum sagt, yfirleitt í sérstökum tón, þegar draga á trúverð- ugleika viðkomandi í efa. Af einhverj- um ástæðum eru bílasalar sú starfs- stétt sem víðast hvar nýtur minnst álits og trausts. Á þriðjudaginn birtist í Bandaríkjunum ný Gallup-könnun sem er enn ein staðfestingin á því að bíla- salar eru lágt skrifaðar. Aðeins 9% Bandaríkjamanna tóku undir það að sölumenn notaðra bíla væru heiðarleg- ir. Næstneðst komust auglýsingagerðar- menn, sem aðeins njóta trausts 10% manna vestanhafs. Það eru hjúkrunar- fræðingar sem sitja í toppsætinu; næstum 80% gáfu þeim bestu með- mæli. Næstir koma grunnskólakennar- ar, lyfjafræðingar og foringjar í hernum. Rétt tæplega fjórðungur treystir starfs- fólki fjölmiðla. Umsókn ekki lesin? Ekki er um það deilt að Ingibjörg Rafn- ar er vel hæf til að gegna hinu mikil- væga embætti umboðsmanns barna. En gagnrýnt hefur verið að aðrir umsækjendur um embættið fengu ekki að kynna sig fyrir veit- ingarvaldinu. Ætlar einn þeirra, Bragi Guðbrandsson, að kæra málsmeðferð- ina. Jón Björnsson, sem var meðal um- sækjenda, varpar ljósi á hraðann sem var á málinu í bréfi sem birtist í Frétta- blaðinu í gær. Þegar tilkynnt var um niðurstöðu Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra var sagt að meðal um- sækjenda væri Jón Björnsson, „fram- kvæmdastjóri fjölskyldu- og þróunar- sviðs Reykjavíkurborgar“. Fjögur ár eru síðan Jón lét af því starfi. Þetta gæti bent til þess að enginn í ráðuneytinu hafi gefið sér tíma til að lesa umsókn- ina. Jón segir í bréfinu að hann hafi varið meira en heilli síðu í umsókninni til að lýsa störfum sínum síðan hann hætti hjá borginni. Einhvern veginn fór það framhjá forsætisráðherra og starfs- mönnum hans. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.