Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 31

Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 31
5FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Og einn og einn þeir komu... Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir komnir á kort. Fjögur jólakort með teikningum Tryggva Magnússonar af íslensku jóla- sveinunum eru nýkomin út hjá Lands- bókasafni Ís- lands – Há- skólabóka- safni. Tryggvi teiknaði myndirnar við hinar kunnu jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem fyrst var gefin út árið 1932. Frummyndirnar eru varðveittar í Landsbókasafni. Jóla- kortin í ár eru af Gluggagægi, Gátta- þef, Ketkrók og Kertasníki. Þau eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir listamanninum og íslenskri jólasveinahefð, bæði á íslensku og ensku. Kortin fást í sölubúð Lands- bókasafns í Þjóðarbókhlöðu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.