Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 33

Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 33
FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 LISTASMIÐJAN KERAMIK OG GLERGALLERÍ MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAKERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA Opið föndurkvöld alla fimmtudaga frá kl. 18-22 t.d. fyrir keramikmálun, korta- og lampagerð Kothúsum, Garði Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Með ljúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti Kringlunni - sími : 533 1322 Svuntur og pottaleppar verð frá 1990.- Vandaðar heimilis og gjafavörur Sendum í póstkröfu Skúlptúrar, skálar og myndverk Úr flotgleri og eðalmálmum. Nýtt glergallerí var opnað nú um helgina að Auðbrekku 7 í Kópavogi og það heitir einfaldlega Glergallerí. Það eru hjónin Catherine Dodd og Jónas Bragi Jónasson sem að því standa en þau eru með vinnustofu sína við hliðina. Catherine og Jónas eru bæði starfandi listamenn og skapa handgerða listmuni, skálar, diska, vasa og kertastjaka úr flot- gleri og eðal- málmum. Einnig skúlp- túra og myndverk úr ýmiss konar gleri, kristal, grjóti og fleiru. Verk þeirra þykja sérstök, meðal ann- ars vegna þeirrar vinnsluaðferðar sem þau hafa þróað á undanförnum ára- tug. Glergalleríið er opið alla daga til 22. desember frá klukkan 12-18. ■ Danskar keramikgínur Gínur Nelly Gaskin í Tékk-kristal. Tékk-kristall í Kringlunni hefur hafið sölu á keramikgínum eftir dönsku keramiklistakonuna Nelly Gaskin ásamt englum sem hún einnig gerir. Nelly Gaskin er þekkt listakona og eru verk hennar þekkt víða á Norð- urlöndunum og einnig í Bandaríkj- unum. Hún vinnur bara með keram- ik og gerir bæði skrautmuni og nytjahluti. Gínurnar eru mjög skemmtilegar, fallegar í laginu og greina má skemmtilegan húmor þar sem ein þeirra er til að mynda með kaffikönnu á höfðinu. Aðeins ein gína er af karlmanni, sem er í raun bara jakki. Gínurnar eru talsvert stór- ar og kostar hver þeirra 14.900 kr. ■ „Það er einhver sjarmi við ákveð- ið horn í húsinu mínu. Þetta er í eldhúsinu þar sem eldavélin, upp- þvottavélin og kaffivélin mætast í níutíu gráðu horni. Þetta er horn- ið sem ég halla mér upp að og sæki hitann úr eldavélinni og upp- þvottavélinni sem yljar bakhlut- anum á mér meðan ég teygi mig í kaffisopann,“ segir Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarkona, en eld- húsið er í sérstöku uppáhaldi hjá Ilmi og þá sérstaklega fyrrgreint horn. „Við hjónin fengum í brúð- kaupsgjöf á sínum tíma forláta kaffivél sem kostaði formúu fjár og þarna í horninu þykir mér gott teygja mig í vélina og sötra kaffi- sopann, sérstaklega þegar ég er búin að elda, ganga frá og setja í uppþvottavélina.“ Hugmyndir segist Ilmur þó sækja annars staðar í húsið, en þær fæðast flestar þegar hún leggst með börnum sínum og svæfir á kvöld- in. „Sú stund hefur eitthvað með friðsæld að gera og þá sérstak- lega þá staðreynd að ekkert áreiti er tengt þeirri stund. Þá vilja hug- myndirnar hellast yfir mig.“ Ilm- ur notar hornið góða til annarra hluta en hugmyndaöflunar, sem hún segir vera rými fyrir hvíld og afslöppun. „Ég leita einfaldlega bara í þetta horn og kann enga sérstaka skýringu á því. Stellingin er jú standandi en afskaplega þægileg engu að síður. Í horninu góða er bara rými fyrir einn og sú staðreynd verður að vera fyllilega á hreinu. Bak við mig tróna skáp- ar, en í beinni sjónlínu gefur svo að líta eldhúsglugga sem er gard- ínulaus og gaman er að horfa gegnum þegar ég heimsæki horn- ið góða.“ ■ Sækir hitann í heimilis- tækin yfir kaffibolla Eldhúsið er í sérstöku uppáhaldi hjá Ilmi. Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona leitar í ákveðið horn í eldhúsinu og kann enga ákveðna skýringu á því. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.