Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 42

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 42
Vasahnífur með minniskubbi Svissneski fjölnotahnífurinn hefur komið mörgum að góðu gagni síðan hann var fyrst framleiddur fyrir svissneska herinn 1897. Á hinum hefðbundna vasahníf var hægt að finna tappatogara, tann- stöngul, skæri og að sjálfsögðu hefðbundinn vasahníf. Nú hefur fyrirtækið Victornox, sem hefur framleitt hnífana síðan 1921, sett á markað ögn tæknilegri og endurbætta útgáfa af þessum klassíska hníf. Nýi hnífurinn er nefnilega gæddur minniskubbi sem getur geymt mp3-lög, myndbönd og venjuleg skjöl og rúmar hann sam- tals 128MB. Að auki er hnífurinn með rauðu ljósi en það nýtist þeim sem þurfa að vinna að verkefnum sínum við takmark- aða birtu. Þeir sem eru mikið á ferðinni geta fjárfest áhyggjulausir í hnífnum því hægt er að smella minniskubbnum af hon- um. Hnífurinn getur því farið í ferðtöskuna en minniskubburinn fylgir manni í flugvélina en þangað er að sjálfsögðu bann- að að taka með sér vopn og oddhvassa hluti. Það er alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi að gerast á Laugaveginum. Á dögunum var opnuð skó- og fylgi- hlutaverslunin Friis & Company að Laugavegi 55. Friis og Company er hluti af danskri keðju sem er í sókn á heimsvísu. Þess má geta að verslunin á Íslandi er sú sjötta í röðinni en einnig eru útibú frá keðjunni í Sviþjóð og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, og stefnir fyrirtækið frekari útþenslu á komandi ári. Friis & Company státar af góðu úrvali af skóm í öll- um heims- ins litum og gerðum, ásamt girnilegum töskum og beltum. Það er mikill glamúr í tískunni núna og fylgihlutirnir í Friis & Company endurspegla það. Það ber mikið á gulli og koparlituðu í bland við fjólubláan og grænan lit. Brúni liturinn er mikið að sækja í sig veðrið og mikilla kúrekaáhrifa gætir í tískunni. Semelíu- steinar eru gríðarlega áberandi bæði á beltum og töskum. Eigendur verslun- arinnar eru vinkonurnar Þórdís Lárus- dóttir og Kamilla Sveinsdóttir. Þórdís hnaut um merkið síðasta sumar þegar hún var á ferð í Danmörku og í haust settu þær vinkonur allt á fullt til að geta opnað sem fyrst. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að opna þessa verslun á Laugaveginum því við erum báðar svo miklar Laugavegskonur. Þessi gata hentar líka vel fyrir svona litla sér- verslun,“ segir Þórdís. F2 8 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Elín Edda Árnadóttir, leikmynda- hönnuður hjá Þjóðleikhúsinu, segist ekki vera mikið fyrir að sækjast eftir sama umhverfi, heldur reynir hún eftir fremsta megni að hugsa um heimilið sem lifandi veru. Hún hefur búið í Reykjavík nánast allt sitt líf, ef undan eru skilin námsárin í London. Háteigsvegur 1953-1960 Ég er alin upp á sögusviði skáldsögunn- ar „Mýrarinnar“ eftir Arnald Indriða- son, nánar tiltekið á Háteigsveginum í Norðurmýrinni. Á þeim tíma voru Kjarvalsstaðir ekki komnir heldur var Klambratúnið þarna í öllu sínu veldi og allt umhverfið var mjög frjálslegt ef svo má að orði komast. Skurðir og annað í þeim dúr. Sú minning sem lifir hvað sterkust í mér frá þessum tíma er þegar ég sem lítil stelpa var á gangi í gegnum Norðurmýrina á leið í Tívólí, þar sem nú er Norræna húsið og flugvöllurinn. Vogahverfið 1960-1971 Eftir að hafa búið í Norðurmýrinni í nokkur ár gerðist ég síðan einn af fyrstu innflytjendum í úthverfi Reykjavíkur. Við fluttumst í Vogahverfið og við sem bjuggum þarna kölluðum okkur seinna Vogafólkið. Þetta voru menn eins og Tolli, Einar Már og Bubbi og það er ótrúlega margt fólk sem ég gekk í skóla með. Vogahverfið var alveg ofsalega skemmtilegt. Á þeim tíma var mikið af ungum foreldrum að flytjast í ný hverfi og þá voru dæmi þess að heilu fjölskyld- urnar tækju sig til og byggðu saman hús og því var þetta svolítið öðruvísi en í dag. Í Vogahverfinu var alveg ótrúlega mikil barnamergð sem fluttist að og sem betur fer, ef til vill, þá kem ég af þeirri kynslóð sem hafði ekki neitt sjónvarp eða önnur innanhússáhugamál. Ég varð því að vera athafnasinni til þess að hafa eitthvað fyrir stafni og allir leikir þá fóru fram ut- andyra, eins og Fallin spýta. Ljósheimar1977-1986 Ég hóf minn búskap á æskuslóðunum í Vogahverfinu, Ljósheimum 16. Við fluttumst í blokk sem var brún eins og súkkulaði og fékk því eðlilega viður- nefnið „Súkkulaðiblokkin“. Langholtsvegur 1986-1988 Eftir mörg góð ár í Ljósheimum flutt- umst við á Langholtsveginn og vorum þar í tvö ár. Eftir dvöl okkar þar voru uppeldisstöðvarnar í Vogahverfinu kvaddar og fjölskyldan fluttist til London til að setjast á skólabekk. London, British Grove 1988-1991 Í London komum við okkur fyrir í fjögurra íbúða húsi á British Grove, sem er lítil gata á mörkum Chiswick og Hammersmith. Hún var með gömlum verksmiðjuhúsum sem höfðu áður ver- ið þvottahús og skemmur en var breytt í íbúðarhús. Í þessu hverfi var ákaflega mikið af listamönnum og ólíkt mörgum öðrum náms- mönnum erlendis bjuggum við í þessari sömu íbúð öll árin sem við vorum þarna og náðum því að festa einhverj- ar rætur. Þetta var mjög fallegur staður og þarna var stutt niður að á. Í okkar huga er British Grove London. Ég verð samt að viðurkenna að þetta var ákveðið kúltúrsjokk. Staðall- inn á íbúðunum var miklu lægri en við áttum að venjast. Og við, íslenska fólk- ið sem er vant því að láta heita vatnið buna í gríð og erg, þurftum allt í einu að setja pening í einhvern mæli. Þetta var því mjög ólíkt Íslandi, mikið af fólki og lítið af landi. Það var virkilega gott að ala þarna upp börn og skólakerfið þarna er mjög gott. En þetta hafði líka sína vankanta. Í London sendir þú ekki börnin þín út á götu til þess að leika ólíkt því sem gerist hérna heima. Á Íslandi erum við miklu frjálslegri, börnin okkar fara heim með einhverjum úr skólanum, í London byggist allt á gagnkvæmum heimsóknum fjölskyldna í skólanum. Hverfið sem við bjuggum í bauð upp á skemmtilegar gönguleiðir og stór græn svæði. Svo er þarna villt dýralíf, íkornar, refir og kanínur, en það er kannski eitt- hvað sem margir vita ekki af. Það var gott að vera námsmaður í London og þar lærði ég ákveðna nægjusemi. Við gátum leyft okkur ákveðinn munað, vegna þess að náms- menn fengu á mörgum söfnum ókeyp- is inn. Langholtsvegur 1991-1996 Þegar við komum heim frá Englandi fluttumst við aftur á Langholtsveginn sem gengur undir nafninu „Hverfið“ hjá strákunum okkar tveim. Þar bjugg- um við nálægt Langholtsskóla svo það var stutt fyrir strákana að fara. Þetta er alveg rosalega fjölskylduvænt hverfi þar sem mikið er um opin svæði og ekki síst góðir nágrannar sem við höldum góðu sambandi við enn þann dag í dag. Grjótagata 1996- Árið 1996 fluttumst við í Grjótaþorpið, á Grjóta- götu 6. Það sem er svo merkilegt, og að sama skapi yndislegt, við þenn- an stað er að þetta er eins og lítið þorp í miðri Reykjavík. Þeir sem koma hingað í heimsókn eiga mjög bágt með að trúa því hversu vina- legt þetta er. Ég reyni eftir fremsta megni að hugsa um heimilið mitt eins og lifandi veru. Við búum okkur til ákveðið umhverfi að okkar skapi í því rými sem við erum sátt við og það er í raun grundvöllurinn að vellíðan á heimilinu. Ég sækist ekki eftir því að vera alltaf í sama umhverfi og ég hef komist að því hversu lítið háð ég er hlutum. Heimilið mitt hefur yfirleitt verið second hand sem ég hef reynt að gera að mínu og ég forðast að eyða miklum peningum í húsbúnað. Ég er hins vegar alveg sjúklegur fagurkeri og ég á mikið af myndlist sem ég hef safn- að í gegnum árin. Það er svolítið per- sónulegt val og gæðir heimilið mínum persónulega stíl. Við erum mjög hepp- in að búa á Íslandi og það finn ég á þeim útlendingum sem koma hingað frá fallegum borgum eins og París. Ég held að það sé út af öllu þessu rými og frelsi. ● Göturnar í lífi Elínar Eddu Árnadóttur Háteigsvegur Vogahverfið Ljósheimar Langholtsvegur London Langholtsvegur Grjótagata Er hluti af Vogafólkinu Friis og Company stefna á heimsyfirráð Laugavegurinn að lifna við Vinkonurnar Þórdís Lárusdóttir og Kamilla Sveinsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.