Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 44
Ljósmyndarinn Börkur Sigþórsson er maðurinn á bak við margar af þekktustu auglýs- ingamyndum und- anfarinna ára. Hann hefur líka leikstýrt tónlistarmyndbönd- um fyrir meðal ann- ars Mínus, Maus og Quarashi og gerði á dögunum samning við umboðsskrif- stofu í Lundúnum og er því eins og jójó á milli Íslands og Bretlands. Marta María Jónasdóttir hitti hann á köldum desembermorgni og fékk að vita allan sannleikann. Ég hef verið að einbeita mér mestað tónlistarmyndböndum upp ásíðkastið og hef verið með ann-an fótinn í Lundúnum síðan í febrúar á þessu ári. Í Lundúnum er ég á skrá sem leikstjóri hjá framleiðslufyrir- tæki Oil Factory. Aðalfókusinn er á það þó ég sé alltaf að ljósmynda inni á milli og þá er ég mest að vinna við auglýs- ingaljósmyndun,“ segir Börkur Sig- þórsson, sem er búinn að vera með myndavélina á lofti síðan hann var tólf ára gamall. Foreldrar hans eiga stóran þátt í því en þau gáfu honum fyrstu myndavélina, sem var diskfilmuvél af bestu gerð. „Upprunalega notaði ég hana til að taka myndir og mála eftir þeim. En svo hætti ég að mála en ljósmyndaáhuginn jókst bara og jókst. Þegar ég var 13 ára fékk ég mjög góða 35 mm vél og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Allan menntaskólann var Börkur heltekinn af ljósmyndadellu og strax eftir útskrift byrjaði hann að starfa sem ljósmyndari. „Það má eiginlega segja að ég hafi byrjað að vinna sem prófessional ljós- myndari þegar fyrsta plata Mínus kom út árið 1999. Stefnan var alltaf að fara í nám en mér fannst mappan mín aldrei nógu góð og efnið sem ég var með í höndunum ekki fullnægjandi til að komast inn í góða skóla. Vinnan vatt svo upp á sig og áður en ég vissi af var ég farinn að vinna allt of mikið.“ Miðstöð glamúrsins Sumarið 2003 hélt Börkur á vit ævin- týranna og lét námsdrauminn rætast. Ferðinni var heitið til borgar englanna, L.A. „Ég var í „workshop“ í tónlistar- myndbandaleikstjórn í tvo og hálfan mánuð. Þetta var mjög strangt nám og ég lærði alveg heilmikið,“ segir Börkur, sem komst á samning í Lundúnum eft- ir að námskeiðinu lauk. „L.A. er svona borg sem maður annað hvort elskar eða hatar. Hún getur alveg virkað á fólk eins og steinsteypuferlíki því hún er svo stór. Þar er engin miðja heldur margir miðbæir. Mér fannst hún skemmtileg enda þekki ég mikið af fólki þar og borgin býður upp á rosalega margt. Þó að stereótýpíska ímyndin af L.A. sé glamúr, yfirborðskenndur lífsstíll og sílikon býr miklu meira þarna undir. Það er til dæmis mikil gróska í menn- ingunni sem gerir það að verkum að hún laðar að sér mikið af snillingum. Ég hitti til dæmis fleiri Íslendinga í L.A. en fólk sem er fætt þarna og upp- alið. Það lítur út fyrir að fólkið sem fæðist þar flytji þaðan en fólkið sem býr þar sé aðflutt. Það var gaman að fá að upplifa L.A. sem nafla skemmtana- og afþreyingariðnaðarins,“ segir hann og viðurkennir að hafa tékkað svolítið vel á djamminu. Stoltur af Reykjavík Guesthouse Börkur var alls ekki ókunnur kvik- myndaheiminum þegar hann hélt út til L.A. því hann hafði þegar gert kvik- mynd í fullri lengd ásamt vinum sínum Unni Ösp Stefánsdóttur leikkonu og Birni Thors. Þetta var kvikmyndin Reykjavík Guesthouse. „Ég er afskaplega stoltur af því að hafa gert þessa kvikmynd þó deila megi um afraksturinn. Þetta var einn mesti skóli sem ég hef gengið í gegnum. Þeg- ar við gerðum myndina hafði ég ekkert komið nálægt kvikmyndagerð og þurfti því að læra allt á einu bretti.“ Börkur hefur einnig unnið fyrir Ragnar Bragason og hann tók til dæm- is heimildarmyndina Love Is In the Air sem sýnd var í Sjónvarpinu á dögunum. En myndin fjallar um útrás íslenskra leikara þegar þeir settu upp Rómeó og Júlíu í Lundúnum. „Mér finnst forréttindi að fá að vinna við þetta því þetta er fyrst og fremst sérstakt áhugamál hjá mér. Það er bæði kostur og galli því ég á það til að festast í vinnunni. En svo er þetta fjölbreytilegt. Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og mér finnst gaman að færa mig á milli miðla. En það sem mér finnst kannski mest heillandi við þetta er að ég er með ástríðu fyrir myndræn- um miðlum. Ég fæ útrás fyrir það sem býr innra með mér og gef mig 100 pró- sent í starfið.“ Vinnan hans Barkar er skorpuvinna. Hann á það til að vinna allan sólar- hringinn en svo koma kannski tveggja vikna eyður inni á milli. „Ég hef gert mikið af því í gegnum tíðina að taka prívatmyndir fyrir mig þegar það er dauð stund. Þá framkvæmi ég það sem mig langar að gera í stað þess að vera undir hælnum á auglýsanda eða öðr- um.“ Og þegar dauðu stundirnar koma segist hann rækta garðinn sinn með því að horfa á kvikmyndir, lesa bækur, kafa og ferðast. „Mér finnst mjög gaman að þvælast um Ísland, en það er einhvern veginn þannig með áhugamálin, ég næ alltaf að tengja þau vinnunni. Það er endalaust hægt að sækja sér innblástur í það sem maður hefur gaman af.“ Eins og jójó á milli landa Börkur starfar hjá fyrirtækinu Oil Fact- ory í Lundúnum. Það kallar á stöðug ferðalög en þegar hann er á Íslandi starfar hann fyrir Sagafilm ásamt því að reka eigið fyrirtæki sem hann kallar B myndir. „Yfirleitt fæ ég einhvern ramma til að vinna eftir en að öðru leyti hef ég frjálsar hendur. Þetta er í fyrsta lagi handritsskrif. Maður hlustar á tónlistina og skoðar hljómsveitina og þá spretta hugmyndirnar fram. Ég gerði tvö myndbönd úti í vor en svo skaut ég eitt myndband hérlendis í síðasta mánuði. Þá kom breska bandið hingað og svo fer eftirvinnslan fram í báðum löndunum.“ En skyldi vera hægt að gera mynd- band við lag sem manni finnst leiðin- legt? „Ég held að myndbandið verði aldrei betra en lagið. Mín kenning er sú að ef lagið er ekki að gera sig þýðir ekkert fyrir mig að reyna að gera myndband við það. Þetta er bara eins og að elda mat. Ef hráefnið er ekki gott verður maturinn ekki góður þó þú notir öll heimsins krydd og eldir af alúð. Ég hafna alveg miskunnarlaust verkefnum ef ég er ekki að fíla lögin.“ Heimurinn er fullur af snillingum „Ég er mjög ánægður með Sprite- herferðina sem ég myndaði og svo hefur Íslenski dansflokkurinn verið skemmti- legur kúnni í gegnum tíðina. Í fyrra hélt F2 10 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Bára Hólmgeirsdóttir er flott fyrirsæta. Börkur myndaði leikarana í Hárinu fyrir auglýsingar sýningarinnar. Börkur Sigþórsson „Ég hafna alveg miskunnarlaust verkefnum ef ég er ekki að fíla lögin.“ Diskfilmuvél markaði upphafið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.