Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 48
Í
fyrravor lagði Erpur Eyvindarson í sína fjórðu
langferð til Kúbu en eins og glöggir hafa tekið
eftir er hann mikill unnandi þess lands og þjóð-
ar. Hann kom þangað í fyrsta sinn árið 1997,
þegar hann bauð sig fram sem sjálfboðaliða í að
tína appelsínur til að „sýna samstöðu sína með
þriðja heims landi sem notar sinn litla pening í
menntun og gott heilbrigðiskerfi,“ eins og hann orðar
það sjálfur.
Ferðin í fyrra var þó ekki farin í svo göfugum til-
gangi heldur var það fyrst og fremst langþráð frí og
þörfin fyrir almennilegt romm sem knúðu hann og
ferðafélagann Matta fyrst til Kúbu, svo til Mexíkó og
sem leið lá um alla mið-Ameríku þar til þeir enduðu
aftur á upphafsreit í Havana. Ferðin tók alls fjóra
mánuði og hafði verið á dagskrá í nokkur ár.
Kældi sig á Kúbu
Ferðafélagi Erps, sjóarinn Matthías Emanúel Péturs-
son, hafði verið í sömu sporum hvað varðar vinnu-
tarnir og sameiginlega þráðu félagarnir ekkert heitar
en að geta gengið inn á næsta bar og beðið um romm,
án þess að taka það fram að það þyrfti að vera
kúbanskt. Eftir að hafa lagt inn á sérstakan ferða-
reikning og keypt miðann með hálfs árs fyrirvara
flugu félagarnir út á köldum vormorgni í maí.
Fyrst var flogið til Kaupmannahafnar, þaðan til
Amsterdam og frá Amsterdam til Havana. „Við vorum
Palli er einn í heiminum sinnum tveir. Enginn gemsi,
engin vinna, ekkert að trufla okkur! Alveg ótrúlega
gott. Eini gallinn var sá að ég klikkaði á flugfélagi.
Hafði vanalega flogið með Cubana Air en í þessu til-
felli flugum við með einhverju belgísku flugfélagi og
hvað hafa Belgar nokkurn tíma haft fram að færa til
heimsbyggðarinnar annað en 2 Unlimited og
Strumpana?! Allavega ekki almennilegt flugfélag.
Flugið til Kúbu tekur níu klukkutíma og eftir fjóra
tíma var bara búið að bjóða okkur einn volgan Bacardi
í goslausu Tabi, sem er náttúrlega 100 prósent saur.
Við létum auðvitað ekki bjóða okkur þetta, stóðum
upp, gengum aftast í vélina þar sem fluffurnar eru með
eldhúsið og blönduðum okkur bara okkar eigin drykki.
Þegar þær komu aftast, alveg brjálaðar, þá bentum við
þeim á þá staðreynd að við hefðum verið að því komn-
ir að ofþorna og það væri á þeirra ábyrgð. Þegar þær
ætluðu eitthvað að fara að byrsta sig þá spurði ég bara
-Og hvað ætlið þið að gera? Henda okkur út?“
Héldu upp á sautjánda júní með
kúbönsku malti og appelsíni
Eftir langt flug og nokkra svalandi drykki lentu þeir
félagar á flugvellinum í Havana.
Þeir höfðu ekki bókað sér neitt hót-
elherbergi þannig að brugðið var á það
ráð að banka upp á hjá vinum Erps sem
hann hafði ekki hitt í fjögur ár.
„Þetta er mjög gott fólk sem ég
þekki þarna. Strákur og foreldar hans.
Þau hýstu okkur þar til við
gátum ekki sofið í sama
rúminu lengur. Við vor-
um bara með eitt lak og
einn kodda, tveir stórir
menn. Og þegar við
vorum búnir að vakna
á hverjum morgni, í
tvær vikur, í skeið með lakið kuðlað yfir okkur þá
sögðum við þetta gott og tókum okkur húsnæði á
leigu. Ég fór bara og talaði við fólk og á endanum
fundum við íbúð á fínu verði“.
Fljótlega eftir að strákarnir voru búnir að koma sér
fyrir í nýju híbýlunum rann þjóðhátíðardagur Íslend-
inga upp og að sjálfsögðu var haldið upp á hann. „Við
fengum heimsókn frá íslenskum sjómönnum af frysti-
togaranum Vigra og við reyndum að gera allt eins
íslenskt og við gátum. Sungum ættjarðarsöngva,
blönduðum kúbönsku malti við kúbanskt appelsín og
náðum nokkurn veginn fram íslenska bragðinu, og svo
urðum við Íslendingafullir eins og maður segir. Þetta
heppnaðist mjög vel,“ segir Erpur og hlær.
Sá framtíðina hjá santeria-nornum
Á Kúbu er algengt að fólk aðhyllist dulspekitrú sem
heitir santeria og þau eru í raun stærstu trúarbrögð
eyjunnar þótt margir vilji meina að þar eigi kaþólskan
að ráða ríkjum. „Þegar þrælarnir voru fluttir frá Afríku
til eyjanna í Karíbahafinu fylgdi þeim þeirra forna
fjölgyðistrú en til þess að geta stundað hana áfram
földu þeir hana í dýrlingakerfi kaþólikkanna. Svo
þegar þrælaeigendurnir héldu að þrælarnir væru að
biðja til dýrlinga þá voru þeir í raun að tilbiðja sína
gömlu guði,“ útskýrir Erpur. „Þetta guðakerfi þeirra er
mjög flókið og langsótt að skilja enda mjög margir
guðir sem hægt er að tilbiðja. Hver og einn guð er t.d
táknaður með ákveðnum litum og stendur fyrir mjög
ákveðna hluti. Ég var ekki búinn að vera lengi á Kúbu
þegar vinur minn fór með mig á eina slíka samkomu.
Við tókum strætó saman í eitthvað allt annað hverfi
en á leiðinni komum við við í búð og keyptum romm
og tóbak, en hvort tveggja skiptir miklu máli í
seremóníunni. Þegar við komum á staðinn sat fólk í
hring og það voru tvö altari á staðnum. Öðru megin
við annað altarið sat svört kona og við hlið hennar hvít
dúkka, hinum megin við altarið var svo hvít kona með
svarta dúkku sér við hlið. Altarið var svona sambland
af kaþólsku altari og þessu santeria-dóti. Þegar við
mættum þarna inn þá reyndi ég bara að gera allt eins
og vinur minn gerði: Við byrjuðum á að þvo okkur um
andlitið og hendurnar í mundlaug sem var full af jurt-
um. Svo gengum við að altarinu og nudduðum hend-
urnar aftur með sérstökum vökva sem maður varð svo
að hrista af höndunum þannig að hann skvettist á
kertin á altarinu með þeim afleiðingum að það bloss-
aði og frussaði af þeim. Þegar þetta var búið fengum
við okkur svo sæti með hinum í hringnum og hlustuð-
um á nornirnar, eða brujas eins og þær kallast á Kúbu,
sem spáðu fyrir okkur ef svo mætti segja, eða töluðu
um fortíð, framtíð og nútíð.“
Nánast drukknaður á
dásamlegri strönd
Eftir rúmlega einn og hálfan mán-
uð í afslöppun á Havana lögðu
ferðafélagarnir svo í leiðangurinn
mikla niður Mið-Ameríku.
„Við fórum með svokölluðum
kjúklingastrætóum, eða Chicken
Buses, sem leið lá í gegnum Mexíkó,
Gvatemala, Belís, Hondúras, Ník-
aragva, Kosta Ríka og
P a n a m a .
Aldrei á ævinni hef ég séð jafn mikla fátækt og í þess-
um löndum. Þeir sem tala hátt um fátæktina á Kúbu
ættu að sjá hvernig þetta er í Mið-Ameríku, þar sem
liðið étur drasl upp af götunni og kann hvorki að lesa
né skrifa. Betlarar taka allt sem maður réttir að þeim
en eru ekki með kröfur eins og á Kúbu þar sem þeir
taka bara við dollurum. Við stoppuðum mislengi í
hverju landi fyrir sig, það valt bara á því hvað okkur
fannst spennandi hverju sinni og hvort þar væri að
finna kúbanskt romm. Lengst af vorum við í Níkar-
agva, Kosta Ríka og á Panama en þar endaði ég næst-
um því lífdaga mína.
Við Matti ásamt fleira fólki fórum þarna niður á
rosalega fallega afskekkta strönd þar sem voru engir
lífverðir eða neitt og eðlilega skellir maður sér í sjóinn.
Ég hef alltaf verið mjög vel syndur og hef þess vegna
aldrei skilið þetta dæmi með strauma og hvers vegna
allir geta drukknað á Íbíza. Auk þess var ég búinn að
læra að kafa niður á tuttugu metra meðan ég var á
Kúbu. Svo ég fór beint út í stærstu öldurnar sem
gengu yfir mig aftur og aftur og negldu mér síðan
djúpt niður og þó ég hafi haft mig allan við að synda
upp þá var ég rétt búin að ná andanum þegar næsta
skall og brotnaði á mér. Á endanum var ég ekkert í
neitt sérstaklega góðum fílíng lengur. Var bara á kafi
og sá ekkert nema loftbólur. Þegar ég reyndi síðan að
synda undan öldunum þá drógu þær mig alltaf til baka
svo ég komst ekkert áfram og var orðinn alveg mátt-
farinn. Ekkert virkaði! Mér fannst ég alveg fastur og
hélt loks að ég væri bara að fara að deyja en þá laust
hugsun ofan í kollinn á mér: Ég ætla fjandakornið
ekki að fara að drepast í sjó eins og selur eða túristi á
Flórida! Ég ætla að deyja í byltingunni! Og svo tók ég
alla þá orku sem ég átti eftir og reyndi að synda á ská
í land. Baráttan við sjóinn var gífurlega langdregin og
virtist vera tilgangslaus en þó var ekkert tilgangslaus-
ara en að drukkna eins og gullfiskur. Þegar ég fann að
ég var kominn einum metra nær landinu vissi ég að
það gat reiknast sem árangur. Ég efldist við þetta og
hamaðist og hamaðist með öllum vöðvum líkamans
þar til mér tókst að klóra mig út úr mesta straumnum
og svamla svo í land. Þegar ég náði ströndinni drapst
ég í sandinum og haggaðist ekki í tvo tíma. Ég get
með góðri samvisku sagt að þetta var minn mesti lífs-
háski til þessa,“ segir Erpur, augljóslega feginn að hafa
lifað martröðina af.
Skjaldbökueggjaógleði, malaría og ofsjónir
Ferðalangar á framandi slóðum þurfa oft að leggja sér
ýmislegt til munns sem ekki virkar neitt sérlega seðj-
andi eða gott en Erpur segist vera mikill áhugamaður
um undarlega fæðu. Á litlum veitingastað í Níkaragva
fékk hann sér skjaldbökuegg út á salatið sitt. „Já, þetta
var gott grín. Ég elska að éta fáránlegan mat og hef
smakkað ýmislegt: kengúru, strútsegg, krókódílakjöt,
villisvín, snigla, froskalappir, kanínu, bjór ... dýrið sko,
grísaheila, elg og svo smellti ég þessu í mig og lét
fylgja tvö skot af vodka sem hjálpar oft gegn ógeði í
maga. Fyrst um sinn fann ég ekki fyrir neinum vand-
ræðum af þessum eggjum en um nóttina fer mig að
dreyma eitthvað rugl um að slurka í sig hálfþroskuð-
um afkvæmum krumpaðs skriðdýrs og það hafði ekki
góð áhrif á sálarlífið hjá mér svo að ég vaknaði og ældi
þessu öllu upp.“
Það eru ekki bara undarleg matvæli sem geta herj-
að á innviði túrista á framandi slóðum heldur eru
bleiknefjar einnig viðkvæmir fyrir alls konar
sjúkdómum eins og til dæmis malaríu og
fleiru. Erpur ætlaði sér ekki að fá neina sjúk-
dóma af þessu tagi þannig að hann lét bólusetja
sig á Íslandi til að verjast sjúkdómaflórunni sem
grasserar í Mið-Ameríku.
„Ég var bólusettur við öllum fjandanum. Fékk
örugglega sex eða sjö sprautur og leið virkilega eins
og Detlev í Dýragarðsbörnunum. Ofan í þetta átti ég
svo að jórtra malaríulyf á meðan ég var á þessum
slóðum. Lyfin voru ekki að hafa neitt góð áhrif á mig.
Þetta voru ofsalega vond lyf. Ég fékk sérstaklega vel
að kynnast því þegar við vorum staddir í Tíkal-
F2 14 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR
Byltingarsinni og
rommdrykkjumaður
1 Erpur skoðar riffla Celiu Sanchez, sem var kærastan hans
Fídels, og riffil Che Guevara. 2 Víkinga lét stóran rass ekki
stoppa sig frá því að sveifla sér á hiphop-hátíð í Havana. 3
Erpur og byltingarsinnaðir hiphop-unnendur í góðri stemn-
ingu. 4 Erpur á ströndinni þar sem hann var næstum því bú-
inn að deyja drottni sínum. Þessi mynd er tekin rétt fyrir svaðilförina ógurlegu. 5 Í
litlum bæ í Níkaragva kynntust Erpur og Matti ungum byltingarsinnum en báðir
heita þeir í höfuðið á frægum hetjum; Ernesto, eftir Ernesto „Che“ Guevara og Caes-
ar, eftir Caesar Sandino sem var einn helsti byltingarmaður Níkaragva. 6 Þó að ferðin um
Mið-Ameríku hafi reynst Erpi og ferðafélaganum Matta erfið lífsreynsla er ekki þar með sagt að þetta
hafi verið allt upp í móti. Hér slaka þeir á og baða sig í náttúrulind djúpt inni í frumskógum Gvatemala.
Það er óhætt
að segja að síðustu
átján mánuðir
hafi verið við-
burðaríkir í lífi
Erps Eyvindarsonar,
rappara og Kúbu-
aðdáanda Íslands
númer eitt. Hann
hélt til Havana í
fyrravor, þvældist
um Mið-Ameríku,
fór til Svíþjóðar
og endaði í Kaup-
mannahöfn þar sem
hann tók upp rapp-
plötu sem er
nýkomin út.
Margrét Hugrún
Gústavsdóttir fékk
að heyra ferðasögur
frá heitu löndunum.
Ljósmynd: Teitur Jónasson
5
4
3
1
2
6