Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 50
Tekjuskattur á Íslandi er almenntlægri en í löndunum í kringumokkur, samkvæmt niðurstöðumútreikninga á tekjuskatti í tíu
löndum í Evrópu.
Einstaklingur með eina milljón
króna í tekjur á mánuði greiðir lægri
tekjuskatta af launum sínum á Íslandi en
í nokkru öðru Norðurlandanna. Aðeins í
tveimur af löndunum tíu greiðir einstak-
lingur með eina milljón króna í tekjur
lægri skatt af launum sínum en hér, á
Bretlandi og á Írlandi.
Af tekjum upp á eina milljón á mán-
uði greiðir Íslendingurinn 39,16 prósent
í skatt, eða rúmar 391 þúsund krónur.
Hann fær því útborgað rúm 608 þúsund
af milljóninni.
Danir með hæsta hlutfall
hátekjuskatta
Dani með sömu laun fær um 120 þús-
und krónum minna útborgað en Íslend-
ingurinn, eða rúmar 491 þúsund krónur.
Hann greiðir því ríflega helming í skatt,
eða 50,88 prósent. Belgar eru þó nokk-
uð nálægt Dönum hvað varðar skatt-
lagningu hátekjufólks, því Belgi sem
þénar milljón á mánuði geiðir rúmlega
helming í skatt, eða um 505 þúsund.
Sá sem fær mest útborgað af milljón-
inni er Bretinn, sem fer heim með rúmar
707 þúsund krónur í vasanum og greið-
ir því 29,35 prósent í skatt.
Mismunurinn á þeim sem greiðir
minnst í skatt af milljóninni og þeim sem
greiðir mest, Bretanum og Dananum, er
því rúmar 215 þúsund krónur.
Háir skattar á lágtekjufólk á
Íslandi
Lágtekjumanneskja á Íslandi, með 100
þúsund krónur í laun á mánuði, greiðir
hlutfallslega meira í skatta en í flestöll-
um þeim löndum sem könnuð voru. Að-
eins Norðmenn, Finnar og Svíar greiða
hærra hlutfall af lágmarkslaunum en
Íslendingar.
Íslendingur greiðir tæpar 12 þúsund
krónur í skatt af 100 þúsund krónum,
Norðmenn greiða mest, eða 28 þúsund
og því 28 prósent. Danir innheimta
lægsta tekjuskattinn af lágtekjufólki af
öllum Norðurlöndunum eða 4,22 pró-
sent.
Bretar og Belgar innheimta enga
skatta af þeim sem eru með 100 þúsund
krónur í laun á mánuði. Hollendingar
og Frakkar taka um 1,7 prósent af þeim
launum og Írar 9,2 prósent.
Engar bætur reiknaðar inn
Taka skal fram að dæmin eru reiknuð án
þess að tillit sé tekið til bóta sem koma
til tekna á móti skattgreiðslum og fara
eftir aðstæðum hverju sinni. Hér er ein-
göngu reiknaður út tekjuskattur og út-
svar ásamt persónuafslætti á einstakling
miðað við skattareglur árið 2003 og
samkvæmt upplýsingum frá OECD.
Bætur á borð við barnabætur, leigubæt-
ur, vaxtabætur og viðlíka tekjutengdar
eða ótekjutengdar bætur eru því ekki
teknar með í myndina, en bætur eru afar
mismunandi eftir löndum. Þá eru ekki
reiknuð með ýmis launatengd gjöld á
borð við lífeyrissjóði, stéttarfélagsgjöld
og fleira.
F2 reiknaði út hve mikið færi í skatt
og útsvar í tíu löndum af fimm mishá-
um mánaðarlaunum, það er 100 þús-
undum, 250 þúsundum, 300 þúsund-
um, 500 þúsundum og einni milljón.
Löndin voru auk Norðurlandanna
fimm, Bretland, Belgía, Frakkland,
Holland og Írland.
Íslendingar með hve fæstu
skattþrepin
Tekjuskattsfyrirkomulagið í löndunum
er afar ólíkt. Frakkar, Norðmenn og
Finnar hafa engan persónuafslátt en
Finnar og Frakkar eru þess í stað með
hvað flestu skattþrepin í löndunum tíu.
Frakkar eru með sjö skattþrep og Finn-
ar fimm. Til samanburðar eru Íslend-
ingar með tvö og er hærra þrepið nefnt
hátekjuskattur hér á landi, en það er
fimm prósentustigum hærra skatthlut-
fall en lægra þrepið. Þá ber að geta þess
að lögfest hefur verið að fella niður há-
tekjuskatt á Íslandi í áföngum. Var hann
lækkaður í 4 prósent á þessu ári, árið
2005 verður hann 2 prósent og fellur
niður árið 2006. Öll lönd, að Írlandi
undanskildu, hafa fleiri skattþrep en Ís-
lendingar, en írska kerfið byggist á
tveimur þrepum eins og íslenska kerfið.
Ísland mun því árið 2006 verða eina
landið, af þeim tíu sem skoðuð voru,
með einungis eitt skattþrep.
Minni tekjujöfnun í íslenska kerf-
inu
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur
Alþýðusambands Íslands, segir að ís-
lenska skattkerfið sé að sumu leyti öðru-
vísi uppbyggt en í hinum löndunum níu.
„Þar eru fleiri skattþrep. Þetta þýðir að
lægri skattprósenta leggst á lægri tekjur
og kerfið er þannig nýtt til tekjujöfnun-
ar. Við höfum á móti jafnað tekjur með
hærri skattleysismörkum en víðast ann-
ars staðar en færri skattþrepum. Gallinn
við okkar kerfi er annars vegar að jaðar-
skattar þeirra sem eru með millitekjur
eða þar undir eru háir og hins vegar að
skattleysismörk hafa ekki haldið í við
launaþróun. Því hefur skattbyrði þeirra
tekjulægstu hækkað mest þegar kaup-
máttur eykst. Í dag höfum við tvö skatt-
þrep en búið er að lögfesta að afnema
annað þeirra. Við erum því að draga úr
tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins og
það tel ég miður,“ segir hann.
Skattkerfi til tekjujöfnunar
Ólafur Darri bendir á að skattkerfið sé
ein virkasta leiðin til þess að auka jöfnuð
í samfélaginu.
„Ein leið til þess að auka tekjujöfnun
er að fjölga skattþrepum líkt og í ná-
grannalöndunum. Til dæmis mætti
hugsa sér að einstaklingur greiddi 30
prósenta skatt á tekjur upp að 150 þús-
und krónum. Þannig er hægt að lækka
skattbyrði mest hjá lág- og millitekju-
hópum,“ segir hann.
Þegar hann er spurður hver helstu
rökin gegn því að fjölga þrepum væru,
svarar hann því til að þau snúi fyrst og
fremst að tæknilegum atriðum.“ Það er
helst óttinn við að margir lendi í eftirá-
greiddum skatti líkt og tíðkaðist fyrir
1988 sem hræðir menn frá því að fjölga
skattþrepum. Þetta eru að mínu viti ekki
stór vandamál og nágrannalöndin í raun
búin að leysa þau. Það þarf að huga sér-
staklega að þeim sem búa við mjög
sveiflukenndar tekjur og vinna hjá
mörgum vinnuveitendum en það er ekki
erfitt með nútímatölvutækni. Fjölþrepa-
skattkerfi ætti því að reynast einfalt og
sanngjarnt fyrir þorra almennings,“ seg-
ir Ólafur Darri.
„Þetta er því fyrst og fremst spurning
um pólitík og hvort vilji sé fyrir því að
nýta skattkerfið til aukinnar tekjujöfn-
unar,“ segir hann.
Tekjuskattur lægri á Íslandi
Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur
BSRB, er á sama máli og Ólafur Darri
varðandi hlutverk skattkerfisins til
tekjujöfnunar.
„Í töflunum sem F2 vísar til kemur
fram að skattkerfið er margslungið og
víðast hvar er rík tilhneiging til þess að
beita skattkerfinu til tekjujöfnunar. Til
þess að fá heildstæða mynd af tekjujöfn-
un í skattkerfi mismunandi landa og
Hátekjufólk á Íslandi
greiðir lægri skatta
og lágtekjufólk hærri
skatta en almennt
tíðkast í löndunum í
kringum okkur. Flest
önnur skattkerfi en
hið íslenska byggja á
þrepakerfi þar sem
skattar fara stigvax-
andi eftir tekjum.
Sigríður D. Auðuns-
dóttir komst að því
að önnur lönd nýta
skattkerfi sín enn frek-
ar en Íslendingar til
þess að jafna tekjur.
Katrín Ólafsdóttir: „Íslenska skattkerfið
kemur ágætlega út varðandi tekjudreif-
ingu miðað við hin löndin níu. Ekki má
ganga svo langt að skattkerfið letji fólk
til vinnu.“
F2 16 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR
Skattaparadís hátekjufólks
Hildigunnur Ólafsdóttir: „Skattheimta á
Íslandi er minni en almennt tíðkast í
löndunum í kringum okkur. Þá vaknar sú
spurning hvort við höfum efni á al-
mennum skattalækkunum.“
Ólafur Darri Andrason: „Ein leið til þess
að auka tekjujöfnun sé að fjölga skatt-
þrepum líkt og í nágrannalöndunum og
lækka þannig skattbyrði mest hjá lág-
og millitekjuhópum.“
Skattlagning á tekjur einstaklinga hér
á landi er undir meðaltali OECD-
ríkjanna. Það má annars vegar rekja til
mun hærri skattleysismarka hér á landi
en í flestum öðrum OECD-ríkjum.
Eins stafar það af því að launafólk
greiðir ekki tryggingargjald hér á landi
líkt og víðast hvar annars staðar.
Tekjuskattsálagning á einstaklinga
gegnir mikilvægu hlutverki til tekju-
jöfnunar milli einstakra tekjuhópa og
til almennrar sveiflujöfnunar, bæði
hvað varðar ráðstöfunartekjur einstak-
linga og eins í þjóðhagslegu tilliti til
þess að hamla gegn of miklum sveifl-
um í efnahagslífinu, jafnt niður á við
sem upp á við.
Tekjujöfnunaráhrifin birtast eink-
um í samspili persónuafsláttar og
skatthlutfalls en það stýrir því hversu
hátt hlutfall af tekjum viðkomandi
einstaklings fer til greiðslu tekjuskatts.
Vegna þess hve persónuafsláttur er til-
tölulega hár hér á landi kemur ekki til
greiðslu tekjuskatts fyrr en skattleysis-
mörkum er náð. Þrátt fyrir að einstak-
lingar greiði síðan skatt eftir að þess-
um mörkum er náð er heildarskatt-
greiðsla lág í upphafi en fer stighækk-
andi eftir því sem tekjurnar aukast.
Meðal helstu kosta fjölþrepakerfis
eru að það gefur færi á ódýrari útfærslu
til tekjujöfnunar en núgildandi kerfi
og auðveldar breytingar á jaðaráhrif-
um einstakra tekjuhópa. Jafnframt
gefur það möguleika á að draga úr
tekjutengingu bóta og færa þá tekju-
jöfnun inn í skattkerfið.
Helstu gallar fjölþrepatekjuskatts
eru hins vegar flóknari skattfram-
kvæmd, meðal annars með tilliti til
breytilegs fjölda vinnuveitenda, minni
sveigjanleiki til að mæta tekjusveiflum,
meiri breytingar í eftiráuppgjöri og
erfiðara skatteftirlit.
Uppbygging núgildandi tekju-
skattskerfis, einkum há skattleysis-
mörk, torveldar hins vegar upptöku
fjölþrepatekjuskatts nema til komi
veruleg röskun á skattbyrði einstakra
tekjuhópa og/eða verulegt tekjutap hjá
ríkissjóði og sveitarfélögum. Þetta sést
vel með samanburði við önnur lönd
þar sem saman fara fleiri skattþrep og
mun lægri skattleysismörk en hér á
landi.
Úr skýrslu nefndar fjármálaráðherra um fjölþrepatekjuskatt frá 2003
Skattlagning á Íslandi undir meðallagi OECD ríkja
Mörk efsta Hæsta Fjöldi
þreps (á mán.) skatthlutfall þrepa
Belgía 208,000 57,00 5
Danmörk 278,000 59,50 3
Finnland 385,000 53,03 6
Frakkland 271,000 48,09 7
Ísland 341,000 43,55 2 (1)
Írland 195,000 42,00 2
Holland 345,000 52,00 4
Noregur 750,000 47,50 3
Svíþjóð 338,000 57,00 3
Bretland 260,000 40,00 3