Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 51
Finland Ísland Svíþjóð Noregur Frakkland Danmörk Bretland Holland Belgía Írland bera þau saman þarf að skoða allt milli- færslukerfið og samspil þess við skatt- ana, það er að segja barnabætur, vaxta- og húsaleigubætur og stuðning við námsmenn svo dæmi séu nefnd,“ segir Hildigunnur. Hún bendir á að BSRB hefur lagt til að íslenska skattkerfið verði endurskoð- að heildstætt. „Við höfum jafnframt lagt fram stefnumótandi hugmyndir þar að lútandi. Í því sambandi höfum við lagt áherslu á að færa skattlagningu til án þess þó að draga úr tekjum ríkissjóðs,“ segir Hildigunnur. Hún segir að samkvæmt töflunum er skattheimtan á Íslandi minni en al- mennt tíðkast í löndunum í kring um okkur. „Þá vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort við höfum efni á al- mennum skattalækkunum. Það er að sjálfsögðu samhengi á milli tekna og greiðslugetu. Niðurskurður í sköttum mun leiða til skerðingar í velferðarþjón- ustunni og hugsanlega verða þess vald- andi að notendagjöld verði aukin og hækkuð. Við þessu vörum við enda mun skert samfélagsþjónusta og aukin gjald- taka innan hennar bitna harðast á á þeim sem hafa minnstar tekjur. Skatta- lækkanir geta því leitt til aukins misrétt- is í þjóðfélaginu,“ segir hún. Gott jafnvægi í íslenska kerfinu Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og aðjunkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að tilhneigingin hafi verið sú að fækka skattþrepum og hafa kerfið sem gagnsæast svo auðvelt sé að skilja það. Það geri kerfið jafnframt auð- velt og ódýrt í notkun. „Tekjuskattur er fyrst og fremst tekjuöflun fyrir ríkið en jafnframt ein leið til tekjujöfnunar. Hægt er að jafna tekjur með persónuafslætti, líkt og gert er á Íslandi, en einnig með því að hafa mörg skattþrep,“ segir Katrín. Hún segir að íslenska skattkerfið komi ágætlega út varðandi tekjudreif- ingu miðað við hin löndin níu. „Dan- mörk og Belgía eru reyndar með meiri dreifingu en ekki má þó ganga svo langt að skattkerfið letji fólk til vinnu. Íslend- ingar halda eftir 60 prósentum af laun- um sínum en Danir halda eftir 40 pró- sentum af launum í hæsta skattþrepi. Það er mikilvægt að jafnvægi sé á þessu og mér sýnist okkur takast það ágætlega. Við erum í heildina séð nokkuð vel stödd með tekjuskattkerfi okkar,“ segir Katrín. Hátekjuskattur á bilinu 42 til 60 prósent Skattur ásamt útsvari á hæstu skattþrep- unum er á bilinu 42 til 60 prósent. Ís- lendingar greiða um 43,55 prósent af launum í hátekjuskattflokki. Einungis Írar og Bretar greiða lægra skatthlutfall, eða 42 og 40 prósent. í Danmörku er hlutfallið nálægt 60 prósentum en í Belgíu er það 57 prósent og álíka í Svíþjóð. Finnar greiða rúm 53 prósent af hlutfalli launa í hæsta skatt- þrepi, Frakkar 48,1 prósent, Norðmenn greiða 47,5 prósent og Hollendingar 52 prósent. Mörk efsta skattþreps allt að 750 þúsundum Afar mismunandi er hver mörkin eru við efsta skattþrepið í löndunum tíu. Írar eru með markið lægst, en þeir eru eins og Íslendingar einungis með tvö skattþrep. Mörkin á hátekjuskattinum á Írlandi eru tæpar tvær og hálf milljón í árslaun og því borga Írar hátekjuskatt af öllum launum umfram 200 þúsund á mánuði. Írar greiða því 42 prósenta skatt af öllum launum umfram 200 þúsund krónur á mánuði. Til samanburðar greiða Íslendingar hátekjuskatt af öllum launum umfram 340 þúsund, þrátt fyrir að vera aðeins með tvö skattþrep líkt og Írar. Efsta skattþrepið í Noregi miðast við tæpar níu milljónir í árslaun, eða um 750 þúsund krónur á mánuði. Efsta skatt- þrep Dana miðast við um 3,3 milljónir á ári, eða 275 þúsund krónur á mánuði. Þrír fimmtu af öllum launum umfram það fara því í skatt hjá Dönum. Mánaðarlaun Útborguð mánaðarlaun Hlutfall skatta af launum 100.000 88.275 11,73% 300.000 211.175 29,61% 1.000.000 608.364 39,16% 100.000 95.782 4,22% 300.000 209.752 30,08% 1.000.000 491.152 50,88% 100.000 72.000 28% 300.000 216.000 28% 1.000.000 589.538 41,05% 100.000 77.695 22,31% 300.000 200.360 33,21% 1.000.000 509.187 49,08% 100.000 100.000 0% 300.000 283.969 5,34% 1.000.000 706.530 29,35% 100.000 90.797 9,20% 300.000 228.554 23,82% 1.000.000 634.554 35,54% 100.000 98.329 1,67% 300.000 225.568 24,81% 1.000.000 591.157 40,88% 100.000 79.859 20,14% 300.000 183.393 38,87% 1.000.000 532.957 46,70% 100.000 100.000 0,00% 300.000 193.643 35,45% 1.000.000 494.646 50,54% 100.000 98.302 1,70% 300.000 251.534 16,16% 1.000.000 592.676 40,73% F217FIMMTUDAGUR 9. desember 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.