Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 52

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 52
Það er alltaf jafn skrýtið að sjá radd-irnar á bak við útvarpið í eiginpersónu, þær hafa eins og persón- ur í skáldsögu fengið einhverja ímynd, sem þegar á hólminn er komið reynist vera allt önnur. Marteinn Breki Helga- son er snyrtilega klæddur eins og hann sé frekar starfsmaður í bankafyrirtæki en umsjónarmaður menningarþáttar, en Eiríkur Guðmundsson gæti þess vegna verið á leiðinni að spila á rokktónleik- um, íklæddur leðurbuxum og Adidas Special-skóm. Kannski er það vegna þess hve ólíkir þeir eru að viðfangsefnin í þættinum eru jafn fjölbreytt. „Við erum ótrúlega hrokafullir og erum ekkert að hugsa um hvað fólkið vill heyra,“ segir Eiríkur og bætir við að þeir hafi sínar ástæður fyrir því. „Ef við höfum ástríðu fyrir einhverju eða höfum hrifist eða heyrt af einhverju sem eykur hjá okkur áhuga, þá á það erindi inn í þáttinn. Ástríðan smitar út frá sér til hlustenda. Stundum göngum við mjög nálægt okkur og erum að fjalla um mál sem eru okkur mjög hugleikin. Útvarpið er mjög hentugur miðill fyrir þetta, því ástríða okkar kemst vel til skila í gegn- um það.“ Marteinn Breki er hinn aðalstjórn- andi þáttarins. Hann kom til liðs við þáttinn fyrir rúmum tveimur árum en Eiríkur kom fyrst að þættinum fyrir sjö árum, þegar hann var í umsjá Ævars Kjartanssonar, en hefur nú verið einn aðalstjórnenda Víðsjár í rúm fjögur ár. Þeir segjast ekki vera algjörir menn- ingarvitar sem reyni í sífellu að troða sínum áhugamálum upp á hlustendur. „Við höfum kannski ekki skoðanir á öllu, en ef þáttur eins og Víðsjá er karakterlaus og hefur ekkert viðhorf, þá er hann haldlaus. Auðvitað matreiðum við listviðburði líka ofan í fólk, en Víð- sjá er daglegur þáttur og það gerir þá kröfu að við séum á vettvangi dagsins, að við bregðumst við hinu og þessu. Menn- ingin er einfaldlega víðari en svo að hana sé eingöngu að finna í Listasafni Ís- lands,“ segir Eiríkur. Er til hefðbundinn Rás 1 þáttur? Tónlist Víðsjár spannar mjög vítt svið, allt frá klassískri tónlist til Beastie Boys og Rottweilerhundanna sem í fljótu bragði virðist ekki samræma hug- myndum almennings um Rás 1, sem á í hugum margra að vera eina stöðin sem spilar klassíska tónlist. Víðsjá fjallar því jafn mikið um Mozart og Aphex Twin, Halldór Laxness og hið löngu látna skáld Dylan Thomas. En þeir félagar gefa ekki mikið út á það að þeir séu með einhvern óhefð- bundinn Rásar 1 þátt. „Við hugsum ekki um hvort við séum að tala við eldri borgara eða unglinga. Ef við færum að hugsa á þann hátt færi allt í vitleysu. En ég get ekki neitað því að Rás 1 hefur þann stimpil að hún sé gamla Gufan fyrir gamla fólkið en við spáum sem minnst í það. Þessi stöð er enginn bún- aðarbálkur,“ segir Marteinn. Eiríkur bætir því við að Rás 1 sé þó mjög hefðbundin stofnun með mjög sterkar hefðir. „Þegar ég byrjaði hérna fyrir sjö árum tíðkaðist ekki hjá dag- skrárgerðarmanni að segja „ég“ eða „mér finnst“. Það hefur vissulega sína kosti og galla að umhverfið sé svona formlegt.“ Eiríkur bætir því við að fordómar gagn- vart Rás 1 séu oft frá þeim komnir sem ekki hlusti á stöðina „ Það eru alltaf ein- hverjir sem halda að á Rás 1 sé ekki búið að uppgötva Elvis Presley.“ Marteinn tekur undir þessi orð og bætir því við að innan Rásar 1 sé mjög mikið frelsi. Eiríkur bætir um betur og segir Rás 1 vera einu frjálsu út- varpsstöðina. „Við getum leyft okkur ýmislegt þó við gætum þess að efnið sé innan vel- sæmismarka. Við erum hins vegar ekki bundnir af einhverjum kostnað- araðilum sem vilja kaupa inn dagskrár- liði og erum þar af leiðandi eina frjálsa útvarpsstöðin.“ Myndlist í út- varpi Víðsjá fjallar um myndlist í sínum þátt- um og í fljótu bragði virðist það mjög erfitt að miðla myndlist til hlust- enda, sem þá verða að hlusta á lýsingar útvarpsmanna á málverkum. En þó að þetta sé útvarpsþáttur segir Eiríkur það eitt og sér ekki hamla umfjöllun um hana. „ Þó að það sé kannski súrrealískt að standa fyrir framan málverk og reyna að miðla því til hlustenda, þá hefur sum- um dagskárgerðarmönnum tekist að ná góðum tökum á því. Það er mjög auð- veldlega hægt að tala um hugmyndir í kringum myndlistarmenn og hug- myndafræði í myndlist. Hún er hluti af samtímanum og í samræmi við hann. Við eigum því mjög auðvelt með að fjalla um þá hugmyndafræði sem mynd- listarmenn eru að taka fyrir,“ segir Eirík- ur. „Það er allt hægt í útvarpi.“ Ástfangnir af miðlinum Það er augljóst að þeir eru mjög hrifnir af þessum miðli, útvarpinu. „Þetta er svo persónulegur miðill og hann gefur mikið tækifæri til þess að ná sambandi við hlustendur, ólíkt kannski sjónvarpinu,“ segir Marteinn og bætir því við að sjón- varpið sé miklu vandmeðfarnari miðill. Eiríkur tekur undir þessi orð og bætir því við að sjónvarpið sé þungt í vöfum, ólíkt útvarpinu sem sé snarara í snún- ingum. „Útvarpið er miklu meira heillandi miðill, það nær þessum hug- hrifum og skilur þar af leiðandi meira eftir í hugum þeirra sem hlusta.“ Og þó að framboð á menningu sé óvenjumikið í dag segja þeir að þáttur eins og Víðsjá fari ekki eftir menningar- framboði hverju sinni og það er ekki laust við að þeir hlakki til að jólunum verði lokið. „Viðsjá fer eftir því stuði sem við erum í og við fáum ef til vill miklu fleiri tækifæri til þess að kynna okkur eitthvert málefni og rannsaka það vel þegar jólin eru búin,“ segir Marteinn og Eiríkur tekur undir þau orð. „Við fáum að opna einhverja nýja glugga. Þátturinn á fyrst og fremst að skemmta og fræða okkur og öðrum. Ef við getum kveikt áhuga hjá einhverjum er tak- markinu og tilganginum náð. Við erum ekkert alvitrir, við viljum bara geta kveikt í fólki einhvern neista.“ Marklaus samkvæmisleikur Tilnefningar til bókmenntaverðlaunana voru tilkynnt á sunnudaginn og eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim eins og öðr- um tilnefningum. Marteinn og Eiríkur höfðu að sjálfsögðu myndað sér sína skoðun á þeim. „Ein stjarna af fimm mögulegum,“ segir Marteinn og Eiríkur tekur undir þann dóm. „Nefndarmenn hafa dottið í þann pytt að þykjast vera víðsýnir og hipp, gefnir fyrir fjölbreyttni en runnið á íhaldssaman rass. Það var eins og verið væri að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir hann og bætir því við að hann sakni Braga Ólafssonar, Steinars Braga og Guðbergs Bergssonar. „Höf- undarnir á listanum eru allir góðra gjalda verðir, en listinn sem slíkur er slappur, ekki vegna fólksins sem er á list- anum heldur vegna þeirra sem eru ekki á listanum,“ segir Eiríkur. „Íslensku bók- menntaverðlaunin eru markalaus sam- kvæmisleikur og full bragðdauft partí fyrir minn smekk. Bókaútgefendur þurfa að spýta í lófana ef þeir vilja ekki mála þetta dæmi algerlega út í horn.“ ● F2 18 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR „Við erum ótrúlega hrokafullir“ Marteinn Breki Helgason „Fæddur: 20.ágúst 1973 Menntun: MA-próf í bókmenntafræði Bókin á náttborðinu: Hugsjónardruslan eftir Eirík Örn Norðdahl Diskurinn í spilaranum: To the 5 Boroughs með Beastie Boys Eiríkur Guðmundsson „Fæddur: 28. september 1969 Menntun: MA-próf í íslenskum bókmenntum Bókin á náttborðinu: Ævisaga Héðins Valdimarssonar eftir Matthías Viðar Sæmundsson Diskurinn í spilaranum: Scott 4 með Scott Walker FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. „Klukkan er þrjár mínútur gengin í sex, nú hefst Víðsjá. Umsjónar- menn eru Eíríkur Guðmundsson og Marteinn Breki Helgason.“ Það er ekki of- sögum sagt að þátturinn Víðsjá veki athygli á hverjum degi. Þáttastjórnend- urnir tveir virðast hafa skoðanir á öllu og í þeirra huga er menn- ingin er „víðari en svo að hana sé eingöngu að finna í Listasafni Íslands“. Freyr Gígja Gunnarsson hitti raddirnar á bakvið Víðsjá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.