Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 53
Það er ljóst að það tilheyrir lönguliðnum tíma að hver fjölskyldaláti sér nægja sjónvarp í stof-unni og útvarpstæki í eldhús-
inu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum
frá hagstofu Íslands eyðir meðalheimili
um áttatíu og átta þúsund krónum á ári
í sjónvörp, tölvur og myndbönd, og hef-
ur sú tala verið á uppleið undanfarin ár.
Gestur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri Elko, segir Íslendinga vera mjög
snögga að tileinka og kaupa sér nýja
tækni. „Sennilega með þeim fyrstu í
heiminum,“ segir hann og bendir á að í
þessu samhengi muni sjálfsagt mest um
öra þróun í far-
símatækninni hér
á landi. „Í stað þess
að vera eingöngu
fjarskiptatæki eru
símar í dag orðnar
að tölvum og
myndavélum.“ Og
Gestur segir að Íslendingar séu mjög
duglegir við að endurnýja símana sína.
Kristinn Snorri, sem er starfsmaður
hjá annarri vinsælli raftækjaverslun,
Expert, tekur undir með Gesti.
„Íslendingar eru tækjaóð þjóð,“ segir
Kristinn í léttum dúr. „Kynslóðin sem er
um þrítugt er mjög tæknilega
sinnuð. Hún á fartölvu, er með
þráðlaust net og á fullkomna
síma.“
Hvað varðar vinsælustu tækin
virðast mp3-spilararnir vinsælastir
hjá ungu kynslóðinni en að sögn
Kristins er það þó langt í frá bara
unga fólkið sem er að taka upp stafræna
tækni því fólk á öllum aldri er almennt
að tæknivæðast af meiri móð en áður
hefur þekkst. „Já, eldri kynslóðin er líka
dugleg að kaupa sér tæki, þó hún séu ef
til vill ekki að nota þau öll á réttan hátt,“
segir Kristinn og hlær.
Að sögn Kristins er það
þó ákveðin gerð af tækjum
sem sker sig úr hvað varðar
vinsældir og það eru staf-
rænar myndavélar sem hafa
náð mjög mikilli útbreiðslu.
„Þrátt fyrir öll þau tæki
sem er að finna á heimilum
er litla stafræna myndavélin
það sem fólk kann að nýta
sér enda er þetta mjög
þægileg tækni. Myndavél-
arnar eru að verða minni og
minni og upplausnin betri,“
segir hann.
Og ekki er það verra að
þjónustunni við þá sem eiga
stafrænar myndavélar fer
líka stöðugt fram. Nú er til dæmis hægt
að nálgast forritið Fotowire (er til bæði
fyrir PC tölvur og Macintosh) hjá flest-
um framköllunarstofum.
Með það að vopni er hægt
að senda stafrænu mynd-
irnar með heimilistölvunni
um netið og láta prenta
myndirnar út á ljósmynda-
pappír. Gamaldags
myndaalbúmin þurfa því
aldeilis ekki að vera úr
sögunni.
Hvað varðar önnur
tæki segir Kristinn að síð-
asta ár hafi verið algjör
sprengja í heimabíóum og
að þau hafi ekki náð við-
líka flugi á þessu ári.Nú
eru það mp3-spilararnir
sem eru tæki dagsins.
Hvaða algjörlega ómissandi tæki lítur
dagsins ljós á næsta ári á svo eftir að
koma í ljós. ●
Bond deyr ekki tækjalaus
Tækni-
undur
Virka þau í alvörunni?
Undanfarin sunnudagskvöld hef-ur Skjár einn sýnt gömlu JamesBond-myndirnar þar sem þeir
Sean Connery, George Lazenby og
Roger Moore þeysast
heimsálfana á milli til
þess að lúskra á ill-
mennum sem ógna
stöðugleika heimsins.
Einn nánasti samstarfs-
maður Bond er Q, sem
Desmond Llewellyn lék svo snilld-
arlega í rúma þrjá áratugi en John Cle-
ese hefur nú leyst hann af hólmi. Q
var óendanleg uppspretta margvíslegra
tækja sem Bond nýtti sér á misjafnlega
skynsaman hátt. En var
eitthvert vit í þess-
um tækjum?
Röntgengleraugun
The World Is not Enough (1995)
Bond nýtti sér þessi gleraugu til þess
að geta séð hvort andstæðingar hans
væru vopnaðir og líka til þess að skoða
nærföt kvenna. Vísindamenn segja að
nánast ómögulegt sé að færa röntgen-
tæknina yfir á lítil gleraugu. Hins veg-
ar er hægt að nota nætursjónauka á
upptökuvél í dagsbirtu, sem á víst að
gera það sama...
Neðansjávaröndunartæki á
stærð við penna
Thunderball (1965)
Í kvikmyndinni Thunderball gaf Q
Bond neðarsjávaröndunartæki sem var
á stærð við
penna. Með
því átti Bond
að geta verið í
kafi í allt að
fjórar mínútur.
Þetta tæki bjargaði honum úr lífsháska
eftir bardaga neðansjávar. Þrátt fyrir
góða tilraun er ólíklegt að þetta tæki
geti einhvern tíman orðið að veruleika.
Minnsta kafaratækið er með hálfum
lítra af lofti og er á stærð við drykkjar-
könnu. Það endist í tvær mínútur.
Flugbúnaður
Thunderball (1965)
Í sömu kvikmynd kemur einnig
fyrir búnaður sem Bond festir á sig og
flýgur burt, yfir í Aston Martin-bílinn
sinn sem bíður eftir honum. Búnaður-
inn er ekki stærri en svo að hann
kemst fyrir í skottinu. Þessi búnaður er
nú þekktur í dag, og var meðal annars
notaður við setningarathöfn ÓL í Los
Angeles 1984. Í dag getur þessi bún-
aður farið upp í níu metra og náð sext-
án km hraða. Hann getur þó einungis
haldið manneskju á lofti í 30 sekúnd-
ur.
F219FIMMTUDAGUR 9. desember 2004
Q
Tækjaóðir Íslendingar
mp3-spilarar og stafrænar myndavélar vinsælastar