Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 56

Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 56
F2 22 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Hvaða matar gætir þú síst verið án? Fisks því mér finnst hann svo góður. Það er alveg sama hvort hann er soð- inn, steiktur eða bara hvernig sem er. Hann má þó alls ekki vera siginn eða úldinn. Finnst þér einhver matur vond- ur? Já, ég borða ekki heila, hrútspunga, hjörtu og kynfæri. Fyrsta minningin um mat? Söltuð murta úr Þingvallavatni. Ég átti heima þarna í nágrenninu þegar ég var lítill og fólk lifði á því sem kom úr vatninu. Mér fannst afar slæmt að ekki væri hægt að veiða kindur í net svo maður fengi nú kjöt annað slagið. Besta máltíð sem þú hef- ur fengið? Ég hef fengið svo margan góðan bitann um dagana. Mér líður þó aldrei úr minni þegar ég var að koma úr reiðtúr frá Heklu í aftakaveðri. Þar var mér boðið til stofu á efsta bænum undir Heklurót- um og var boðið upp á íslenskt mat- arhlaðborð. Þetta er fæði sem Krist- ján Jóhannsson hefði ekki fúlsað við. Þó það séu um tíu ár síðan þetta var verð ég að viðurkenna að þetta er besta veisluborð sem ég hef verið leiddur að. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Ég veit það ekki. Mér finnst óskap- lega gott að fá mér grænt te. Mér líð- ur vel af því. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk í ísskápnum mínum og matarleifar sem eru ívið of gamlar til að borða. Vísir að forn- matarsafni. Því miður er ís- skápurinn hjá mér ekki eins og hann ætti að vera. Ég er svodd- an átvagl að ef ísskápur- inn væri alltaf fullur af kræsingum þá væri ég 200 kíló. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Humm ... ef það væru góð fiskimið í kringum eyðieyjuna þá myndi ég taka með mér flösku af tabaskósósu. Matgæðingurinn Þráinn Bertelsson Vildi að kindur væru veiddar í net Lykill að Hótel Örk FRÁBÆR JÓLAGJÖF Innifalið i lyklum: Gisting fyrir 2, morgunverður af hlaðborði og þrírétta kvöldverður hússins. Tilvalin gjöf handa: Starfsmönnum - Eiginkonunni -Eiginmanninum Kærustunni - Kærastanum - Ömmu og afa Frænku - Frænda - Vinum Lyklar frá 13.800,- krónum Nánari upplýsingar á www.hotel-ork.is Jólalyklar afhendast í fallegum jólagjafapoka Gjafalyklar eru til sölu á Hótel Örk í síma 483 4700 og á Hótel Cabin, Borgartúni 32 Reykjavík, í síma 511 6030 Hvar er staðurinn? Café Milanó, Faxafeni 11, 108 Reykjavík. Hvernig er stemmningin? Heimilislegt andrúmsloft og notaleg stemmning lýsa Café Milanó ákaflega vel. Staðurinn hefur verið rekinn af sömu fjölskyldunni frá upphafi eða síð- astliðin fjórtán ár. Staðurinn hefur ætíð átt sinn trygga kúnnahóp enda hefur fátt tekið stökkbreytingum þau ár sem hann hefur verið til. Café Milanó er mjög miðsvæðis og laðar að sér fjöl- breyttan kúnnahóp, allt frá miðbæjar- rottum upp í fínar frúr úr Grafarholt- inu. Staðurinn er líka vinsæll fundar- staður og þar eiga saumaklúbbar auð- velt með að fá sér kaffi saman enda hátt til lofts og vítt til veggja. Café Milanó er hlýlega innréttaður; þó að innrétting- arnar séu kannski ekkert rosalega „hipp og kúl“ þá koma þær ágætlega út. Í há- deginu er reykingabann milli tólf og hálf tvö. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af mat. Allt frá fullorðinslegu snittu- brauði upp í nútímaleg kjúklingasalöt og allt þar á milli. Þjónustan er lipur og manneskjuleg. Hvað er á matseðlinum? Ýmist brauðmeti eins og beyglur, rún- stykki og smurbrauð. Súpa dagsins er breytileg frá degi til dags. Hægt er að kaupa hana eina og sér en ef þú pant- ar þér rétt af matseðli dagsins fylgir hún með. Boðið er upp á fimm mis- munandi rétti á degi hverjum, tvo fiskrétti, einn pastarétt, ýmiss konar salöt með laxi, kjúklingi eða öðru fisk- eða kjötmeti. Á matseðli eru líka sam- lokur af ýmsu tagi. Mest seldi rétturinn? Pastað er alltaf jafnvinsælt og trónir það í fyrsta sæti. Þar á eftir kemur salat og fiskur dagsins. Hvað kostar máltíðin? Pastaréttur dagsins kostar 1.050 kr. og súpa og salat kosta 1.120 kr. Café Milanó Hlýr og heimilislegur Hróbjartur Árnason, forstöðu-maður framhaldsdeildar umfullorðinsfræðslu í Kennara-háskóla Íslands, bjó í Ísrael í þó nokkurn tíma og kynntist þar vel ísraelskri matargerð. „Það sem ein- kennir ísraelska matargerð er fyrst og fremst þessi sambræðingur á gömlu hefðunum úr gettóunum í Evrópu og svo Mið-Austurlandaeldhúsinu.“ Hann segir að þannig geti menn borðað fiskkássu sem hefur soðið í heil- an sólarhring, og er ættuð frá Varsjá, á sunnudegi, en næsta dag er svo hefð- bundinn Mið-Austurlandamatur, sem einkennist af fersku og soðnu grænmeti og baunum. „Til þess að ná fram ísra- elskri stemmningu þarf að útbúa marga litla rétti og fullt af alls konar græn- meti, fersku og súrsætu, ásamt fjöl- breyttu úrvali af ídýfum sem búnar eru til úr baunum, sesanlauki og jógúrt. Annað sem einkennir líka ísraelska matargerð er að pítubrauð er alltaf boð- ið með öllum réttum.“ Hróbjartur seg- ir kosher-hefðina vera mjög mikilvæga í gyðinglegri hefð. „Það má alls ekki blanda saman kjöti og mjólkurvörum. Hins vegar er vel hægt að gratinera fisk með osti.“ Uppskrift Jerúsalem-kjúklingur kanil kúmen kjúklingur, skorinn niður í bita möndlur Það á að krydda kjúklinginn með kanil og kúmen eftir smekk hvers og eins. Alls ekki of mikið en heldur ekki of lít- ið, því þetta á að vera bragðgóður rétt- ur. Svo er kjúklingurinn steiktur. Möndlunum er síðan bætt við seinna, svo að þær brenni ekki heldur nái að ristast eðlilega. Með þessu eru borin fram hrísgrjón sem saffrani er bætt út í. Jerúsalem-salat tómatar gúrkur möndlur Hummus ein dós af kjúklingabaunum einn og hálfur bolli af tahini einn bolli af sítrónusafa kúmen eitt hvítlauksrif Allt sett saman í blandara og maukað saman. Meðlæti: Það er nauðsynlegt að bera fram súrar gúrkur með hummusinum. Rakatúí (mauk) eggaldin súkkini paprika tómatur laukur Brytjað niður í smáa bita og soðið í klukkutíma og stappað saman. Ávaxtasalat epli appelsínur mandarínur döðlur fíkjur möndlur appelsínusafi (slatti) Skorið niður og sett í skál og látið standa í dágóðan tíma þannig að döðl- urnar og fíkjurnar verði mjúkar. Möndlunum er síðan bætt ofan á. Hróbjartur Árnason, forstöðumaður. Sambræðingur hefða Gyðinglegt góðgæti Boomerang Bay Cabernet Shiraz frá Ástralíu, sem kom á markað fyrr á þessu ári, hefur náð þeim einstaka árangri á skömmum tíma að verða söluhæsta 75 cl vínið í Vínbúðum og seldust 2.842 flöskur af því í ÁTVR í nóvember. Rauðvínið Boomerang Bay Cabernet Shiraz kemur frá hin- um virta víngerðarmanni Grant Burge. Vínið er þægileg blan- da af þrúgunum cabernet og shiraz og á mjög hagstæðu verði - þau eru nú ekki mörg vínin frá Ástralíu sem fást fyrir minna en þúsund krónur. Nafnið dregur vínið af flóanum sem vínekrurn- ar standa við, Bjúgverpilsflóa, eins og hin skemmtilega útlegg- ing á Boomerang Bay er á okkar ástkæra ylhýra. Von er á fleiri tegundum af Boomerang Bay í Vínbúðir á komandi mánuðum að sögn innflutningsaðilans Rolfs Johansen & Company. Verð í Vínbúðum 990 kr. Boomerang Bay Söluhæsta vínið í Vínbúðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.