Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 57
Frapin er ein elsta koníaksfjölskyldaFrakklands og hefur framleitt kon-íak í 20 ættliði allar götur frá árinu
1270. Frægasti sonur ættarinnar er ef-
laust rithöfundurinn Francois Rabelais,
höfundur Gargantúa og Pantagrúls.
Frapin landareignin er í hjarta Cognac
og í miðju eignarinnar er ættaróðal
Frapin fjölskyldunnar, höllin Chateau
Font Pinot. Framleiðslan er alvöru
einnar ekru Grande Champagne kon-
íak enda Frapin þekkt fyrir að framleiða
einungis koníak úr sinni eigin uppskeru
fremur en að blanda saman koníaki
héðan og þaðan eins og algengt er. Sé
uppkera ekki viðunandi, að mati fjöl-
skyldunnar, er hún seld öðrum fram-
leiðendum koníaks. Frapin leggur mik-
ið upp úr að benda á gæði og leyfa fólki
að dæma sjálft eftir eigin höfði, t.d.
varðandi aldur á koníaki.
Hér á eftir eru upplýsingar um
flokkun á koníaki samkvæmt frönskum
lögum. Þetta eru þau skilyrði sem þarf
til að það megi fara á markað með þess-
um merkingum.
Samkvæmt lögum þarf VS að vera 2
1/2 árs gamalt. Frapin VS Luxe er 6
ára gamalt. Frapin VS Luxe er selt í
endurgerð af 16. aldar karöflu úr besta
fáanlega gleri í fallegum gjafapakkn-
ingum.
Verð kr. 3.990 kr.
Samkæmt lögum þarf VSOP að vera 4
1/2 árs gamalt. Frapin VSOP Cuvee
Rare er 10 ára gamalt. Frapin VSOP
Cuvee Rare er selt í endurgerð af 16.
aldar karöflu úr úrvals útskornu gleri í
fallegum gjafapakkningum.
Verð í Vínbúðum 4.590 kr.
Samkvæmt lögum þarf XO að vera 7
1/2 árs gamalt. Frapin V.I.P. XO er 35
ára gamalt. Frapin V.I.P. XO er selt í
endurgerð af 16. aldar karöflu úr úr-
vals útskornu gleri með gyllingu í fæti
og í munstri. Tappinn er húðaður með
24 karata gulli. Kemur í fallega gyltum
gjafapakkningum.
Verð í Vínbúðum 8.990 kr.
Léttvín eftir
Steinarr Lár
Fólki vex það oft í augum að þekkja
vín. Almennt er talið að áralöng þjálfun
sé nauðsyn til að þekkja gæðavín frá
ódýrum vínum. Að vita hvaða vínteg-
und hentar best með hverjum þeim mat
sem borinn er á borð og að þekkja sam-
setningu sem liggur að baki hverju víni
er eitthvað sem marga langar til að
geta. „Léttvín“, bók eftir Steinarr Lár,
er góður byrjunarreitur þar sem farið er
á léttum nótum yfir það helsta sem hafa
þarf í huga til að þekkja vín. Steinarr
Lár hefur þrátt fyrir ungan aldur starf-
að við sölu og markaðssetningu á áfengi
í tæpan áratug og á þeim tíma aflað sér
víðtækrar þekkingar á sviði áfengis.
Samkvæmt Steinari Lár er kúnstin
við það að þekkja vín ekki náttúrulegur
hæfileiki sem
aðeins örfáir
útvaldir fæð-
ast með held-
ur er þetta
spurning um
æfingu og
áhuga; „Bókin
er ætluð öllu
vínáhugafólki
sem vill læra
og vita meira
um hvernig á að smakka, velja og með-
höndla vín. Vínfærni er nokkuð sem all-
ir geta tileinkað sér sé áhuginn til stað-
ar. Fyrir nokkrum árum þegar ég hóf að
lesa mér til um vín fann ég engar bækur
sem gátu á aðgengilegan máta kennt
mér helstu grunnatriði sem snúa að létt-
um vínum. Allt voru þetta rosalegir
doðrantar sem ég skildi illa þrátt fyrir
mikinn áhuga. Þá óskaði ég þess að til
væri rit sem gæti komið mér „á kopp-
inn“ í léttvínsfræðum en það var hægar
sagt en gert. Upp frá því hef ég haft þá
trú að bók eins og ég hef nú skrifað gæti
hjálpað þeim sem áhuga hafa á léttum
vínum að koma sér upp grunn sem síð-
ar sé hægt að byggja á meiri reynslu,“
segir Steinarr Lár og bætir við: „Ég
þekki ótal marga sem njóta vína reglu-
lega án þess að vita nokkuð um vín. Þó
lofa ég þeim sem gefa sér tíma til að
stúdera vínfræði að upplifunin verður
allt önnur og miklu betri úr hverri
flösku. Þeir sem vita hvað þeir vilja og
kunna að finna það í hillum vínbúða fá
klárlega alltaf meira fyrir aurinn þegar
þeir kaupa sér vín. Því má segja að það
sé ákveðin fjárfesting fólgin í því að læra
meira um léttvín.“
F223FIMMTUDAGUR 9. desember 2004
Frapin-koníak í gjafaumbúðum