Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 59

Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 59
...ísfirska undrabarnið Mugison verð- ur með tónleika á Grand Rokk í kvöld. Mugison þykir með allra bestu tónlistarmönnum landsins um þessar mundir og vilja sumir meina að hann sé á hinum fræga barmi heimsfrægðar. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. ...Sýning á verkum nema úr hönn- unar- og arkitektúrdeild Listahá- skólans og viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík opnar í Hafnarhúsi, Listasafni Reykjavíkur, til sunnudags- ins 12. desember. Sýningin opnar klukkan 16.00. Laugardagur... ....ekki er úr vegi að skella sér til Hafnarfjarðar og sjá kvikmyndina 79 af stöðinni (Pigeon Gogo) sem Kvikmynda- safn Íslands sýnir í Bæjarbíói. Myndin var gerð árið 1962 og er byggð á samnefndri skáldsögu Ind- riða G. Þorsteinssonar í leikstjórn Danans Erik Balling. Leikarar í aðal- hlutverkum eru Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld. ...laugardaginn er síðan hægt að enda á stórdansleik Milljónamæringanna í Klúbbnum við Gullinbrú. Með Millunum koma fram Páll Óskar Hjálmtýsson og látúnsbarkinn Bjarni Ara. ...fyrir þá sem vilja komast í annars konar sveiflu en Millj- ónamæringanna má benda á tónleika hljómsveitanna Lokbrár og Hjálma. Hjálmar er ein skemmtilegasta hljóm- sveit landsins og leikur reggítónlist af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast klukk- an 23.00. F225FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! ar gu s 04 -0 71 3 BÍÓ Spennutryllirinn Saw verður frumsýnd á föstudagskvöld. Fyrir þá sem höfðu gaman af myndum á borð við Seven ættu ekki að verða sviknir af þessari. Hún fjallar um fjöldamorð- ingja sem reynir að kenna fórnar- lömbum sínum réttu lífsgildin. Hann rænir fólki sem hegðar sér illa að hans mati og þvingar það til að taka þátt í hryllilegum leikjum til að bjarga eigin lífi. Leikstjóri: James Wan frá Ástralíu. Þetta er fyrsta mynd þessa unga leik- stjóra. Leikarar: Cary Elwes, Leigh Whann- ell, Danny Glover, Ken Leung, Mike Butters og Dina Meyer. Orðspor: Myndinni hefur verið líkt við raunveruleikaþáttinn Fear Factor sem gengur út í öfgar. Einhverjir segja að hún sé fersk hryllingsmynd sem sé alls ekki fyrir viðkvæmar sál- ir. Þegar hefur verið ákveðið að búa til framhaldið Saw 2. Þeim sem vilja meira léttmeti en Paparazzi eða Saw bjóða upp á er bent á jólamyndina Surviving Christmas sem verður frumsýnd á föstudagskvöld. Fjallar hún hinn ein- mana piparsvein Drew Latham (Ben Affleck) sem ákveður að eyða jólun- um á æskuheimili sínu. Hængurinn er sá að fólkið sem býr í húsinu er ekki fjölskylda hans. Hann lætur það ekki á sig fá og ákveður að halda jólin þar engu að síður. Leikstjóri: Mike Mitchell sem síðast leikstýrði gamanmyndinni Deuce Biga- low, Male Gigolo. Leikarar: Ben Affleck, Christina Applegate, James Gandolfini og Catherine O’Hara. Orðspor: Myndin fær heldur dapr- ar viðtökur erlendra gagnrýnenda sem segja að Ben Affleck sé ekki sannfærandi í aðalhlutverkinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.