Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 60

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 60
Heiðar Jónsson snyrtir hefurengu gleymt. Hann hefurdvalið erlendis síðustu árin,aðallega á Ítalíu þar sem hann hefur unnið sem flugþjónn og farðari. Heiðar kemur reglulega til Íslands til að heimsækja dóttur sína og aðra ætt- ingja. Hann er staddur á klakanum um þessar mundir til að kynna það allra nýjasta í förðun og ilmum fyrir konum landsins. „Ég er aðallega að kynna snyrtivör- ur og ilmvötn frá Chanel og Guerlain því ég vinn bara fyrir Halla og Fjólu í Forval þegar ég er á Íslandi,“ segir Heiðar. Hann er sérlegur sérfræðingur þegar kemur að ilmvötnum og veit al- veg hvaða ilmvatn klæðir hvaða konu. Oft er talað um að dökkhærða kon- an vilji krydduð ilmvötn en sú ljós- hærða vilji mildari. Er einhver sann- leikur í þessu? „Þetta er bara bull því ljóshærða konan getur alveg verið sterk og alger jaxl og sú dökkhærða ljóska. Hug- myndin á bak við þessi fræði eru að þær ákveðnu noti sterkari og kryddaðri ilmi en þær hógværu noti blómalyktir. Þeg- ar ég ráðlegg konum hvaða ilmi þær eigi að velja sér spyr ég þær gjarnan hvernig nærfataskúffan lítur út. Ef þær ganga í villtum og sexí hlébarðaundir- fötum þá fer kryddaður ilmur þeim betur. Ef blúndurnar eiga meira upp á pallborðið þá mun léttur blómailmur vera rétti ilmurinn fyrir þær.“ Lífið fer í hringi Heiðar býr á Ítalíu, nánar tiltekið í Forli sem er 100.000 manna borg og hann kann vel við sig á þessum slóðum. „Hér bý ég á hátekjusvæði þar sem aðallega fást glæsileg fatamerki og hér er tískan sígild. Ég er að upplifa gamla tíma, er að hitta þekkt fólk úr bransan- um sem ég vann með hérna úti þegar ég var ungur. Annars kem ég til með að kynna nýja ilminn frá Roberto Cavalli á Íslandi, en hann er ítalskur fatahönn- uður. Hann er giftur Evu Duringer sem var Ungfrú Evrópa sama ár og Guð- björg Vilhjálmsdóttir lenti í fjórða sæti. Báðar eru þær miklar vinkonur mínar. Svona fer lífið í hringi. En það er nú bara þannig að fegurðardrottningarnar í gegnum tíðina hafa orðið svo góðar vinkonur mínar enda hef ég farðað þær flestar,“ segir hann. En hvernig stendur á því að maður eins og hann sé svona upptekinn af tískunni? „Veistu, ég hef ekki ögmund um það. Ég fæddist bara svona hé- gómagjarn.“ Þakkar fyrir að vera til Heiðar mun fljúga til Ítalíu rétt fyrir jól og halda þau hátíðleg að ítölskum sið. „Jólin á Ítalíu eru mjög lík jólunum á Íslandi, mér finnst þau ekki síður jólaleg.“ Furuilmur og Heims um ból koma honum í rétta jólaskapið en hvað ætli honum finnist best við jólin? „Oh, þetta er hræðilega erfið spurning, en ætli það sé ekki angurværðin við að minnast gamalla tíma og látinna ættingja. En maður má ekki gleyma því að þakka guði fyrir að vera til.“ ● Bronslitaðir dansskór verða ævintýra- legir þegar búið er að festa á þá bleika fiðrildaspennu. Sebraskór hafa löngum þótt smart, en þegar er búið að festa nælu í þá verða þeir ennþá glæsilegri. Festu gömlu perlufestina á uppáhalds- kóna þína með nælu í sama stíl. Þetta gerir heilmikið fyrir heildarútlitið. Næla með grænum steinum er alger- lega í takt við tískuna og passar vel með brúnu, bronslituðu og gylltu. Silfurskór í dansstíl verða algerlega eins og nýir þegar búið er að festa á þá blómaspennu og smellpassa við ein- falda svarta sparikjólinn. Glitrandi blómanæla gerir heilmikið fyrir einfalda silfurskó. F2 26 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Á árstíð ljóss og friðar brýst glysgirn- in jafnan fram hjá kvenpeningnum. Margar langar til að kaupa allt heimsins glingur en oft leyfa fjárráð- in það einfaldlega ekki. Þá er nauð- synlegt að geta gripið til sinna ráða og það þarf ekki að kosta svo ýkja mikið. Margar konur eiga svokallaða dansskó inni í skáp. Þeir er flestir þannig gerðir að auðvelt er að næla allskyns glingri á þá eins og blóm og nælur. Blómahárspennur fást víðs vegar um bæinn. Fjárfestu í tveimur stykkjum og spenntu þær á skóna þína. Við þetta öðlast skórnir fram- haldslíf. Fiðrildi eru sérlega mikið í móð þessa dagana. Ekki er úr vegi að festa sitthvora fiðrildaspennuna á skóna til að fá þá til að lifna við á æv- intýralegan máta. Það er langt síðan nælur hafa ver- ið eins stór hluti af tískunni eins og núna. Í verslunum landsins fást næl- ur í öllum stærðum og gerðum. Ef þú átt ekki nælur heima skaltu kaupa tvær og festa á skóna þína. Þetta er gríðarlega góð og jafnframt ódýr lausn nema nælurnar séu úr skíragulli og ekta demöntum. Þá er kannski ódýrara að kaupa nýtt skópar. Margar konur eiga perlufestar á lager sem þær eru löngu hættar að nota. Þegar þú ert búin að klæða þig í skóna skaltu vefja perlufestinni utan um öklann og festa hana með nælu sem passar vel við. Þetta gerir hreint kraftaverk. Vertu óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og gefðu hugmynda- fluginu lausan tauminn og mundu að það er allt leyfilegt. Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn Fröken Freyja leysir vandann Nú þegar jólin eru alveg að bresta á stend ég enn einu sinni fyrir frammi fyrir máli sem ég get ómögulega fengið botn í. Hvort á ég að gefa eiginkonunni eitthvað sem hún ósk- ar sér; það er yfirleitt eitthvað prakt- ískt fyrir heimilið, eða á ég að freista gæfunnar og koma henni á óvart með gjöf sem ég finn sjálfur? Hún segist sjálf vilja eitthvað praktískt en get ég trúað því? KH, Hafnarfirði Iss, taktu alls ekki mark á henni. Þetta segja aðeins þær konur sem raunverulega vilja láta koma sér á óvart. Alvöru konur vilja ekki praktískar gjafir, nema auðvitað til yndisauka í svefnherberginu. Ef þú ert eitthvað farinn að láta á sjá eða slappast undir nafla er praktíska bón- in örugglega ábending um góðan gervilim, en alls ekki frá Össuri. Al- vöru konur vilja gjafir sem tákna ást og rómantík. Ef þú ert sjálfsöruggur í rúmfræðinni skaltu velja handa henni gull sem glóir, demanta, dýra ilmi eða æsandi undirföt. Eitthvað sem sýnir að þú metur hana sem konu og kyn- veru framar öllu. Ég held ég sé búin að hitta drauma- prinsinn. Hann er kurteis, góður og umhyggjusamur, sem sagt yndislegur í alla staði. Við værum löngu flutt saman ef eitt lítið vandamál stæði ekki þar í vegi. Hann á nefnilega hund sem hann elskar út af lífinu en ég á mjög erfitt með að þola. Það er fýla af honum og auk þess finnst mér hann alltaf vera með trýnið á við- kvæmum stað á mér. Hvað get ég gert? BS, Reykjavík Jahá! Athyglisvert mál. Hundur er auðvitað besti vinur mannsins. Skilj- anleg ástin á milli þeirra kærastans og vart plús í hjarta hans að stía þeim í sundur. Hundar eru hins vegar ógeðs- lega andfúlir og eiginlega skárra að hafa hann másandi í klofinu á sér en sleikjandi á manni andlitið. Ef þér tekst að yfirstíga andúð þína á þeim ferfætta máttu bóka að böndin milli þín og unnustans munu margeflast. Gerðu honum þó ljóst strax að ekki komi til greina að kvikindið fái að sofa uppí. Það eru tak- mörk fyrir öllu. Þú getur líka prófað að gefa honum sultu og athugað hvort það bæti ekki andar- dráttinn. Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk eða sendið henni tölvupóst í netfangið frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda verða ekki gefin upp í blaðinu. Heiðar að farða ítalska ofurskutlu með Chanel snyrtivörum Heiðar snyrtir snýr aftur Fæddist hégómagjarn „Hér bý ég á hátekjusvæði þar sem aðallega fást glæsileg fatamerki og hér er tískan sígild.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.