Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 72
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að sameina Tæknihá- skóla Íslands og Háskólan í Reykjavík. Lagafrumvarp sem miðar að því að leggja niður Tækniháskólann, sem er ríkisrek- inn, bíður nú fyrstu umræðu á Al- þingi. Fyrsta grein þess lagafrum- varps virðist hafa þann tilgang að tryggja rétt núverandi nemenda skólans til þess að klára sitt nám á þeim forsendum sem þeir hófu það, þ.e. skólagjaldalaust. Þessa grein frumvarpsins virðist hið nýstofn- aða háskólaráð ætla sér að brjóta. Tækniháskólinn býður upp á afar vinsæla námsbraut sem kall- ast frumgreinadeild. Þessa deild sækja einkum iðnaðarmenn og annað fólk með töluverða starfs- reynslu, aðallega í þeim tilgangi að öðlast réttindi til áframhaldandi náms á háskólabrautum skólans. Aðrir háskólar á landinu taka oft við þessum nemendum á vissar brautir, einhverjir nemendur fara í tækniháskóla í öðrum löndum, en meginþorri nemenda sem útskrif- ast af frumgreinadeild heldur áfram á tæknideildum skólans. Há- skólaráð hins nýja skóla hefur greint frá því, óformlega, að leggja skuli skólagjöld á þá nemendur frumgreinadeildarinnar sem stefna á áframhaldandi háskóla- nám við deildir skólans og hefur sú ákvörðun verið kynnt okkur. Eins og áður hefur komið fram segir 1. grein frumvarpsins til af- náms Tækniháskólans skýrt til um það að ekki megi breyta forsendum núverandi nemenda Tæknihá- skólans til náms. Það er hinns veg- ar álit okkar sem erum við deildina að verið sé að breyta þeim forsend- um stórlega með þessari gjaldtöku þar sem margir nemendur hafa þegar fært miklar fjárhagslegar fórnir með námi sínu og mega varla við meiri fjárútlátum. Ástæða þess að hið nýja há- skólaráð telur sig eiga rétt á að rukka þessa nemendur um skóla- gjöld er sú að frumgreinadeildin telst ekki vera háskóladeild, nem- endur hennar eru á framhalds- skólastigi í skólakerfinu. Þegar nú- verandi nemendur frumgreina- deildar útskrifast af deildini telur háskólaráðið sig laust undan ábyrgð. Meirihluti þessara nem- enda skráði sig þó í deildina með það í huga að við tæki áframhald- andi nám við skólann. Í okkar huga er frumgreinadeildin hluti af þeirra tækninámi og við teljum okkur því ótvírætt eiga að njóta sömu réttinda og nemendur tækni- deilda, þ.e. að fá að klára það nám sem við hófum. Annað atriði sem háskólaráðið hefur notað sem fyrirslátt er að ef frumgreinadei ldarnemendur fengju að vera við tæknideildirnar „frítt“, þá myndu þeir sitja við hlið nemenda sem þyrftu að borga skólagjöld. Það finnst háskólaráð- inu ósanngjarnt. Það fer þó ekki á milli mála að þeir nemendur sem hefja nám við hinn nýja skóla hefja það nám með fullri vitund um að þeir þurfi að borga skólagjöld. Það gerðum við, núverandi nemendur frumgreinadeildar, ekki. Þessi til- vonandi gjaldtaka kom eins og þjófur að nóttu, enginn nemandi deildarinnar gat séð það fyrir að hann kæmi til með að þurfa að borga hundruð þúsunda fyrir sitt nám. Frumgreinadeildin veitir engin réttindi önnur en þau að veita að- gang að tæknideildum skólans. Ekkert sérstakt starf er á vinnu- markaðinum fyrir mann með nám af þessu tagi og aðgangur þessara nemenda að öðrum íslenskum skól- um er verulega tvísýnn í ljósi harðnandi inntökuskilyrða við Há- skóla Íslands. Þrátt fyrir það eru nemendur frumgreinadeildar einu núverandi nemendur THÍ sem munu koma til með að greiða skóla- gjöld til að öðlast sín starfsréttindi, þó svo að þeir breyti ekki námsfyr- irætlunum sínum. Að okkar mati er verið að skilja okkur eftir í lausu lofti með þá úrslitakosti að greiða skólagjöld eða flýja land og hefja nám við erlenda skóla. Af þessum ástæðum þykir okk- ur ótækt að Alþingi heimili samein- ingu Tækniháskóla Íslands og Há- skólans í Reykjavík nema með því skilyrði að forsendur náms allra nemenda skólanna tveggja, hvort sem þeir eru við frumgreinadeild eða aðrar deildir, verði óbreyttar. Höfundur er nemi við frum- greinadeild Tækniháskóla Íslands. Snarpar umræður spunnust á Al- þingi í vikunni sem leið um stuðn- ing Íslands við innrásina í Írak. Ut- anríkisráðherra stal senunni með smíði kyndugs nýyrðis. Komma- tittsflokkur. Ómálefnalegt og ósvífið, en einkar fyndið. Leiddi umræðuna frá sorglegum kjarna málsins sem er að stuðningur Ís- lands við innrásina í Írak er sóða- leg sletta á þjóðarvitund Íslend- inga. Lögmæti innrásarinnar var byggt á gögnum um að Írakar byggju yfir gjöreyðingarvopnum. Reyndu Bandaríkjamenn að fá al- þjóðasamfélagið til þess að leggja blessun yfir innrás á þeim forsend- um. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og NATO höfnuðu slíkum rökum. Í kjölfarið tók Bush ákvörðun um innrás án aðkomu alþjóðasamfé- lagsins. Flest ríki heims eru aðilar að sáttmálanum um SÞ og hafa þar af leiðandi gengist undir þær þjóð- réttarreglur sem af sáttmálanum leiða. Í 3. og 4. mgr. 2. gr. sáttmál- ans er að finna almennt bann við valdbeitingu í samskiptum ríkja. Þetta bann er einungis takmarkað af heimild Öryggisráðsins til að samþykkja valdbeitingu sam- kvæmt VII. kafla sáttmálans „til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi“, og af rétti ríkja til sjálfsvarnar samkvæmt 51. gr. Fyrir lá að Öryggisráðið var ekki tilbúið að samþykkja innrás og því varð að fella hugmynd Bush undir sjálfsvarnarákvæði 51. gr. Heimilt er samkvæmt viður- kenndri lögskýringu á 51. gr. að verjast árás sem hafin er eða sem óvéfengjanlega er að hefjast. Af þessari ástæðu var ofuráhersla lögð á að sannfæra heimsbyggðina um meinta gjöreyðingarvopnaeign Íraka. Þau væru sönnun og for- senda þess að árás Íraka væri yfir- vofandi sem yrði að verjast fyrir- fram með innrás. Erindrekar Bush-stjórnarinnar gengu langt í að búa innrás lögmætan grundvöll. Á endanum reyndust þó gögn og forsendur ekki aðeins ýkt, óná- kvæm og villandi, heldur að ein- hverju leyti fölsuð og spunnin upp frá rótum. Ljóst er því að innrásin braut gegn sáttmála SÞ. Skiptir þar engu þó Saddam Hussein hafi stundað alvarleg mannréttinda- brot á þegnum sínum. Engin heim- ild er, kannski því miður, til árásar á aðrar þjóðir af því tilefni. Vakið hefur verið máls á hvort rétt væri að afturkalla nafn Ís- lands af lista hinna staðföstu og viljugu þjóða. Hugmyndin er ekki galin þó skaðinn sé skeður og lítið við honum að gera annað en að axla ábyrgð og halda áfram stuðn- ingi við endurreisn þjóðfélagsins sem ráðist var gegn. Staðreyndin er þó sú að Ísland tók með mórölskum hætti þátt í ólöglegri innrás í annað ríki. Spurja má hvort framboð Íslands til Öryggis- ráðs SÞ sé trúverðugt ef við skell- um skollaeyrum við sáttmálanum um SÞ. Krafa stjórnvalda um að nafn Íslands verði tekið af listan- um gæti verið táknræn fyrir eftir- sjá yfir því að hafa tekið þátt í brotum á alþjóðalögum og að hafa ekki virt vilja stofnana alþjóða- samfélagsins. Jafnframt væru það sterk skilaboð til bandamanna okk- ar um að við munum ekki láta leiða okkur á asnaeyrunum aftur í slíka sjóferð. Að við kunnum því illa að ætlaðir vinir misnoti vinskapinn með því að ginna friðsama þjóð á skálduðum forsendum út í fúafen hernaðar sem bitnar hart á óbreyttum borgurum sem Íslend- ingar eiga ekkert sökótt við. Ríkisstjórn Íslands á að gangast við mistökunum og fá nafn Íslands strikað út af lista hinna staðföstu þjóða. Stjórnvöld voru fífluð af okkar helstu bandamönnum og með því að neita að horfast í augu við það eru stjórnvöld að fífla ís- lensku þjóðina. Útúrsnúningar og nýyrðasmíð utanríkisráðherra eru ekki til marks um skilning á alvöru þeirra limlestinga og mannrétt- indabrota sem framin eru dag hvern í nafni hinna fífluðu þjóða. ■ 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR28 Ísland og listi hinna fífluðu þjóða HAUKUR LOGI KARLSSON FORMAÐUR SUF UMRÆÐAN ÍSLAND OG ÍRAKS- STRÍÐIÐ BJÖRN ÓMARSSON SKRIFAR UM SKÓLAGJÖLD VIÐ TÆKNIHÁSKÓLANN Hjálmar Árnason, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils sunnudaginn 28. nóv- ember að til greina kæmi að Ísland endurskoðaði stefnuna í Íraksmál- inu. Ísland hefði fengið rangar upp- lýsingar áður en innrásin var gerð. Egill Helgason gekk á Hjálmar og spurði hvort taka ætti Ísland af lista hinna staðföstu ríkja. Hjálmar hikaði í fyrstu. En þegar Egill gekk á hann á ný svaraði Hjálmar: Svar mitt er já. Mér finnst það koma til greina. Hann fékk bágt fyrir hjá forustumönnum ríkisstjórnarinn- ar, forsætis- og utanríkisráðherra. Hjálmar byrjaði því að draga í land og sagði að orð sín hefðu verið oftúlkuð! Það var mikil bjartsýni hjá Hjálmari að halda að menn mættu hafa sjálfstæða skoðun í Framsókn- arflokknum. Spurningin er: Verður Hjálmari vikið úr nefndum þings- ins fyrir að óhlýðnast foringjanum? Það varð hlutskipti Kristins Gunn- arssonar fyrir sömu sakir. Á Alþingi er nú til meðferðar tillaga frá öllum stjórnarand- stöðuflokkunum um að rannsakað verði hvernig sú ákvörðun var tekin að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við árás á Írak. Einnig hefur Steingrímur J. Sigfússson óskað eftir því að lögð verði fram í utanríkismálanefnd þau gögn er ráðherrar höfðu undir höndum þegar þeir tóku umrædda ákvörð- un. Valgerður Bjarnadóttir, við- skiptafræðingur og pistlahöfund- ur í Fréttablaðinu, sagði í Silfri Egils nýlega að „tveir karlar“ hefðu ákveðið upp á sitt eindæmi að breyta utanríkisstefnu Íslands og láta Ísland samþykkja árás á annað ríki. Þar átti hún við for- sætis- og utanríkisráðherra. En eins og margoft hefur komið fram var það hvorki lagt fyrir ríkis- stjórn né Alþingi eða utanríkis- málanefnd að taka ákvörðun um árás á Írak. Í umræddum þætti sagði Valgerður að það hefði verið tekið skýrt fram þegar Ísland gekk í NATO að Ísland hefði eng- an her og ætlaði ekki að stofna her og mundi ekki fara með ófriði á hendur neinni annarri þjóð. Sér- staða Íslands í þessu efni hefði verið viðurkennd. Það hefði að sjálfsögðu átt að ræða það á al- þingi hvort breyta ætti utanríkis- stefnu Íslands í þessu efni. Þjóðarhreyfingin hefur nú ákveðið að birta auglýsingu í stór- blaðinu New York Times til þess að biðjast afsökunar á því fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að Ís- land skuli hafa lýst stuðningi við árásina á Írak. Er nú hafin fjár- söfnun til þess að kosta birtingu umræddrar auglýsingar en hún mun kosta um 3 millj. kr. Hér er um athyglisvert framtak að ræða og ber að fagna því. Þess er ekki að vænta að ráðamenn þjóðarinn- ar striki Ísland af lista hinna stað- föstu þjóða í bráð og á meðan þess er beðið er það gott úrræði að birta auglýsingu í New York Times og biðja þjóðir heims af- sökunar á því að Íslendingar, sem ætíð hafa verið friðelskandi þjóð, skuli hafa stutt stríðið í Írak. En krafan er samt sem áður sú að Ís- land verði strikað út af lista hinna staðföstu þjóða sem studdu stríð- ið. Það er smánarblettur á þjóð- inni að Ísland skuli vera á listan- um. ■ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÍSLAND OG ÍRAK Ríkisstjórn Íslands á að gangast við mis- tökunum og fá nafn Íslands strikað út af lista hinna staðföstu þjóða. ,, Smánarblettur á íslensku þjóðinni Skólagjöld á sakleysingja TÆKNIHÁSKÓLINN Nemendur í frumgreinadeild eru ósáttir við að þurfa að greiða hærri skólagjöld en aðrir nemendur skólans. Ástæða þess að hið nýja háskólaráð tel- ur sig eiga rétt á að rukka þessa nemendur um skóla- gjöld er sú að frumgreina- deildin telst ekki vera há- skóladeild, nemendur henn- ar eru á framhaldsskólastigi í skólakerfinu. ,,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.