Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 74
Ópera fyrir bankaráðsmann Íslandsbanki styrkir Óperustúdíó sem er samstarfs- verkefni Íslensku Óperunnar og Listaháskóla Ís- lands. Íslandsbanki mun kosta verkefnið í heild sinni. Mikil gróska er í sönglífi landsmanna og verður boðið upp á námskeið í óperuflutningi í Listaháskólanum fyrir tólistarnemendur innan Listaháskólans sem og utan. Vinnan í óperustúdíóinu er góður undirbún- ingur fyrir ungt tónlistarfólk og er víst að Íslandsbanki er með þessu að fjárfesta vel sem mun skila sér í góðri upp- skeru á akri listanna. Lokahnykkurinn er uppsetn- ing á óperunni Apótekaran- um eftir konung klassíska tímabilsins, Joseph Haydn. Verkefnavalið vekur athygli, því einn stærsti eigandi Íslandsbanka er Karl Wern- ersson, bankaráðsmaður sem er eigandi Lyf og heilsu. Viðeigandi væri því að hann yrði heiðurs- gestur á frumsýningu. Allt í hag í bili Hannes Smárason, aðaleigandi Flugleiða, hlýtur að brosa út að eyrum þessa dag- ana. Lækkandi dollar kemur sér vel fyrir Flugleiðir þar sem stærri hluti kostnaðar fyrirtækisins er í dollurum, en meirihluti tekna í evrum. Þar við bætist að lækkandi olíuverð hjálpar til við rekstur flugfélaga. Haldist dollarinn lágur og olíuverð heldur áfram að lækka eru það verulega góð tíðindi fyrir Flug- leiðir. Hins vegar er líklegt að sterk króna geti fælt einhverja frá að ferðast til hins dýra Ís- lands, þannig að líklegt er að Flugleiðamenn óski sér lækkandi krónu á næstu mánuðum. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.382 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 310 Velta: 3.703milljónir -0,48% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Ólafur Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Jón Kristjánsson hafa fært eignarhluta sinn í SÍF úr Keri í Fjárfestingarfélagsið Vendingu. Vending er stærsti hluthafinn í SÍF með 29,5 prósenta eignar- hluta. KB banki á 24,9 prósent. Sjöfn hf sem er félag í eigu Baldurs Guðnasonar, forstjóra Eimskips, og Steingríms Péturs- sonar, framkvæmdastjóra Eim- skips, hefur keypt hluti í Burðar- ási fyrir 30 milljónir króna. Olíuverð heldur áfram að lækka á mörluðum og fór í um 41 dal í gær og hefur ekki verið lægra síðan í lok júlí. Vegvísir Landsbankans greindi frá þessu. 30 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrir- tæki sitt um tvö hundruð milljón- ir í ár. „Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur,“ segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart út- lenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengis- sveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. „Við erum hluti af þessari keðju,“ segir Jakob. „Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostn- að í krónum og eru að selja í er- lendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávar- útvegs,“ segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. „Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólg- unni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinber- ir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launa- hækkunum,“ segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. „Þetta er mjög slæm staða og hefur versn- að mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfs- fólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg,“ segir Sigurgeir og vísar til auð- lindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,70 +0,51% ... Bakkavör 24,00 -2,48% ... Burðarás 12,00 +0,42% ... Atorka 5,78 -1,20% ... HB Grandi 7,90 - ... Íslandsbanki 11,35 - ... KB banki 444,50 -0,11% ... Landsbankinn 12,10 +0,41% ... Marel 51,50 -4,28% ... Medcare 6,01 - ... Og fjarskipti 3,20 +1,59% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 11,40 - 2,15% ... Straumur 9,75 - ... Össur 78,50 -7,10% Sjávarútvegin- um blæðir Styrking íslensku krónunnar setur þrýsting á sjávarútveginn. Vinnslustöðin í Eyjum horfir fram á tvö hundruð milljóna tekjutap og segir framkvæmdastjórinn að gengisstyrkingin kalli á niðurskurð. Og fjarskipti 1,59% Actavis 0,51% Kögun 0,42% Össur -7,10% Marel -4,28% Austurbakki -4,18% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Vegna árshátíðar starfsfólks verða verslanir okkar lokaðar föstudaginn 10. og laugardaginn 11.desember. KB banki hefur selt hluta af eign sinni í Baugi. Söluhagn- aður hlutarins er milljarður króna. KB banki hefur selt 8,26 prósenta hlut í Baugi Group. Fyrir söluna átti bankinn 19,28 prósent í fyrir- tækinu. Kaupendur eru félag í eigu Sigurðar Bollasonar, Magnúsar Ár- manns og Kevins Stanford. Sigurð- ur og Magnús voru meðal eigenda tískukeðjunnar Karen Millen sem seld var til verslunarkeðjunnar Mosaic. Baugur á Mosaic ásamt Derek Lovelock forstjóra fyrir- tækisins. Söluhagnaður KB banka af hlutnum í Baugi nemur um millj- arði króna. Hreiðar Már Sigurðs- son segir söluna í samræmi við stefnu KB banka að eignast hlut í fyrirtækjum sem þeir fylgja í út- rás og þróun. Hlutirnir séu svo seldir eftir því sem tækifærin gef- ast. „Það er ekki útilokað að við seljum meira á næstunni, en ég reikna með að við munum eiga ein- hvern hlut í fyrirtækinu áfram.“ Aðspurður hvort tímasetning sölunnar tengist umræðu um eign- arhald bankans í Baugi sem Berl- ingske Tidende gerði að umtalsefni segir Hreiðar svo ekki vera. Eign- arhlutur KB banka í óskráðum fé- lögum svo sem í Baugi er innan við eitt prósent af heildareignum bankans. - hh Milljarður í söluhagnað MEIRA SELT Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir hugsanlegt að bankinn selji meira af eign sinni í Baugi á næstunni. Áfram hyggist bankinn þó eiga hlut í fyrirtækinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sér fram á hundruð milljóna tekjutap vegna sterks gengis. JAKOB SIGURÐSSON Forstjóri SÍF segir stöðuna í útflutningsatvinnuvegunum vera áhyggjuefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.