Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 75
31FIMMTUDAGUR 9. desember 2004
...skemmtir þér ; )
Skífan Laugavegi 26 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is
Yfir 5000
eintök seld!
Strákarnir úr 70 mínútum fá afhenta gullplötu
í Skífunni Smáralind í dag, 9. desember klukkan 17!
; )
999,-
999,-
4.999,-
70 mínútur 1
70 mínútur 2
70 mínútur spilið
70 mínútur 1
Ballettvörur
í miklu úrvali
Tilvalin jólagjöf
Háaleitisbraut 68,
sími 568 4240
Ballett
BRÉFIN LÆKKA Hlutabréfaverð í Kaup-
höll Íslands hefur þokast niður á við und-
anfarna daga.
Lækkanir í
Kauphöll
Hlutabréfaverð hefur þokast nið-
ur á við undanfarna daga. Úrvals-
vísitalan hefur nú lækkað fjóra
daga í röð.
Lækkunin hefur hins vegar
verið óveruleg og einkennst af
fremur litlum viðskiptum. Þó er
talið að nokkur söluþrýstingur sé
á ýmsum félögum í Kauphöllinni
og þá sérstaklega þeim smærri
sem byggjast á útflutningi.
Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan
lítillega en athygli vakti að hluta-
bréf í Össuri lækkuðu um sjö pró-
sent og bréf í Marel um 4,3
prósent. „Þessi lækkun skýrist af
því að hér er um að ræða félög
sem hafa umtalsverðan kostnað á
Íslandi en næstum allar tekjur
í erlendri mynt. Styrking krón-
unnar hefur því neikvæð áhrif á
rekstur þessara félaga,“ segir Atli
B. Guðmundsson hjá greiningar-
deild Íslandsbanka. - þk
Leiðrétting
Í frétt um kaup Og Vodafone á
eignum Norðurljósa var villa í af-
komumarkmiðum Fréttar og Ís-
lenska útvarpsfélagsins. Saman-
lagt stefna þessi félög að afkomu
fyrir afskriftir, skatta og fjár-
magnsliði upp á sjö til átta hundr-
uð milljónir. ■
Íbúðalánasjóður kyndir undir
Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af efnahagsþróuninni. Mikilvægt að haldið verði
aftur af opinberum launum.
Helsti veikleiki íslenskrar
efnahagsstjórnar er að laun hjá
hinu opinbera hafa hækkað langt
umfram það sem almennur vinnu-
markaður hefur tök á að standa
undir.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ályktun stjórnar Samtaka
atvinnulífsins. Stjórn samtakanna
lýsir áhyggjum af verðbólgu og
gengi krónunnar. „Þenslan í dag
og þensluhættan framundan verð-
ur ekki skrifuð á einstaka þætti.
Spennan framundan er vegna um-
frameftirspurnar á öllum svið-
um.“ Ari segir að launaþróunin
eigi sinn þátt, en laun hjá hinu
opinbera hafa hækkað um ríflega
þrettán prósent frá árinu 2000
meðan laun á almennum vinnu-
markaði hafa hækkað um tíu pró-
sent.
Samtök atvinnulífsins segja
síðustu hækkun hafa leitt til fimm
prósenta styrkingar krónunnar á
nokkrum dögum. Það jafngildi
fimmtán milljarða tekjulækkun
útflutningsgreina á ársgrundvelli.
Rekstrarskilyrði fyrirtækja í al-
þjóðlegri samkeppni hafi versnað
til muna. Samtökin telja að aðhald
ríkisins sé ekki nægjanlegt til
þess að draga úr þenslunni. Ari
segir spennu efnahagslífsins
verða meiri en árin 1999 og 2000 á
sama tíma og aðhald ríkisfjár-
mála verði hlutfallslega minna.
Brýnt sé því að markmið fjárlaga
náist í það minnsta og það gerist
ekki nema að aðhaldsaðgerðum
verði framfylgt og launastefna
ríkisins verði innan þess kostnað-
arramma sem samningar á al-
mennum vinnumarkaði hafi
markað.
Samtök atvinnulífsins segja að
á sama tíma og þetta ástand blasi
við sé ríkið í skefjalausri sam-
keppni á lánamarkaði með starf-
semi Íbúðalánasjóðs sem hvorki
greiði tekjuskatt né ábyrgðar-
gjald til ríkisins. „Það er óskiljan-
legt að á sama tíma skuli sjóður í
eigu ríkisins vera með ný útspil
sem kynda undir verðbólgunni.“
haflidi@frettabladid.is
ÓSKILJANLEGT Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir óskiljanlegt
við núverandi efnahagsaðstæður að Íbúðalánasjóður kyndi undir verðbólgu með skefja-
lausri samkeppni við banka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R