Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 76

Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 76
Þennan dag árið 1982 lést Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari. Hann fæddist að Kols- stöðum í Dalasýslu 20. maí 1893. Ásmundur fluttist til Reykjavíkur árið 1915 og nam tréskurð af Rík- harði Jónssyni. Eftir að hann lauk námi í tréskurði árið 1919 fór hann til Kaupmannahafnar og var í Teikniskóla hinnar konunglegu listaakademíu undir stjórn Viggo Brandt í eitt ár. Hann tók inntöku- próf í Listaháskólann í Stokk- hólmi haustið 1920 og sat þar við nám í sex ár, aðallega undir hand- leiðslu myndhöggvarans Carl Milles. Vorið 1926 útskrifaðist hann frá sænska Listaháskólanum og flutti til Parísar, þar sem hann dvaldi næstu 3 árin undir hand- leiðslu ýmissa kennara, svo sem Despiau myndhöggvara. Ásmund- ur sneri til Íslands árið 1929 eftir 10 ára dvöl erlendis. Verk Ásmundar eru víða. Í Reykjavík má finna sum bestu verk hans, eins og til dæmis Járn- smiðinn við Eiríksgötu, Vatnsber- berann á Öskjuhlíð, Móður Jörð í Laugardal og margar fleiri. Þess- ar þrjár eru allar frá fjórða ára- tugnum, sem margir telja hátind- inn í sköpun Ásmundar. Ekki er hægt að segja að samtíðarmenn hans hafi allir komið auga á snilldina og miklar deilur urðu bæði um Vatnsberann og Járn- smiðinn. Sú fyrrnefnda var til dæmis ekki sett upp fyrr en ára- tugum eftir að Reykjavíkurborg keypti hana og þá utan alfaraleið- ar. En nú eru allar gagnrýnisradd- ir löngu þagnaðar. Fleiri verk myndhöggvarans eru á almanna- færi í höfuðborginni og ómaksins vert að skoða þau. Í skeifunni framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands er fræg mynd af Sæmundi á selnum. Fyrir framan Mennta- skólann við Lækjargötu er eitt yngri verka hans, sett upp seint á sjöunda áratugnum, og við Hótel Loftleiðir er verkið „Gegnum hljóðmúrinn“. En Ásmundur var ekki einham- ur. Hann var geysilega afkasta- mikill og í safni hans við Sigtún má sjá dæmi um verk frá öllum ferlinum. Þar setja mikinn svip á umhverfið tröllamyndir hans og einnig járnverkin sem eru kannski seinasta sköpunarskeið þessa mikla listamanns. Úti um land má nefna Sonatorrek sem er við Borg á Mýrum. Ásmundur er án vafa einn merkasti myndlistar- maður Íslendinga á tuttugustu öld og margar mynda hans munu ef- laust verða taldar meðal perlna íslenskrar myndlistar um ókomna tíð. Ásmundur setti ekki aðeins svip á bæinn með höggmyndum sínum, húsbyggingar hans eru líka vitnisburður um snilld höf- undar síns og listrænt áræði. Árið 1933 byggði hann hús við Freyju- götu, sem nú hýsir Listasafn al- þýðu. Hann hóf byggingu kúlu- hússins við Sigtún árið 1942 og bætti píramídunum við skömmu síðar. Bogabygginguna reisti hann á árunum 1959. Hann ánafnaði Reykjavíkurborg verkum sínum. ■ 32 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR JOHN MILTON FÆDDIST ÞENNAN DAG 1608. Frægasta verk hans, Paradísarmissir, var þýtt á íslensku af sr. Jóni á Bægisá. Snillingur myndmálsins ÁSMUNDUR SVEINSSON: MESTI MYNDHÖGGVARI TUTTUGUSTU ALDAR „Góð bók er lífsblóð snillingsins“ Blindur og fátækur seldi hann útgáfuréttinn að snilldarverki sínu fyrir 10 pund. timamot@frettabladid.is VATNSBERINN Snilldarverk falið í útjaðri borgarinnar. Þennan dag árið 1963 var dyrum lokað á verksmiðjum Studebaker-fyrirtækisins í South Bend í Indiana-ríki. Þar með lauk um það bil aldarlangri sögu. Henry Stude- baker hét ættfaðirinn, bóndi og járnsmiður á fyrri hluta 19. aldar rétt við Gettysburg í Pennsylvaníu. Hann átti fimm syni sem allir urðu vagnasmiðir. Tveir settust að í South Bend í Indiana og komu undir sig fótunum í vagnasmíðinni þegar gullæðið geisaði í Kaliforníu um miðbik aldarinnar. Undir lok 19. aldar fóru þeir að gera tilraunir með bíla, og voru meðal frumherjanna í bandarískri bílaframleiðslu allan fyrri hluta tuttugustu aldar. Þótt hart væri í ári tókst Studebaker að lifa af kreppuna. Þótt tímarnir væru áfram slæmir eftir seinni heimsstyrjöld, því Kóreustríðið dró mikið úr bílasölu, rann nú upp það skeið sem margir telja gullöld Studebaker. Um 1950 kom fram byltingarkenndur bíll frá Studebaker, sem íslenskir bíladellukallar hafa kallað kúlunefið. 1953 kom „Starliner“, sem af mörgum bíla- áhugamönnum er talinn gullmoli bandarískra bíla frá því um miðja öldina. Studebaker hvarf úr eigu fjölskyld- unnar á sjötta áratugnum og komst í eigu peninga- manna sem hugsuðu meira um stundargróða en fram- tíðina. 1954 rann fyrirtækið saman við Packard, 1963 var framleiðslunni hætt í Bandaríkjunum og þremur árum seinna var verksmiðjunni í kanada, þeirri seinustu, lokað líka. ■ 1963 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1749 Skúli Magnússon skipaður landfógeti fyrstur Íslendinga. 1926 Sjö hús brenna á Stokkseyri. 1926 Benny Goodman flytur fyrstu sóló sína. 1929 Ginger Rogers kemur fram í fyrsta sinn á Broadway. 1940 Bretar hefja gagnárás gegn herjum Ítala í Norður-Afríku. Þeir tóku 40.000 Ítala hönd- um á þrem dögum. 1956 Stærsta skip Íslendinga, Hamrafellið, kemur til lands- ins. 1958 John Birch-félagið stofnað í Bandaríkjunum. Félagið var um árabil áhrifamesti vett- vangur öfgafullra hægri- manna þar í landi. 1963 Verksmiðjum Studebaker í South Bend í Indiana lokað. Þrem árum seinna lauk framleiðslu á þessum fræga bíl þegar verksmiðjunum í Kanada var lokað. Hætt að framleiða Studebaker AFMÆLI Þorsteinn Ingólfsson sendiherra er sextugur. Þorsteinn er í leyfi frá utanríkisráðuneytinu og starfar hjá Alþjóðabank- anum í Washington. Hermann Gunnarsson, gulldrengurinn úr Val, er 58 ára í dag. Snorri Zophoníasson, jarðfræðingur og vatnamælingamaður, er 55 ára í dag. Inga Lísa Middleton kvikmyndagerðar- maður er fertug í dag. ANDLÁT Vilborg Guðbergsdóttir, Bergstaðastræti 11a, Reykjavík, lést fimmtudaginn 2. desember Björn Andersen, Efstasundi 41, Reykja- vík, lést mánudaginn 6. desember. Sævar Þór Björgvinsson, Skólagerði 68, Kópavogi, lést sunnudaginn 5. desem- ber. Egill Fannar Grétarsson, Fellsenda, Þingeyjarsveit, lést sunnudaginn 5. des- ember. JARÐARFARIR 13.00 Jón Sigbjörnsson verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju. 13.00 Guðsteinn Þengilsson læknir, Grenimel 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju. 13.00 Ólafía Jóhannesdóttir, Ölduslóð 46, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Sveinn Ólafur Tryggvason, Álfhóls- vegi 53, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. Elskulegur sonur okkar, bróðir, unnusti, dóttursonur og frændi, Egill Fannar Grétarsson Fellsenda, Þingeyjarsveit, varð bráðkvaddur sunnudagskvöldið 5. desember. Minningarathöfn mun fara fram laugardaginn 11.desember klukkan 14:00 í Þorgeirskirkju í Þingeyjarsveit. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Harpa Þráinsdóttir Sigurður Haraldsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Kristinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóri, Ránargötu 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Birkihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð, fyrir umönnun og einstakan hlýhug. Guðrún Aspar Kristinn Halldór Jóhannsson Margrét Alfreðsdóttir Elín Björg Jóhannsdóttir Sævar Sæmundsson Ingunn Þóra Jóhannsdóttir Skúli Eggert Sigurz Björn Jóhannsson Sigrún Harðardóttir Jóhann Gunnar Jóhannsson Ragna Ósk Ragnarsdóttir Ásta Hrönn Jóhannsdóttir Gísli Agnar Bjarnason Magnús Jóhannsson Sólveig Jóhannsdóttir Þröstur Vatnsdal Axelsson afa- og langafabörn. Skúli Magnússon varð landfógeti þennan dag 1749. Vinnuskyldur hans í hinu nýja embætti voru fyrst og fremst að innheimta skatta og gjöld fyrir kónginn en hann lét ekki þar við sitja. Strax árið eftir setti hann fram tillögur um viðreisn at- vinnuveganna. Þar lagði hann til að reistar yrðu verksmiðjur hér á landi. Þetta var í anda ráðandi hag- fræðistefnu í Danmörku, merkan- tílismans eða kaupauðgistefnunnar. Stjórnvöld í Danmörku voru hlynnt þessu. Tillögur Skúla fógeta fengu því góðar undirtektir í kansellíinu. Konungur var hinu nýja fyrirtæki, Innréttingunum, mjög velviljaður. Hann lagði því til mikið fé og kóngs- jarðirnar Reykjavík, Örfirisey og Hvaleyri, til afnota. Verksmiðjum innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og enn stendur eitt hús- anna lítt breytt, við Aðalstræti. Það er elsta hús Reykjavíkur og hýsir nú veitingahús. Hluti af Aðalstræti 16, sem nú er verið að breyta í hót- el, er líka frá upphafsdögum þétt- býlis í Reykjavík. Nokkrir munir frá dögum Innréttinganna hafa fundist við fornleifauppgröft í kvos- inni. Innréttingunum farnaðist ekki sérlega vel en þó var hluti af þeim rekinn fram á 19. öld. Þessi atvinnu- rekstur var upphafið að þéttbýli í höfuðstaðnum en Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Skúli er því gjarnan kallaður faðir Reykjavíkur. Skúli tók sér bólstað í Viðey og reisti sér þar veglegt íbúð- arhús sem enn stendur. Hann lést 1794. Fjöldi Íslendinga 21. aldar er kominn af honum. ■ VIÐEYJARSTOFA Kallaður faðir Reykjavíkur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.