Tíminn - 17.03.1974, Síða 1
Auglýsingadeild
TÍMANS
Aðalstræti 7
KOPAVOGS
P APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Sími' 40-102
Vísir að sveitaþorpi á Krossholtum á Barðaströnd:
„Sættum okkur ekki við,
að sveitin sé uppeldisstöð
rv
verkafólks handa öðrum, segir oddviti hreppsnefndar
í SUMUM SVEITUM hafa menn
mikinn hug á þvi aö koma upp
smáþorpum, sem myndað geta
þéttbýliskjarna og veitt viðtöku
ungu fólki, sem annars hefði ekki
svigrúm i heimabyggð sinni. Svo
er þessu varið á Barðaströnd,
þar sem sveitarstjórnin hefur sótt
um heimild og fjárframlög til
þess að reisa fjórar leiguibúðir,
samkvæmt samningum rikis-
stjornarinnar og Alþýðusam-
bands íslands um byggingu
þúsund slikra ibúða viðs vegar
um landið.
Á Krosshóltum, skammt frá
Krossi á Barðaströnd, hafa að
undanförnu verið að risa
byggingar, sem gætu orðið fyrsti
visir sliks sveitaþorps: Félags-
heimili, sundlaug og tvær
kennaraibúðir. Þar að auki er að
hefjast bygging barna- og
unglingaskóla, sem búið er að
veita til um þrjár milljónir króna
á fjárlögum i tveim áföngum, og
iþróttasvæði er að komast þar i
gagnið.
— Kross er miðsvæðis á Barða-
strönd, sagði Kristján Þórðarson,
oddviti, er við ræddum við hann
um þessa hugmynd, og hér höfum
HHJ-Reykjavik. — Þriðja
umræða Efri deildar um skatta-
frumvarpið stóð lengur en búizt
hafði verið við og lauk ekki fyrr
en um miðnætti á föstudagskvöld.
Atkvæðagreiðslu var frestað
fram á mánudag sem og fundi
Neðri deildar um málið og verður
það tekið fyrir þá eins og Timinn
skýrði frá i gær.
Við þriðju umræðu i efri deild
við laugar, og það er litill vafi á
þvl, að hér fengist nægt heitt
vatn, ef borað væri eftir þvi.
Jarðhiti er i sveitinni á fjórum
eða fimm stöðum bæði inni i
Vatnsfirði, en þó einkum i Móru-
dal, svo að við ættum að standa
vel að vigi að þvi leyti. Hér á
Barðaströnd, eru nú um tvö
hundruð manns, og þetta er fjöl-
mennasta byggðarlagið i sýslunni
austan Kleifaheiðar, að
Reykhólasveit undanskilinni. Og
við búum hér i gjöfulli, fallegri og
hlýlegri sveit, þar sem unga
fólkið vill vera kyrrt, ef þess er
nokkur kostur. Hér er fólk , sem
biður eftir þvi að komast i þessar
leiguibúðir, sem við höfum sótt
um, ef við bara fáum þær - bæði
burtfluttir sveitungar, sem vilja
heim aftur, og ungt fólk, sem vill
mynda sér heimili. Það mætti
byggja mun fleiri ibúðir vegna
þess — þær stæðu ekki auðar.
Við viljum alls ekki sætta okkur
við það lengur að sveitin okkar sé
uppeldisstöð verkafólks handa-
öðrum byggðarlögum, hélt
Kristján áfram, og það er ófrá-
vfkjanleg krafa okkar, að svo sé i
haginn búið, að það geti verið hér
lagði meirihluti fjárhagsnefndar
fram breytingartillögu þess efnis,
að lögin giltu aðeins til áramóta.
Verði breytingartillagan
samþykkt, merkir þaö, að verði
ekki komist að nýju samkomulagi
fyrir þann tima, fellur 5% sölu-
skattshækkunin niður og tekju-
skattur færist aftur til núgildandi
horfs.
Gengið verður til atkvæða um
þetta á morgun
kyrrt og við fáum að halda þvi,
svo fremi, sem það vill vera hér.
Það þarf ekki að skorta hér at-
vinnu, ef rétt er á haldið. i fyrra
voru gerðar héðan út tólf trillur,
sem ýmist voru hafðar á Þræla-
vogi skammt frá bryggunni á
Brjánslæk, eða á Haukabergs-
vaðli, þar sem að visu verður að
sæta sjávarföllum. Þó að þessar
trillur hafi mest verið n otaðar til
grásleppuveiða, þá ber einnig að
hafa það i huga, að fiskigengd hér
inn á Breiðafjörð hefur aukizt
siðan landhelgislinan var færð út,
og héðan er nú ekki nema svo sem
tveggja tima sigling á fiskimið
fyrir skakbáta. Ég á sjálfur trillu,
og hef greinilega fundið, hvaða
breyting hefur orðið.
Þar að auki er skelfiskur rétt
úti fyrir, og jafnvel styttra héðan
á slik mið heldur en úr Hólminum
á þau, er þeir stunda. Loks hefur
svo rækja verið veidd hér fyrir
framan og flutt til Bildudals, og
má vel vera, að rækjvon sé hér
inni i fjörðunum, sem aldrei hafa
verið rannsakaðir til hlitar.
Þegar þess er gætt, að á mið,
sem við eigum stutt á, sækja jafn-
vel bátar vestan af ísafirði og
sunnan frá Faxaflóa, virðist ekki
óskynsamlegt, að hér væri komið
upp hafnaraðstöðu og það þeim
mun fremur sem höfn er engin
hér á norðurströnd Breiða-
fjarðar. Þess vegna fengum við i
fyrra menn frá hafnarmála-
stjórninni til þess að lita á
Haukabergsvaðal, verkfræðing
og verkstjóra, og mér skilst, að
þeim hafi ekki litizt illa á staðinn
til trillubátaútgerðar, þótt við
hins vegar höfum ekki enn fengið
frá þeim álitsgerð.
En það sem viö viljum fá jafn-
framt, er eins konar friðlýsing
eða löghelgun á dálitlu svæði hér
fyrir framan handa okkur, svo að
þær nýtjar, sem hér gefast. veröi
ekki að engu gerðar með of
mikilli sókn.
Við leggjum lika mikið kapp á,
að hér verði komið upp nægu
skólarými til þess, að börn og
unglingar á Barðaströnd geti
stundað allt sitt nám heima, og
við sættum okkur ekki við það, að
menntamálayfirvöldin virðast
telja nægja að byggja hér skóla
handa þrjátiu börnum, þegar hér
eru fimmtiu unglingar á skóla-
aldri. Við sættum okkur ekki við
neinar fráfærur, og okkur finnst
það bera vitni um takmarkaða
þekkingu að treysta það. að
vestfirzkar heiðar séu færar að
vetrarlagi að staðaldri. Ég bendi
lika á það, að inni i Vatnsfirði hef-
ur verið komið upp mjög
myndarlegum gististað, Flóka-
lundi, þar sem fjöldi gistiher-
bergja stendur auður átta mánuði
ársins, og hér virðist næsta
auðvelt að koma upp gagnfræða-
skóla, þar sem framhaldsdeildir.
þriðji og fjórði bekkir, nytu
kennslu.
Loks itreka ég það svo, sagði
Kristján, að það ríkir hér
brennandi áhugi á þvi að efla
byggðina og treysta, og búa svo
um hnútana, að fólk þurfi ekki
lengur að hrökklast héðan
nauðugt, og við skiljum ekki
annað en við eigum fulla
heimtingu á liðveizlu til þess,
alveg eins og þau byggðarlög,
sem eru annars staöar á landinu
og nær miðstöðvum valdsins.
LAGT TIL AÐ
SKATTALÖGIN
GILDI AÐEINS
TIL ÁRAMÓTA
Fyrirætlun Austur-Skaftfellinga:
Jón Eiriksson, mynd Halldórs Péturssonar, teiknuð eftir andlitsmynd
frá 18. öld
Bautasteinn Jóns
ferenzróðs rís að
Eiríkssonar kon
Skólafelli
AUSTUR-SKAFTFELLINGAR
liafa hug á þvi að reisa Jóni
Eirikssyni konferenzráði minnis-
varða að Skálafelli i Suðursveit,
þar sem hann er borinn og barn-
fæddur. Þykir þeim vel til fallið,
að hrinda þessu áleiðis á
þjóðarhátiðarárinu, og hafa þeir
þegar ráðiö Sigurjón ólafsson
myndhöggvara til þess að gera
minnismerkið.
Þrir Austur-Skaftfellingar,
Guðmundur Jónsson, Aðalsteinn
Aðalsteinsson, og séra
Skarphéðinn Pétursson hafa sent
Timanum svolátandi bréf:
,,Eins og kunnugt er hafa
mörgum sonum islenzku
þjóðarinnar verið reist minnis-
merki. En einn þeirra hefur
hingaðtil legiðhvað þetta snertir,
óbættur hjá garði, en það er Jón
Eiriksson, konferensráð, og
hlýtur það þó að vera samróma
dómur allra, sem vilja kynna sér
sögu okkar. að fáum eigum viö
meiri þakkir að gjalda.
Nú er ætlunin að reisa þessum
landa vorum verðugan bauta
stein, er á aö risa hjá fæðingar-
stað hans, Skálafelli i Suður-
sveit. Er vænzt, að hann geti risið
i sumar eða haust, ef þær
áætlanir, sem gerðar hafa verið
standast.
Það eru tilmæli okkar til þeirra
er þetta bréf lesa, að þeir leggi
eitthvað af mörkum til þessa
fyrirtækis, en forgöngu um það
hefur Lionsklúbbur Horna-
fjarðar.
Minnismerkið verður gert af
Sigurjóni Ólafssyni mynd-
höggvara, og til þess að fram-
kvæmdir geti hafizt, er mjög
áriðandi, að fjárframlög eða lof
orð um stuðning berist okkur,
sem allra fyrst.”
Eins og alþjóð veit, var Jón
Eiriksson, konferenzráð einn sá
af sonum þjóðarinnar, er hún á
mest að þakka, og hefur vart
nokkur maður átt meiri þátt en
hann i þeim stefnuhvörfum. sem
urðu i sögu okkar á átjándu öld,
en einmitt hann, og þau urðu
undanfari allra stakkaskipta,
sem land og þjóð hefur siðan
tekið. Án þess bakhjarls, sem
Skúli fógeti og aðrir mætismenn
þjóðarinnar á þessum tima áttu i
Jóni Eirikssvni, hefðu þeir
trúlega litils mátt sin meöal
valdamanna i Kaupmannahöfn.