Tíminn - 17.03.1974, Side 3
Sunnudagur 17. marz 1974.
TÍMINN
3
Hafsteinn Austmann
Magnús bæjarstjóri þakkar Godek viðskipta-og sendifulltriia gjöfina. Bak viö Godek standa Þorsteinn
Baldursson og Páll Zóphóniasson bæjarverkfræöingur i Eyjum. í sæti ökumanns á vAinni er starfs-
maöur frá áhaldahúsinu I Vestmannaeyjum. — Timamvnd: GE.
PÓLVERJAR GEFA
VESTMANNAEYINGUM
STÓRA DRÁTTARVÉL
CZELSAW GODEK, sendi- og
viöskiptafulitrúi Pólverja hér-
lendis, brá sér ð miövikudaginn
til Vestmannaeyja, þar sem hann
afhenti Magnúsi Magnússyni
bæjarstjóra stóra dráttarvél,
URSUS C-355 aö gjöf til Vest-
mannaeyinga frá pólsku þjóöinni.
Gisli Jónsson & Co h/f hafði
gefið hús á dráttarvélina, ásamt
öðru fleira, og var Þorsteinn
Baldursson með i förinni.
Magnús Magnússon, bæjar-
stjóri sagði, er hann veitti
gjöfinni viðtöku, að þessi dráttar-
vél kæmi i góðar þarfir, og væri
fyrsta verkefnið, sem biði
hennar, uppgræðsla og sáning.
MENNINGARVIKA í KÓPA
VOGI HEFST UM HELGINA
Dagana 17.-23. marz gengst
Leikfélag Kópavogs fyrir vöku i
Félagsheimilinu, i samvinnu við
rekstrarstjórn þess. Tilgangurinn
er að auka starfsemi Félags-
heimilisins og gera bæjarlifið
fjölbreytilegra.
Dagskráin er við það miðuð, að
sem flestir, bæði ungir og aldnir,
geti fundið þar eitthvað sér til
skemmtunar eða fróðleiks.
Vakan hefst á sunnudag kl. 3
með fjölskyldudagskrá, en meðal
efnis þar eru 15 fóstbræður,
Skólahljómsveit Kópavogs, dans-
sýning frá Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar, gamanþættir og
fleira. Um kvöldið sýna Leikfélag
Selfoss og Leikfélag Hveragerðis,
Skuggá-Svein Matthiasar
Jochumssonar. Mánudagskvöldið
er helgað æsku bæjarins og mun
hún sjá um og flytja allt efni. A
þriðjudag verður kynning á verk-
um nokkurra rithöfunda og
kvikmyndasýning.
Meðal þeirra höfunda, er þarna
lesa, eru Svava Jakobsdóttir og
Jónas Guðmundsson, ennfremur
mun Geirlaug Þorvaldsdóttir
leikkona lesa ljóð.
Miðvikudagurinn mun verða
helgaður tónlistinni og mun Tón-
listarskóli Kópavogs, Karlakór-
inn Fóstbræður og 10 manna
söngflokkur sjá um flutninginn.
Á fimmtudagskvöld mun
Leikfélagið flytja kafla úr Hrafn-
hettu Guðmundar Danielssonar
en höfundur verður sögumaður. A
föstudagskvöldið verður þjóð-
lagakvöld. Flytjendur verða
nokkrir kunnustu listamenn
landsins á þvi sviði, eins og
Kristin ólafsdóttir, Hörður
Torfason, Árni Johnsen, Kristin
Lilliendahl og fleiri. Vökunni lýk-
ur svo með almennu hófi á
laugardagskvöld, en þar verða
ýmis skemmtiatriði, og Kátir
félagar” leika fyrir dansi.
A meðan vakan stendur mun
Lista- og menningarsjóður Kópa-
vogs sýna grafik i neðri sal, en á
annarri hæð verður sýnt úrval
teikninga barna i skólum bæjar-
ins. Þá mun Leikfélagið ásamt
barnaskólum bæjarins sjá um
skemmtun fyrir yngstu bæjarbú-
ana 3 fyrstu daga vökunnar.
fj| ÚTBOÐ
Tilboö óskast I sölu á stórum vatnsmælum fyrir Vatns-
veitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 18. apríl
1974, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
opnar sýningu
að Kjarvalssföðum
Gsal—Reykjavik. — Hafsteinn
Austmann listmálari opnaði
laugard. kl. 2, málverkasýningu
aö Kjarvalsstööum á Miklatúni.
Sýningin verður opin frá klukkan
fjögur til tiu á virkum dögum, en
frá tvö til tiu um helgar. A mánu-
daginn verður lokaö. Syningin
stendur til sunnudagskvöldsins
24. marz.
Hafsteinn Austmann hefur
haldið sex einkasýningar, þá
fyrstu 1956 i gamla listamanna-
skálunum, auk fjölda samsýninga
hér heima og erlendis. M.a. hefur
Hafsteinn tekið þátt i samsýning-
um ungra myndlistarmanna i
Moskvu, Danmörku, Róm og
viðar.
A sýningu þessari eru 49
myndir, sem málaðar eru siðustu
fjögur árin. Þar af eru átta vatns-
litamyndir, en þær eru sumar
hverjar eldri.
Hafsteinn er „abstrakt”
listmálari, eins og ljósmyndirnar
bera með sér. Hann sagði viö
blaðamann Timans i gær:
— Ég er orðinn gamaldags, —
það eru allir farnir að mála
landslag. En ég á töluvert mikið
eftir óunnið i þessu, og á meðan
svo er, snýst ég ekki.
— Hvað er verðið á myndun-
um?
— Þarna kemur þú við
viðkvæman punkt. Satt bezt að
segja hef ég ekki enn ákveöið
verðið, en ef að likum lætur,
verður það eitthvað á milli 20 og
130 þúsund.
Ilafsteinn Austmann hengir upp siöustu myndirnar. Timamyndir:
Róbert.
Sumarbústaður
land eða litið býli, óskast til kaups. Get
skipt á litilli ibúð i Reykjavik.
Tilboð sendist Timanum, merkt Trúnaður
1694.
Certina-DS:
úrið,
sem þolir
sitt af hverju!
Certina-DS, algjörlega áreiðanlegt úr, sem
þolir gifurleg högg, hita og kulda, i mikilli
hæð og á miklu dýpi, vatn, gufu, ryk.
RTINA Ú
Certina Kurth Fréres SA Grenchen/Switzerland
Með DS (DS merkir "double security’’
tvöfallt öryggi) hefur Certina framleitt
einstakt armbandsúr, úr sem eru i fullri
notkun þegar önnur stöðvast. Úr fyrir þá,
sem bjóóa hættunum byrginn, hafa
ævintýrablóð i æðum, taka áhættur, sýna
áræðni og hugrekki, þá sem eru kröfu-
harðir við sjálfa sig.
Hið sérstæöa
DS byggingarlag. Certina-DS lætur sér
ekki nægja venjulega höggdeyfa til
verndar jafnvæginu. Certina hefur til við-
bótar mjög teygjanlega fjöðrun, sem
verndar allt verkið. Það má segja, að það
fljóti innan i kassanum fyrir tilstilli sérstaks
höggdeyfikerfis, sem' er utan um verkið.
Þannig hefur Certina-DS fengió auknefnió
sterkasta úr i heimi.