Tíminn - 17.03.1974, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 17. marz 1974.
AAenning í
„verksmiðju"
Fyrir alllöngu var þetta hús-
næ&i, sem þiö sjáið hér á
myndinni, notað til skotfæra-
framleiðslu. en i dag er þessi
gamla verksmiðja í Hamborg-
Altona fristundastaður, sem
fjöldi fólks sækir og nýtur þess
aðkoma saman á og skemmta
sér á ýmsan hátt. Málarinn
Horst Dietrich og arkitektinn
Friedhelm Zeuner fengu verk-
smiðjubygginguna til eigin ráð-
stafana árið 1971. Verksmiðju-
byggingin var hresst viö og gerð
mjög aðlaðandi fyrir fólk á
öllum aldri. barna eru nú
haldnar leiksýningar, hljóm-
leikar og hvað eina, og alltaf er
fullt út úr dyrum. Kannski við
eigutn einhvers staðar gamla
verksmiðju, sem mætti breyta á
svipaðan hátt.
Jörðin hægir á sér
Vfsindamenn fullyrða, að jörðin
sé farin aö hægja á sér, hefur
hraði hennar minnkað um einn
tiunda úr sekúndu frá þvi i april
1962, sem okkur finnst vist ekki
mikið, sem ekki höfum vit á
visindum. Kjarnorkuklukkur,
sem eru nær nakvæmustu i
heimi, hafa sýnt fram á þessa
hraðabreytingu, en þetta gerir
vist ekkert til, þvi að alls hefur
jörðin hægt á sér um 35 sekúnd-
ur frá þvi "m siðustu aldamót.
Pýramídar á hvolfi.
Nýjasta tízka í
húsagerð
Pýramidarnir egypzku hafa
iöngum verið taldir hreint
furðuverk i byggingarlist þeirra
tima. Nokkrir bygginga-
verkfræðingar i Odessa eru
samt þeirrar skoðunar að það
hefði jafnvei verið enn snjall-
ara. hefðu Forn-Egyptar fundið
uppá þvi að hafa endaskipti á
pýramidunum. Það sem kemur
þeim til að segja þetta er
reynsla þeirra af nýjum
aðferðum, sem notaðar hafa
verið við byggingu háhýsa i
sovézku hafnarborginni Odessa
við Svartahaf. 1 stað þess að
reisa húsin á hinum venjulegu
háu, beinu stöplum nota þeir
sem undirstöðu pýramida,
er höfð hafa verið endáskjpt'i á
betta er fljótlegri aðferð og
byggingarkostnaöurinn er mun
lægri 60 hús hafa þegar verið
reist með þessum hætti, og virð-
ast þau engu óstöðugri en hin.
★
Og hver var hin
seki?
Um klukkan fjögur að nóttu i
júni siðast liðnum kom
velklæddur maður inn i Pipi-
strello-næturklúbbinn i Róm.
★
48 dra aldursmunur
á brúðhjónunum!
,,Ég er ungur eftir aldri”, sagði
brúðguminn brosandi. Brúð-
guminn var enginn annar en
Avery Brundage, fyrrum
formaður i Alþjóðlegu Olympiu
nefndinni, margmilljónamær-
Hann gekk að pianóinu og fór að
reyna að leika lag, sem hann
virtist ekki muna fullkomlega.
Fólkið i klúbbnum var of önnum
kafið við að drekka og skemmta
sér tii þess að það tæki eftir þvi
sem fram fór. Þegar maðurinn
hélt svo áfram að spila sama
lagstúfinn aftur og aftur fór það
að fara i taugarnar á hópi
manna, sem sat skammt frá
hljóðfærinu. Einhver kallaði til
mannsins að hætta, en hann lét
það ekki á sig fá, heldur hélt
áfram að spila. Skyndilega stóð
maður nokkur á fætur og spark-
aði pianóstólnum með spilaran-
um á I burtu frá hljóðfærinu.
Pianóleikarinn stóð á fætur og
æpti til mannsins, að hann hefði
eyðilagt fyrir sér lagið sitt. Sið-
an stakk hann hendinni inn und-
ur jakkabarminn og dró fram
skammbyssu og skaut. Þrir
klúbbgestir féllu til jarðar mikið
meiddir. Allir reyndu að kom-
ast út hið skjótasta, en pianó-
leikarinn stakk rólega á sig
byssunni og gekk sjáifur til
dyra. Þegar lögreglan kom var
henni sagt að ekkerl hefði gerzt,
þrátt fyrir það að greinilega
mætti sjá skotgöt, blóð og
skemmd húsgögn út um allt.
Lögreglan greip þá til þess ráðs
að handtaka eiganda nætur-
klúbbsins, yfirþjóninn og dyra-
vörðinn. Þeir voru sakaðir um
að reyna að halda glæp ieynd-
um.
★
ingur og hress og glaður, — en
hann var að kvænast 37 ára
gamalli þýzkri prinsessu, sem
heitir Mariann Reuss. Avery
Brundage sjálfur er nýlega orð-
inn 85 ára gamall, og er þvi
aldursmunur þeirra hjóna 48 ár.
— Við erum hamingjusöm og ég
er mjög hress eftir aldri og ég sé
ekki neina ástæðu til að býsnast
yfir þessu, sagði brúðguminn,
þegar þau höfðu varla frið fyrir
ljósmyndurum og blaðamönn-
um.