Tíminn - 17.03.1974, Qupperneq 11

Tíminn - 17.03.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur 17. marz 1974. TÍMINN 11 Hryssa meö folaldiö sitt, sem einn af gestum safnsins fékk að bregða sér á bak á Stór bújörð óskast Búfræðingur og tæknifræðingur óska eftir að kaupa stóra og góða bújörð með mikl- um ræktunarmöguleikum og stóru upp- rekstrarlandi. Til greina kæmi að kaupa nokkrar sam- liggjandi jarðir, sem byðu upp á þessa möguleika. Húseignir i Reykjavik gætu að einhverju leyti komið sem greiðsla. Lysthafendur sendi nafn og heimilisfang til afgreiðslu blaðsins, merkt Stór- búskapur 1695 fyrir 1. april n.k. Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum fTBÚNAÐARBANKINN \fi/ REYKJAVÍK áður en þú komst i þetta safn? — Ég fæddist á Sireksstöðum i Vopnafirði árið 1917. Þar ólst ég upp og var svo vinnumaður á Svinabökkum i sömu sveit, en fór svo i vinnumennsku að Hofteigi til Benedikts Gislasonar, sem er gamall Vopnfirðingur. Benedikt er afbragðsmaður, tilfinninga- maður mikill og brjóstgóður, svo að hann má ekkert aumt sjá. Hann var atorkumaður, og þó hann lægi oft inni við lestur var hann hamhleypa við vinnu, þegar eitthvað lá við. Réttlætiskennd hans var slik, að vorið 1942 borg- aði hann mér uppbót á umsamið kaup og sagði, að það kaupgjald, sem um var samið ári fyrr, væri úrelt og alltof litið. En þegar ég var i Hofteigi, datt með mig hestur, svo ég meiddist, handleggsbrotnaði og fleira, og var þvi frá vinnu árlangt eða vel það. En upp úr þvi fór ég til Reykjavikur og var einn vetur gæzlumaður á Kleppi. En þaðan fór ég norður i Eyjafjörð og vann þá i Kaupangi, þar sem Björn Ingvarsson lögfræðingur rak þá bú. Siðan réð ég mig á fiskibát frá Akureyri, og var svo aðallega við sjómennsku á ýmsum skipum nokkrar vertiðir. Eftir þetta varð ég handlangari hjá múrara, það mun hafa verið upp úr 1947- Svo ilengdist ég i múrverkinu og vann við það hér og þar austanfjalls nokkur ár. Og við það vann ég austur i Hraunamannahreppi, þegar hugur minn fór að snúast um uppsett dýr. Sú hugsun varð svo áleitin, að siðan hefur hún ráðið lifi minu. — Þá fórstu að undirbúa starfið? — Já. Ég hringdi til Kristjáns Guðmundssonar og leitaði eftir þvi, hvort hann gæti sett upp fyrir mig dýr. Hann hafði nóg annað að gera, en visaði mér til Jóns M. Guðmundssonar handavinnu- kennara. Hann hefur lært þetta erlendis, og hann hefur unnið að þessu fyrir mig. Undanfarið hefur svo Spánverji, sem hér hefur dvalizt siðustu árin, hjálpað mér lika. Hann er nú giftur islenzkri konu. Hann vinnur i Kassagerð- inni, en vinnur hjá mér i tóm- stundum sinum. — En hvað er um þinn vinnu- tima? — Safniö er opið alla daga. Ég fæ mér að visu aðstoð um helgar og yfir sumarið, enda sitthvað að gera annað en að passa miðasöl- una. t 5 ár hef ég ekki tekið mér neitt fri nema einu sinni frá þvi siðdegis á laugardegi fram á sunnudag, það var of mikið, þvi þegar ég kom heim, var búið að brjótast inn, skemma fjórar hurðir og taka sjónvarpstækið mitt og peningakassann. En ég uni mér vel við þetta. Ég þarf ekki fri, og ég er rólegur, þó að stundum sé dálitið erfitt, þvi ég trúi þvi, að ég hafi unnið gott verk. Það er dálitið misjafnt, hvað þetta gefur af sér. Minnsta mánaðarkaup, sem ég hef haft við þetta, var i desember 1971. Það var 5320 krónur. Það mesta sem inn hefur komið og verið til ráðstöfunar á einum mánuði, er kringum 150 þúsund krónur. Það er margt ógert hér. Ég hef hér til sýnis uppi á vegg 60 þurrkaðar jurtir, sem Guðmund- ur Jónsson á Kópsvatni hefur safnað fyrir mig. Svo er dálitið af skeljum, eins og þú sérð. Þetta ætti að vera betur merkt og jurt- irnar undir gleri. Svo á ég tölu- vert margt i frysti, sem biður þess að timi vinnist til að setja það upp. Safnið þyrfti að hafa fagmann i föstu starfi. Það eru lika svo margir, sem leita hingað eftir fyrirgreiðslu. Það eru ýmsir skólamenn viðsvegar um land, sem vilja hafa visi að náttúru- gripasafni við skóla sina og vilja fá fugla setta upp i þvi sambandi. Svo eru það ýmsir einstaklingar, sem vilja fá sitthvað gert, langar til að eiga fugl eða aðrar skepnur eða haus af kind eða kú. Það er hérna listi yfir þannig verkefni, sem hér liggja fyrir eins og sakir standa. Hér er þvi ærið verk að vinna, til að fullnægja eftirspurn- inni á þessu sviði innanlands. Auk þess hef ég rökstuddan grun, eða jafnvel vissu studda fenginni reynslu fyrir þvi, að það gæti verið nokkur markaður fyrir islenzk dýr uppsett til útflutnings. Hér eru vissulega mörg verkefni fyrir höndum. 1 borg eins og Reykjavik held ég, að svona safn hafi talsverðu hlutverki að gegna. Nú hefur safnið fengið hljómplötur með lýsingu á einstökum dýrategund- um og hljóðum þeirra. Safngestir geta fengið leigð heyrnartæki og hlustað á það af þeim, sem þeir vilja. Það er draumur minn að safnið geti þannig veitt rétta fræðslu um islenzka náttúru. Auðvitað hugsa ég oft um fram- hald þessa stofns að safni, sem hér er kominn. Þar held ég ekki fram neinum föstum og afdrátt- arlausum skoðunum um tilhögun. Hið opinbera má vel eignast þetta, og það kæmi eflaust til greina að tengja þetta safn einhverju öðru. Fyrir mitt leyti vil ég vera til viðtals um slikar hugmyndir. Ég vona bara, að það, sem unnið hefur verið, verði ekki ónýtt, og áfram verði haldið, þaðan sem nú er komið. i þessu viðtali minu við Kristján Jósefsson er fljótt yfir sögu farið og lauslega gripið á ýmsu, sem þó gæti verið nokkurt söguefni. Þó er þetta ágrip nægilegt til að sýna, að þessi maður, sem aldrei hefur átt sér fjölskyldu siðan hann óx úr grasi, hefur gert islenzka dýrasafnið að heimili sinu frá þvi það var stofnað fyrir 15 árum, og helgað þvi lif sitt frá þvi hann fór að undirbúa stofnun þess. Og það eru fleiri en hann, sem spyrja nú hvert framhaldið muni verða. — II.Kr. Bedford 66 til sölu með ný-uppgerðri Leyland-vél. Þórður Þórarinsson, Másseli, Jökulsár- hlið, Norður-Múlasýslu, simi um Foss- velli. Al^l Harley-Davidson ÁRGERÐ 1974 SNJO-VELSLEÐINN Þá er Harley-Davidson SNJÓSLEÐINN LOKSINS BOÐINN Á ÍSLANDI Sölu-umboð d Akureyri: Gís// Jónsson & Co. h.f. Bílaþjónustan s.f. Klettagarðor 11 Sími 8-66-44 Sími 96-12209 Það sem íslenzku sérfræðingarnir segja um Harley-Davidson: Hann er kraftmikill 30 og 35 hö. Hann er léttur 178 kg. Hann er hljóðlátur, tvöfalt kerfi. Harley-Davidson getum við treyst. EIGUM NOKKRA SLEÐA Á LAGER HAFIÐ SAMBAND SEM FYRST

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.