Tíminn - 17.03.1974, Page 24
Ég hefði áttaðganga frá stakkstæðinu, en ég varð leiður
á því að hagræða hraunhellum, svo að ég fór í garðinn.
Þau röbbuðu saman smástund enn, svo hélt Svala
leiðar sinnar niður í f jöru, og Eiríkur sneri sér að vinnu
sinni.
Tíu mínútum síðar kom Svala hlaupandi með Helga
skoppandi allt í kringum sig.
— Það er ísjaki úti á sjónum! hrópaði hún. Sá
fallegasti, sem ég hef nokkru sinni séð. Þú ættir að koma
með og lita á hann, en bíddu við á meðan ég fer með
Helga heim.
Hún hljóp heim, en Eiríkur fór i jakkann sinn. ísjaki
var afar sjaldgæft fyrirbæri í Breiðafirði. Þau ár koma,
þegar Húnaflói og aðrir firðir fyrir norðan eru fullir af
ís, en Breiðafjörður og Faxaflói eru alltaf íslausir.
Aðeins einu sinni, skelfingarsumarið 1695, var Island
umlukið ís, hver einasti fjörður fylltist ís og ströndin
lokaðist, að undanskildu Snæfellsnesi.
Nú kom Svala hlaupandi, og þau f lýttu sér niður í f jör-
una, þar sem allmargt fólk, þar á meðal Stefán
Gunnarsson, stóð uppi á steinbryggjunni.
Þarna var hann, skínandi hvítur úti á bláu hafinu og
liktist skipi fyrir fullum seglum. Hann var stærri en
eyjan Fulmar. Á sama hátt og eitt stakt ský undirstrikar
bláma himinsins, þannig undirstrikaði þetta ísskíp
fegurð Breiðaf jarðarins.
Stef án haf ði f arið út á seglbátnum sínum um morgun-
inn, og hann var bundinn við bryggjuna. Þegar Svala
hafði horft góða stund á ísjakann, varð henni litið á
bátinn.
— Ég ætla að sigla út til þess að líta nánar á hann, sagði
hún. Hver vill koma með? Langar þig með, pabbi?
— Ég er önnum kafinn, ég þarf að líta eftir nýju
laxanetunum, svaraði Stefán. Þetta er bara tímasóun
hjá þér, þetta er ekki nema ísjaki, og hann er fallegastur
i fjarlægð.
— Ég hef aldrei séð ísjaka í nálægð, sagði Svala, og ég
ætla ekki að missa af tækifærinu í þetta skiptið.
— Mig langar gjarna til að fara með þér, sagði Eiríkur.
Ég hef ekkert fyrir stafni þessa stundina.
— Gætið þess að fara ekki of nærri honum, sagði
Stefán og leysti bátin. Ég hef heyrt, að birnir haf i komið
með haf ísnum. Það er gömul saga, að björn haf i komið á
land í Skagafirði af hafískjaka.
TÍMINN
i i _______________________________________________
— Við skulum passa okkur á björnunum, svaraði Svala
og hló.
Þau ýttu f rá og Eirikur reisti sigluna. Þau fengu góðan
byr, sem færðist i aukana, þegar þau voru komin
spölkorn frá landi. Svala sat við stýrið, en Eiríkur sat
miðskips og fylgdist með, hvernig hún stýrði bátnum,
eins og húnværi fædd til þessa starfa, sem hún var líka í
rauninni.
Það er ekkert unaðslegra en að sigla hraðbyri á góðum
báti. Vindurinn kom í smárokum inn Breiðaf jörð, og sé
báturinn ekki i góðum höndum, er talsverður vandi að
slá undan, en Eirikur þurfti ekki að aðvara þá, sem við
stýrið sat. Það er sagt um sjómennina á isaf irði, að þeir
séu nokkuð góðir með sig, en naumast hefði nokkur
þeirra getað kennt Svölu neitt að ráði i þessum efnum.
Þau sigldu framhjá Fulmar. Nú sat fuglinn á, og
klettarnir voru nánast furðulegir útlits.
Hvarvetna á syllunum sátu fuglarnir í röðum. Teist-
urnar voru á lægstu syllunum. Teistan verpir á bera
sylluna, og það er nánast stórkostlegt, að eggin skuli
ekki eyðileggjast. Nú sátu þær þarna á eggjunum sínum
í svörtum og hvítum búningunum og horfðu á bátinn
nálgast. Fyrir ofan teisturnar voru margar raðir af
álkum, ofan við þær var lundinn í holum sínum, og efst
trónuðu svo riturnar.
Þegar báturinn leið framhjá, kallaði Svala til fugl-
anna.
Eiríki varð undarlega innanbrjósts við þetta háttalag
hennar.
Þetta var ekki eins og rödd mannlegrar veru, heldur
einsog fugl væri að hrópa til annarra fugla. Þó var þetta
kall ekki eins hást og garg sjóf uglanna eða eins skerandi
og gjallandinn í landfuglunum.
Teisturnar og álkurnar böðuðu út vængjunum, rétt eins
og veturinn hefði andað á f jaðrir þeirra, og veikt garg
barst út yfir hafið.
— Ég var bara að láta þá vita, að þetta væri ég, sagði
Svala.
Eiríkur hélt, að hún segði þetta að gamni sínu.
— Áttu við það, að þeir þekki þig?
— Breiðafjörður veit síni viti, sagði Svala. Fuglar
gleyma aldrei. Sami fuglinn gerir hreiður sit alltaf á
sömu syllunni, og ætli fuglarnir, sem sjá míluvega yfir
hafið, viti ekki um ferðir bátanna, sem fara út? Þeir
þekkja hvern bát og hvern mann. Þarna sátu þeir og
sögðu við sjálfa sig: ,,Þetta er báturinn hans Stefáns
Gunnarssonar. Ætli það sé ekki Svala, sem situr í
honum?" Ég ræni aldrei eggjunum frá þeim, — svo að
þess vegna kallaði ég til þeirra.
— Já, það leit líka út fyrir, að þeir svöruðu, sagði
Eirikur, sem var hálfvegis sannfærður.
— Breiðaf jörður veit sínu viti. — Þetta er enginn
uppspuni, og varla hægt að komast nær sannleikanum,
nema ef til vill ef hún hefði sagt, að hann vissi allt um
alla.
Vegna þess að Breiðaf jörðurinn er eitt samsett auga
og ein samsett sál. í sjó og yfir sjó dreymir hann og
rVatnið lltur vel Ágætt Manný^J
Dalla, en ég verð að. Viö tökum sýnis
skoða það i smásjá/ horn af öllu,
til að verða viss. ^málmum, vatni,
plöntum.
Mundu lifverur geta
verið i ýmsum mynd
\um. Sérhver þeirra
\gæti verið hættuleg
mönnum. V
'V
Sunnudagur 17. marz 1974.
III
ÍJifiL!
1
Sunnudagur
17, marz
8.00 Morgunandakt Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Hljóm-
sveit Kicks Catcharts leikur
og Comedian Harmonists
syngja.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar (10.10.
Veðurfregnir). a. Dr. Páll
Isólfsson leikur orgelverk
eftir Johann Sebastian
Bach: Tvo sálmforleiki og
Chaconnu. b. Frá tónlistar-
hátiðinni i Brússel i fyrra:
1.: Barnakór Bodra Smyana
frá Soffiu syngur andleg
lög. 2: Monika Druyts og
Belgiska kammersveitin
leika Pianókonsert i D-dúr
op. 21 eftir Joseph Haydn:
Georges Maes stj. c. Frá
ungverska útvarpinu:
Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins leikur „Rómeó
og Júliu”, svitu nr. 2 eftir
Sergej Prokofjeff: György
Lehel stj.
11.00 Mcssa i safnaðarheimili
Langholtssafnaðar Prestur:
Séra Árelius Nielsson.
Organleikari: Jón Stefáns-
son.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynnirrgar.
13.15 Friðun húsa á islandi
Hörður Ágústsson list-
málari flytur þriðja og
siðasta hádegiserindi sitt:
Varðveizla og framtiðar-
skipan.
14.00 Dagskrárstjóri i eina
klukkustund Baldvin
Tryggvason framkvæmda-
stjóri ræður dagskránni.
15.00 Miðdegistónleikar a.
Frá tónlistarhátiðinni i
Helsinki i fyrra. „Das Lied
von der Erde”, lagaflokkur
eftir Gustav Mahler. Flytj-
endur: Sinfóniuhljómsveit
finnska útvarpsins, Aili
Purtonen altsöngkona og
Matti Piipponen ténór-
söngvari. Stjórnandi: Okko
Kamu. b. Hljómsveit
austurriska útvarpsins
leikur létt lög: Ernst Kugler
stj.
16.25 Kristallar — popp frá
ýmsum hliðum Umsjónar-
menn: Sigurjón Sighvatsson
og Magnús Þ. Þórðarson.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Óli og Maggi með gull-
leitarmönnum” Höfundur-
inn, Ármann Kr. Einarsson,
les (5).
17.30 Stundarkorn með
söngvaranum Itobert Tear.
17.50 Úr segulbandasafninu
Þórbergur Þóröarson skáld
flytur tvær fyrirbrigða-
sögur: Huldukona fær léða
sög — og Andarnir i hjól-
söginni (Áður útv. i október
1962).
18.20 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Leikhúsið og við Helga
Hjörvar og Hilde Helgason
sjá um þáttinn.
19.50 Sjaldan lætur sá betur,
sem cftir hermir Umsjón
Jón B. Gunnlaugsson.
20.00 islenzk lónlist a.
„Sjöstrengjaljóð" eftir Jon
G. Asgeirsson. Sinfóniu-
hljómsveit íslands leikur:
Karsten Andersen stj. b.
Noktúrna fyrir' flautu,
klarinettu og stengjasveit
eftir Hallgrim Helgason.
Hljóðfæraleikarar i
Sinfóniuhljómsveit íslands
leika: Páll P. Pálsson. stj.
c. Prelúdia og fúga yfir
stefið BACH eftir Þórarinn
Jónsson. Björn Ólafsson
leikur á fiðlu.
20.40 „Hernámið”, smásaga
eftir Ólaf Ilauk Simonarson
Árni Blandon les.