Tíminn - 17.03.1974, Page 34
34
TÍMINN
Sunnudagur 17. marz 1974.
„TRÚBROT ÁTTI
ALDREI NEINA
MÖGUIEIKA Á
ÞVÍ AÐ NÁ
VINSÆLDUM
ERLENDIS"
— Rætt við Gunnar Jökul
Það kom fram i við-
talinu við Hljóma
laugardaginn 2. marz,
að Gunnar Jökuli
hefði einkarétt á nafn-
inu „Trúbrot”. Tið-
indamanni þáttarins
lék nokkur forvitni á
að vita ástæðuna fyrir
því og fékk þess vegna
Gunnar Jökul til þess
að spjalla við sig um
þetta atriði og ýmis-
legt fleira.
— Hvernig stóð á þvi, að þú
tókst þér einkarétt á nafninu
Trúbrot, Gunnar?
— Að þvi er nokkur forsaga.
Þegar ég hætti með Trúbroti i
miðjum október 1971, langaði
mig til að gera veruleika úr
þvi að nota nafnið Trúbrot til
hljómplötuútgáfu. Ætlunin var
að fá ýmsa söngvara til aö
syngja inn á plötur, sem
hljómplötuútgáfan Trúbrot,
gæfi út en við félagarnir i
hljómsveitinni sæjum um
undirleikinn. Ég var
persónulega ákveðinn i að
helga mig allan þessari
hljómplötuútgáfu og hætta að
spila opinberlega. Ég var bú-
inn að skrifa i ýmsar áttir
varðandi þessi mál og tryggja
mér gott stúdió, og hafði einn-
ig aflað mér samband við
viðurkennt pressufyrirtæki.
En þvi miður varð aldrei neitt
úr þessu.
Þegar við gáfum út LIFUN
1971 og ég byrjaði aftur með
hljómsveitinni, þá varö það að
samkomulagi á milli okkar að
halda saman undir nafninu
Trúbrot. Ef breyting yrði á þvi
og hljómsveitin færi að sundr-
ast, þá vorum við ákveðnir i
að leggja hijómsveitina niður.
Svo að ég svari spurning-
unni loksins, þá tel ég mig
hafa átt mikinn þátt i þvi að
vinna upp nafnið Trúbrot,
samanber þaö, að þegar ég
hætti með hljómsveitinni i
fyrra sinnið, þá datt hún ger-
samlega niður, þangað til ég
tók við henni aftur, og siðan
féll hún enn á ný niður i lægð,
þegar ég ákvað að hætta end-
anlega. Ég tel þetta fuligild
rök fyrir þvi að ég, frekar en
einhver annar i hljómsveit-
inni, eigi heimild til að láta
skrá nafnið.
Mér var alveg sama þótt
þeir notuðu nafnið i sambandi
við hljómsveitina, þótt það
bryti að visu i bága við okkar
þegjandi samkomulag, en
þegar ég frétti að þeir ætluðu
að nota nafnið Trúbrot i sam-
bandi við hljómplötuútgáfu og
hagnýta sér þau sambönd,
sem ég var búinn að afla i
tengslum við hljómplötuútgáf-
una Trúbrot, þá fannst mér
fulllangt gengið, svo ég ákvað
að taka nafnið af þeim og lét
skrásetja það á mig persónu-
lega.
— Hefur ekki komið til
greina að þú stofnaðir hljóm-
sveit undir nafninu Trúbrot?
— Þaðhefur aldrei komið lil
greina. Ástæðan er sú, að ég
hef ákveðið að spila aldrei
framar opinberlega. Hins veg-
ar kemur til greina að nota
þetta nafn i sambandi við heiti
á fyrirtæki á þessu sviði t.d.
hljómplötuútgáfu.
— Þú varst einn af stofn-
Gunnar Jökull: Hljómar bera af, vegna þess aö þeir spila þetta
gamla drasl betur en hinar hljómsveitirnar.
Trúbrot eins og hljómsveitin leit út, þegar hún var stofnuð i júni 1969. Gunnar Jökull hefur nú einkarétt á
nafninu TRÚBROT. Timamynd Gunnar.
endum hljómsveitarinnar
Trúbrots, sem hefur þegar
runnið sitt skeið til enda, en
segðu mér, hafa rætzt þær
vonir, sem þú geröir þér um
framtið hljómseitarinnar,
þegar þú hófst þinn feril með
henni?
— Það er ekki svo gott að
svara þessu svo vel sé. Trú-
brot stóð alveg fyllilega undir
þvi, sem við ætluðum okkur i
byrjun, en svo fór að koma
slen yfir þetta; það voru engar
hljómsveitir hér, sem veittu
okkur samkeppni, og slikt er
aldrei góðs viti.
Um áramótin 1970—’71
stofnuðum við Trúbrot aftur.
Það voru þeir Gunnar Þórðar-
son, Magnús Kjartansson,
Iíúnar Júlfusson, Karl Sig-
hvatsson og ég. Það timabil,
sem þessir menn héldu sam-
an, var tvimælalaust eitt það
bezta á ferli hljómsveitarinn-
ar. En eftir svona 8—10 mán-
uði var ég orðinn leiður og var
farið að langa til að hætta að
spila. Mér fannst hljómsveitin
vera búin aö renna sitt skeið
til enda, við gátum ekki kom-
izt neitt hærra hér á íslandi.
Þá kom upp sú spurning, hvort
hægt væri að koma hljóm-
sveitinni á framfæri erlendis.
En staðreyndin var sú, að
Trúbrot átti aldrei neinn
möguleika á þvi að ná neinum
vinsældum erlendis. Hún var
einfaldlega ekki nægilega góð
til þess, og sama er að segja
um hvern einstakan meðlim
hljómsveitarinnar. Ég tel mig
hafa næga reynslu til að geta
fullyrt þetta.
— Nú hafa margar hljóm-
sveitir lagt i þaö að syngja inn
á hljómplötur á ensku, og hafa
getið þess til útskýringar, að
það sé gert með það i huga að
koma viðkomandi hljómplötu
á framfæri erlendis.
— Það leynist hjá öllum
okkar hljómlistarmönnum
veik von um aö kannski verði
þeir einmitt þeir heppnu, hvað
tóngæði og hæfileika snertir.
Þó fer það ekki á milli mála,
að viðkomandi plata ér ekki á
heimsmælikvaröa. En hvort
það leynist kannski eitthvað
þarna, sem kynni aö þykja
gripandi, þaðer annaö mál. og
það er ástæðan fyrir þvi, að ég
hef alltaf samþykkt að hafa
enskan texta, en að öðru leyti
hef ég verið þvi mótfallin’n.
— Nú hefur þú. heyrt i
Hljómum eftir að hljómsveitin
var endurvakin. Hvert er álit
þitt á þeim?
— Mér finnst þetta allt vera
i sama flokki, Haukar, Brim-
kló, Roof Tops og Hljómar,
svo ég nefni einhver nöfn.
Þetta eru ekki hljómsveitir
nema að nafninu til, enda
viðurkenna þeir það allir, sem
eru i þessum bransa, að þetta
sé aðeins gert til að þóknast
fólkinu, og ég get ósköp vei
skilið það.
Hljómar bera þó af að þvi
leyti, að þeir spila þetta gamla
drasl, sem þeir bjóða fólkinu
upp á, betur en hinar, en þeim
finnst það örugglega alveg
hundleiðinle’gt.
B.V.
Gunnar Þórðason samdi anhað
af þeim tveim lögum, sem
eru á nýju plötunni.
Rúnar Júlíusson: Hann lætur
sig hafa það að sletta
hebreskunni.
„Megi ferö þín
njóta blessunar"
— Syngja Hljómar á sinni fyrstu
hljómplötu eftir að
endurvakin. Tveggj
Sl. föstudag kom á markað-
inn fyrsta platan, sem Hljóm-
ar senda frá sér eftir að
hljómsveitin var endurvakin.
Lögin eru eftir þá Gunnar
Þórðarson og Rúnar Július-
son.
Fyrra lagið ber heitið
„Slamap djalan mas”. Mörg-
um kann að þykja þetta frum-
leg nafngift á popplagi, og til
nánari útskýringar er rétt að
geta þess, aö þetta er
hebreska og þýðir: ,,Megi ferö
þin njóta blessunar”. Lag og
texti er eftir Rúnar. Það er
ekki svo að skilja, að hann
syngi þetta allt á hebresku,
heldur kemur þessi setning
aðeins fyrir i textanum, sem
er á ensku.
Það hefur ekki mikið borið á
Rúnari Júliussyni sem laga-
smiði, svo það verður forvitni-
legt að vita hvernig honum
hefurtekizt til. Reyndar sagði
Björgvin Halldórsson, að Rún-
hljómsveitin var
] laga hljómplata...
ar hefði gert góða hluti sem
lagasmiður. er LP-platan
þeirra félaga var tekin upp
(Timinn, Með á nótunum 2.
marz). Þessi tvö lög eru ein-
mitt tekin af henni, en sú plata
var hljóðrituð I stúdiói, sem er
á búgarði einum i
Massachusetts i Bandarikjun-
um. Textinn við þetta lag fjall-
ar um náunga, sem syngur
með eindæmum vel og vin
hans, sem spilar á gitar.
Slðara lagið er eftir Gunnar
Þórðarson og nefnist, já, verið
þið alveg óhrædd, nafnið er
ekki á hebresku, það heitir
nefiiilega ósköp einfaldlega
,,Let it flow”, en textinn er
einnig eftir Gunnar.
Umsögn um þessa mjög svo
forvitnilegu hljómplötu mun
berast i ,,Með á nótunum”,
fljótlega eftir aö undirrituðum
hefur borizt platan.
B.V.