Tíminn - 17.03.1974, Síða 40
Borgarf jörður óskaland margra
JH—Reykjavik. — A þrem
stöðuni f Borgarfirði eru nú risin
liverfi orlofsbústaða. I Munaðar-
nesi hefur Bandalag starfsmanna
rikis og bæja aðsetur sitt, i
Svignaskarði Iðja og að Hreða-
vatni starfsmannafélag Sam-
bands islen/.kra samvinnufélaga.
Að Ilúsafelli er svo hverfi gisti-
skála, þar sem fólk getur átt at-
hvarf eina eða tvær eða vikutima
að vild.
Að sjálfsögðu er svo þar viða
fjöldi sumarbústaða, sem risið
hafa upp hér og þar á tilviljunar-
kenndari hátt og sums staðar
fjölmargir, svo sem i Skorradal.
Þannig er Borgarfjörður orðinn
eitt það hérað, þar sem flestir
kaupstaðarbúar leita sér hvildar
og afþreyingar, og kemst þar
ekki annað byggðarlag i sam
jöfnuð nema Árnessýsla, þar
sem einnig hafa á seinni árum
risið hverfi orlofsbústaða, auk
sumarbústaðanna.
Orlofsliúsahverfi starfsmanna
félags SÍS að Hreðavalni, og
eitt húsanna i nærsýn. —
Ljósmyndir: Sigurður Hreiðar.
JH—Reykjavik. — Innan tiðar
fara áköfustu veiðimennirnir að
huga að stöngunum sinum, þvi
að 1. april leyfa landslög,að byrj-
að sé að veiða göngusilung, sjó-
Göngusilungur fer
BÖÐUN SAUÐFJÁR
Á ALLS STAÐAR
AÐ VERA LOKIÐ
að leita til sjávar
hirting og sjóbleikju. Sums staðar
kunna þó að vera undantekningar
frá þeirri reglu, ef veiðifélög hafa
reist skorður við slíkrí vciði.
Göngusilungurinn, sem fer að
veiðast i aprilbyrjun, hefur verið i
ánum vetrarlangt og er á niður-
leið. Hann er silfurgljáandi og
feitur vel, þvi að hann hefur
haldið sig i torfum i hyljum og lit-
ið reynt á sig, og allgráðurgur.
svo að tekur oft vel. Þessi silung-
ur heldur sig i sjó að vorinu og
sumrinu, en gengur siðan aftur
Framhald á bls. 39.
Sendið strax- inn lausnir í
Ferðagetraun Tímans, þar
sem dregið verður um
verðlaunin 25. marz.
Sendið svörin til Tímans,
Aðalstræti 7, Reykjavík,
merkt Getraun.
UM miðjan þennan mánuð rann
út sá frestur, sem bændur hafa til
þess að baða fé sitt. Eins og kunn-
ugt er gátu ensku lyfjaverksmiðj-
urnar ekki staðið við loforð sin
uin afgreiðslu á baðlyfjum, enda
þótt pöntuð hefðu verið með mjög
löngum fyrirvara, fyrr en komið
var fram á elleftu stund.
Þegar svona langur dráttur
varð á efndum af hálfu baðlyfja-
verksmiðjanna á afgreiðslu, var
til þess ráðs gripið að láta þau
héruð, sem fjærst eru uppskipun-
arhöfn, sitja ifyrirrúmi, þar eð
ella kynnu baðlyfin ekki að hafa
borizt i þau fyrr en of seint vegna
truflana á samgöngum á
snjóþungum vetri. Þau héruð,
sem næst eru Reykjavik, fengu
þess vegna siðustu sendingarnar.
Dálitill kurr varð af þessum
sökum á stöku stað, og voru til
þeir menn, sem höfðu við orð að
baða ekki. En þegar á reyndi,
munu þó allir hafa baðað, þótt hjá
fáeinum mönnum yrði á þvi
dráttur vegna kvilla i sauðfé, og
Framhald á bls. 39.
Styttist í
veiði-
tímann
Orka Niagarafossa og höll
nægði ekki gerviheila
með svipaða getu og mannsheilinn, sem rúmast í lítilli hauskúpu
JH—Reykjavik. — Móðir náttúra
er m jkill snillingur, og það er ekki
hlaupið að þvi að likja eftir sköp-
unarvcrkum hennar. i nýju
Fréttabréfi um heilbrigðismái
segir frá áætlun, sem gerð var
fyrir skömmu, um samsetningu
tækis, er gæti framkvæmt flcst
störf mannsheilans. Kcmur þar
fram, að slikt tæki, ef á annað
borð væri tiltækilegt að sctja það
saman, yrði að vera stærra en
liöll Sameinuðu þjóðanna og
knúið meiri orku en fengizt gétur
úr Niagarafossum. Til kælingar
þyrfti það viðlika vatnsmagn og
þar streymir um gljúfrin. Náttúr-
an kcmur furðulega stjórntæki,
hugsana- og röksemdatæki og
minnissafni fyrir i einni litilli
höfuðkúpu.
t fregninni um þetta segir enn
fremur, að mannsheili sé settur
saman úr fjórtán billjónum taug-
unga og moldviðri af taugaþráð-
um, sem flytja boð til heilans og
frá honum. Taugungur, sem
eyðileggst,er glatur með öllu og
getur ekki endurnýjað sig.
Taugungurinn, en svo nefnist
taugafruma og angar hennar, lif-
ir aðeins til hnifs og skeiðar að
S.Þ.
segja má og er þvi hverja minútu
háður hæfilega aðflutningi
blóðsykurs og súrefnis. Taugung-
ar geta aðeins hagnýtt sér orku
frá blóðsykri og öðrum skyldum
sykurtegundum. Þær eru þeir
Niagarafossar, sem leggja til
orkuna.