Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 84

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 84
40 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Síðumúla 13 Sími 568-2870 ÚTSALA ÚTSALA 40 – 60 % afsláttur Ótrúlega lágt verð Dæmi um verð: Áður Núna Hettupeysa 4.600.- 2.800.- Jakkapeysa 5.800.- 3.500.- Peysa m/bróderíi 5.100.- 3.100.- Prjónavesti 5.300.- 2.900.- T-bolur m/mynd 3.200.- 1.900.- Siffonbolur m/perlum 6.600.- 3.300.- Velúrpeysa 4.400.- 2.200.- Satínbolur 5.300.- 2.900.- Íþróttagalli 6.100.- 3.700.- Dömuskyrta 4.900.- 2.900.- Twilljakki 5.600.- 2.900.- Teinóttur jakki 5.900.- 3.600.- Leðurkápa 15.900.- 9.600.- Twill pils 4.400.- 1.900.- Sítt pils 6.300.- 2.900.- Leðurbuxur 11.200.- 5.900.- Gallabuxur 6.400.- 3.900.- Teinóttar buxur 5.300.- 3.200.- Og margt margt fleira Opið 10:00 – 18:00 s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m Í JÓLAPAKKANN HENNAR Madrid Svart 94243 14.995,- Madrid Svart/Coffee 94283 15.995,- The Polar Express er tölvu- teiknimynd af bestu gerð þar sem ekkert er til sparað til þess að gera það sem fyrir augu ber sem raunverulegast. Allt útlit myndarinnar er tilkomumikið og glæsilegt og þar sem persónur myndarinnar er venjulegt fólk en ekki furðufígúrur verða snilldartaktar töluvuteiknaranna enn tilkomumeiri þar sem maður á það til að gleyma því að um teiknimynd sé að ræða, svo eðli- legar eru persónurnar. Sagan sem hér er sögð er ein- föld og sígild og það má segja að hér sé boðið upp á tæknivætt til- brigði við gamalt stef þar sem rauði þráður myndarinnar er mikilvægi þess að finna hinn sanna anda jólanna innra með sér og skynja friðinn og gleðina sem fylgir hátíðinni. Trúin á Jólasveininn er lykil- atriði í þessu sambandi í The Pol- ar Express en þar kynnumst við ungum dreng sem er að missa trúna á þann gamla. Þetta breyt- ist hratt þegar Norðurpólshrað- lestin sækir hann á aðfangadags- kvöld og flytur hann ásamt fleiri krökkum sem eru í sömu sporum á heimaslóðir Sveinka á Pólnum. Návígið við Jólasveininn, álf- ana og leikfangaframleiðsluna verður til þess að vinur okkar á eftir að halda trúnni og varðveita barnið innra með sér langt fram eftir aldri. Það er samt ekki síst ferðin á Norðurpólinn undir styrkri stjórn undarlegs lestarstjórans sem verður drengnum dýr- mætasta lexían. Þessi jóla- þroskasaga er svo krydduð með skondnum aukapersónum og mátulegum skammti af spennu til þess að halda öllum við efnið. Tom Hanks er svo allt í öllu þegar kemur að leikröddum og er í miklu stuði þegar hann talar fyrir allar lykilpersónurnar þar á meðal sjálfan Jólasveininn og lestarstjórann. Vísan sem hann kveður hér verður sjaldan of oft kveðin og virkar vel í þessari hressilegu jólamynd. Þórarinn Þórarinsson THE POLAR EXPRESS LEIKSTJÓRI: ROBERT ZEMECKIS LEIKARAR: TOM HANKS NIÐURSTAÐA: Sagan sem hér er sögð er ein- föld og sígild og það má segja að hér sé boðið upp á tæknivætt tilbrigði við gamalt stef þar sem rauði þráður myndarinnar er mikilvægi þess að finna hinn sanna anda jólanna innra með sér og skynja friðinn og gleðina sem fylgir hátíðinni. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN DODGEBALL-PARTÍ Í tilefni af útgáfu DVD-disksins Dodgeball: A True Underdog Story var blásið til heljarinnar Dodgeball-partís. Ágóði partísins rann til Elizabeth Glaser-stofnunarinnar. Tískusýning nemenda af förðun- arnámskeiði Eskimo fer fram í kvöld á skemmtistaðnum Rex. Þarna sýna nemendur afrakstur fimm vikna námskeiðs. Fríða María Harðardóttir förðunarfræð- ingur sér um námskeiðið auk vel valinna gestakennara og er Fríða ein sú efnilegasta í sínu fagi hér- lendis. Fríða er sjálfstætt starf- andi förðunarfræðingur og hefur unnið eingöngu við förðun síðast- liðin sex ár. Hún hefur starfað sem aukamanneskja í Þjóðleikhús- inu en hefur mest unnið við aug- lýsinga- og tískubransann. „Ég er fyrst og fremst mynd- listarmenntuð og lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum hérna heima og fór svo í förðunar- nám hjá Face Stockholm. Námið hefst í rauninni ekki fyrr en eftir skólann og þá fær maður raun- verulega reynslu. Ég henti mér fljótlega út í leikhúsvinnu og vann hjá Systu Thors í Loftkastalanum og eftir það komst ég að hjá Þjóð- leikhúsinu,“ segir Fríða. „Námskeiðið er hugsað sem förðunarnámskeið fyrir fólk sem hefur einhvern grunn, hvort sem hann er lærður eða meðfæddir hæfileikar. Þetta er mikið byggt upp á starfsþjálfun og við höfum verið í samvinnu með aðilum eins og förðunardeild Sjónvarpsins, Þjóðleikhúsinu, Latabæ og Saga Film. Nemendur hafa fengið að- gang að módelum og ljósmyndara og þeir eru að fá mjög flottar myndir út úr námskeiðinu. Það skiptir miklu máli í þessum bransa að geta sýnt flottar myndir af því sem maður hefur gert.“ Athygli vekur að í sjö manna hópi nemenda er einn strákur og sex stelpur. „Já, strákurinn okkar er vörubílstjóri að atvinnu sem er skemmtilega mikil andstæða við förðunarfræðinginn. Hinir krakk- arnir eru svo úr hinum ýmsu átt- um og þau öll eru orðin mjög sam- rýnd og vinna vel saman. Þetta eru krakkar með mikinn karakter og það skiptir alveg jafn miklu máli að vera sterkur karakter eins og að vera hæfileikaríkur.“ Fríða segist reyna að tengja verkefnin á námskeiðinu mikið við vinnuna sjálfa og það sem felst í starfi förðunarfræðingsins. „Við höfum reynt að tengja námskeiðið starfinu svo þau kynnist því að starf förðunarfræðings er alls ekki alltaf auðvelt, þetta er ekki eins mikið glansmyndarstarf eins og margir halda. Lokaáfanginn á námskeiðinu er svo tískusýningin sem er í kvöld og munum við byrja á að hafa kynningu á námskeiðinu frá klukkan sex til átta. Tískusýn- ingin hefst svo klukkan hálfníu og munu gestir fá að sjá módel frá Eskimo sem eru förðuð af nem- endum með Nars snyrtivörum. Hárgreiðslufólk frá Rauðhettu og úlfinum sér um hár og GK skaffar fötin.“ hilda@frettabladid.is FRÍÐA MARÍA: KENNIR Á FÖRÐUNARNÁMSKEIÐI ESKIMO Tískusýning förðunarfræðinema Á FÖRÐUNARNÁMSKEIÐI ESKIMO Nemendur læra þar ýmiss konar förðun hjá förð- unarfræðingnum Fríðu Maríu Harðardóttur og fá góða innsýn inn í starf förðunarfræðingsins. Lærdómsrík lestarferð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.