Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 85

Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 85
FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Það er svolítið skemmtilegt hvað það er allt í einu passað upp á það hjá Destinís Child að hafa stórstirnið Beyoncé Knowles ekki í miðjunni. Framan á umslaginu, í nýja myndbandinu og inni í hulstrinu er allt gert til þess að leggja áherslu á að Beyoncé sé ekki aðal, hún er það nú ennþá. Þegar Destinyís Child ruddust upp á yfirborðið voru það frum- legar taktpælingar, raddútsetn- ingarnar og grípandi lagasmíð- arnar sem heilluðu... hmm, og út- litið kannski líka. En það fór ekk- ert á milli mála að þarna voru virkilega hæfileikaríkar stúlkur á ferð, og eru enn. Nýja platan á að vera endur- koma sveitarinnar. Sterk heild eftir að ein söngkonan er orðin að stórstirni svo gífurlegu að hún bræðir hinar nánast bara með því að vera nálægt þeim. Hér er glás af grípandi lögum, og þær eiga ef- laust eftir að negla út nokkrum slögurum til viðbótar með þessari plötu. Best fannst mér Through With Love. Þannig hljóma allir textarnir eins og þær séu allar illa brennd- ar af ástarmálunum. Textarnir hér eru nánast andstæða textans úr laginu frábæra Independent Woman... þessar hnátur eru háðar ástinni, hljóma eins og fíklar. Lofa því að vera ofurkonur, þegar þeir eru að reyna að vera lokkandi... og gráta sig svo sára í rólegri „alvar- legri“ lögunum. Svo eru þær svo ósmekklegar að hafa lag um „her- manninn sinn“... líklegast til þess að styðja stráka sína í vitleysunni í Írak. Þessi plata rennur í gegn án greinilegra toppa. Allt mjög smekklega gert og unnið og ætti ekki að valda neinum aðdáendum Destinyís Child vonbrigðum. Hún á heldur ekki eftir að gefa sveit- inni þá endurreisn sem hún þráir. Birgir Örn Steinarsson Allt og ekkert NIÐURSTAÐA: NIÐURSTAÐA: Fjórða eiginlega plata Destinyís Child er allt og ekkert. Mettir aðdáendur, en bætir líklegast ekki nýjum í hóp- inn. Tími fyrir Beyoncé að einbeita sér alfarið að sólóferlinum? FÖRÐUNAR NÁMSKEIÐ Hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja starfa sem förðunarfræðingar. SAMSTARFSAÐILAR GESTAKENNARAR: Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður Magni Þorsteinsson hárgreiðslumeistari Sólveig Birna Gísladóttir löggiltur airbrushkennari Berglind Hafliðadóttir hjá Nars STARFSÞJÁLFUN: Saga Film, Pegasus, Spessi ljósmyndari, Kjartan Már ljósmyndari, Tímarit Morgunblaðsins, Nýtt Líf, Vamm og lokasýning í samstarfi við GK, Nars og Bumble and Bumble. STARFSKYNNING: Förðunardeildir RÚV, Latabæjar og Þjóðleikshússins. AÐRIR SAMSTARFSAÐILAR: Börkur Sigþórsson ljósmyndari og leikstjóri Þórunn Lárusdóttir leikkona og fyrirsæta Dýrleif Ýr Örlygsdóttir starfandi stílisti og búningahönnuður Elva Dögg Melsted fyrirsæta og þáttastjórnandi KENNARI: Fríða María / www.fridamaria.com MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS ER: • að veita nemendum mikla starfsþjálfun. • að tengja nemendur við atvinnumarkaðinn. • að þjálfa fáa nemendur vel. • að gera nemendur hæfa fyrir hin ýmsu svið förðunar á vinnumarkaðnum. • að hjálpa nemendum að finna sitt áhugasvið og ýta undir sköpunargleði hvers og eins. • að nemendur fái leiðsögn bestu fáanlegu fagmanna á öllum meginsviðum förðunar og hárgreiðslu. • að nemendur geti farðað fyrirsætur Eskimo Models á meðan á námskeiðinu stendur. • að nemendur ljúki námskeiðinu með fagmannlegri myndamöppu, í samstarfi við þekkta starfandi ljósmyndara, og lokasýningu. Námskeiðið stendur yfir frá 24. janúar - 25. febrúar Nánari upplýsingar í síma 533 4646 / www.eskimo.is ESKIMO MODELS Í SAMSTARFI VIÐ NARS KYNNIR: SY S™ KÍKTU Í KVÖLD! Ef þú hefur áhuga á förðun ertu velk omin á REX í kvöld milli kl. 18-21 að þiggja ve itingar og spjalla við aðstandendur og samsta rfsaðila námskeiðsins. Þar munu nemendur okk ar sem eru að útskrifast sýna afrakstur námsk eiðsins með glæsilegri lokatískusýningu og ljósm yndum. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.