Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 86
Út er komin ný plata sem hefur að geyma tónlist eftir Hróðmar I. Sigurbjörns- son, samin við ljóð Ísaks Harðarsonar. Hjörturinn skiptir um dvalarstað er nýútkomin plata með tónlist og útsetningum Hróðmars I. Sigurbjörnssonar við ljóð eftir Ísak Harðarson. Flytjendur á plötunni eru Rússíbanarnir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóel Pálsson, Sigrún Eðvaldsdóttir og Vox Academica.Titillinn er sóttur í samnefnda ljóðabók Ísaks og er þetta önnur platan þar sem Hróð- mar semur lög við ljóð eftir Ísak. „Í ljóðunum hans Ísaks er ein- hver einlægni,“ segir Hróðmar þegar hann er spurður hvers vegna ljóð Ísaks eru honum svo hugleikin. „Þau eru persónuleg og það er oft húmor í þeim. Þau eru mjög fjölbreytt og það er hægt að búa til verk við þau sem eru full af andstæðum. Þau eru svo ólík að það er hægt að gera ólíka hluti við þau. Þau eru einmitt þannig að mig langar til þess að syngja þau. Í Hjörturinn skiptir um dvalar- stað eru algerar perlur. Hún er kannski ekki eins heildstæð og, til dæmis, Stokkseyri, en mörg ljóðin eru alveg einstök. Maður grípur í hana við og við og uppgötvar alltaf eitthvað nýtt í þeim. Fyrsta verkið sem ég vann fyr- ir þessa plötu var fyrir Vox Academica og Rússíbanana, sjö lög sem ég kalla Hjörtinn. Eftir það fór ég að vinna nýtt efni sem ég ætlaði að hafa með á plötunni og samdi fleiri lög fyrir Rússíban- ana. Þá fann ég eitt ljóð, Næsta skref í tómri trú, og gat ekki stillt mig um að semja við það. Það er eins konar þula og það eru ekki síst þessar þulur Ísaks sem mér finnst gaman að vinna með. Annað efni á plötunni er svo alls konar tækifæristónlist, til dæmis tónlist úr sjónvarpsmynd- um sem er ekki öll sungin. Fimm lög af fjórtán sem eru instrú- mental. Hróðmar segir ekkert heildar- þema í þeim ljóðum sem hann valdi til þess að semja við að þessu sinni. „Mig langaði til þess að nota fjöl- breytileikann,“ segir hann. „Mig langaði til að vinna með andstæð- urnar, þannig að þarna eru trúar- ljóð eiins og Hjörturinn skiptir um dvalarstað og síðan eru mjög per- sónuleg ljóð eins og Skilnaður – og allt þar á milli.“ Eitt lagið á plötunni er ekki við ljóð eftir ísak, heldur eru bæði lag og texti eftir Hilmar Oddsson. „Ég gerði sérstaka Rús- síbanaútsetningu af þessu lagi. Þetta lag notaði Hilmar í Kalda- ljósi, þar sem KK söng það en á plötunni flytja Rússíbanarnir það. Ástæðan fyrir því að það er á plötunni er einfaldlega sú að þetta er flott lag. Eftir að ég gerði útsendinguna sagði ég með- limum Rússíbananna frá því og þeir vildu prófa það. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það passaði mjög vel á plötuna. ■ 42 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… Útgáfutónleikum djasstríósins B3 á Kaffi Kúltúrí Alþjóðahús- inu við Hverfisgötu klukkan 22.00... Broti af því besta, bók- menntakynningu í Borgarleik- húsinu klukkan 20.00. Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Njörður P. Njarðvík og Stefán Máni lesa úr verkum sín- um... Smiði jólasveinanna, frábærri leiksýningu sem er að seljast upp hjá Möguleikhúsinu... Íslenska óperan, Listaháskóli Íslands og Íslandsbanki hafa undirritað samning um að starfa saman að Óperustúdíói annað árið í röð í vor. Boðið verður upp á námskeið í ó- peruflutningi í Listaháskólan- um fyrir nemendur tónlistar- deildar Listaháskólans og ann- arra tónlistarskóla og lýkur því með uppfærslu nemendanna á óperunni Apótekarinn eftir Haydn í Íslensku óperunni. Alls verða sýndar sex sýningar og er frumsýning áætluð 29. apríl 2005. Leikstjóri er Ingólfur Ní- elsson og tónlistarstjóri er Kurt Kopecky. Til marks um hversu mikið af ungu og efni- legu söngfólki mætti í áheyrnarprufur vegna uppsetningarinnar var ákveðið að tvískipað yrði í helstu hlutverk sýningarinnar og er óhætt að segja að söngfólk framtíðarinnar lofi góðu fyrir sönglífið í landinu. Kl. 19.30: Viðhafnartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Á efnisskrá eru verk eftir Jón Leifs, Einojuhani Rauta- vaara og Jean Sibelius. Einleikari á tón- leikunum er finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusistos, hljómsveitarstjóri Osmo Vänskä. menning@frettabladid.is Samstarf um Óperustúdíó Ljóð full af andstæðum ! Hjá Máli og menningu er kominút Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Ís- lendinga eftir dr. Gunnar Karlsson. Goðamenn- ing er fjöl- hliða könnun á hlutverkum og áhrifum goða í ís- lenska þjóð- veldissamfé- laginu. Eink- um er horft á atriði sem áður fyrr voru talin þessu samfélagi til ágætis, svo sem aðgrein- ingu löggjafarvalds og dómsvalds, lýðræðislegt eðli goðavaldsins og tengslin milli þess og bókmenningar Íslendinga á miðöldum. Niðurstaða höfundar er sú að þetta samfélag hafi sannarlega verið sérstakt á margan hátt og mætti jafnvel kalla það frábært að sumu leyti. JPV útgáfa hef-ur sent frá sér bókina Bella- donnask ja l ið eftir Ian Cald- well og Dustin Thomasson í þ ý ð i n g u Magneu Matthí- asdóttur. Bella- donnaskjalið er m ö g n u ð spennusaga þar sem fléttað er saman listum, fróðleik og ótrúlegum launráðum. Bella- donnaskjalið hefur verið fræðimönn- um ráðgáta frá því það kom fyrst fyrir sjónir manna árið 1499. Leynd- ardómurinn um hver hinn raunveru- legi höfundur þess er og merkingin á bak við dularfullt innihald skjalsins er enn óráðinn. Um aldamótin 2000 freista tveir nemendur í Princeton- háskóla þess að reyna að leysa ráð- gátuna. Framtíð þeirra er í húfi en þar kemur að söguhetjurnar berjast ekki aðeins við að finna lausn gát- unnar heldur líka að halda lífi ... NÝJAR BÆKUR Skálholtsútgáfan hefur gefið út orgelverk Páls Ísólfssonar íflutningi Björns Steinars Sólbergssonar organista við Akur- eyrarkirkju. Með orgelverkum sínum ritaði Páll Ísólfsson merkan kafla í íslenskri tónlistarsögu og er þetta í fyrsta sinn sem þau eru gefin út í heild. Árni Heimir Ingólfsson ritar kynningu á tónskáld- inu með disknum. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti í Akureyrarkirkju frá 1986. Hann er jafnframt aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunn- ar. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Á þessum diski leikur hann á orgel Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Reykholtskirkju. NÝJAR PLÖTUR K ri st ia n K ræ ft in g - G ra p h A rt s  HRÓÐMAR I. SIGURBJÖRNSSON. Ljóð Ísaks eru persónuleg og það er húmor í þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.