Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 88
Á síðustu árum hefur verið tals- verð umræða í nágrannalöndum okkar um stofnfrumurannsóknir í læknisfræðilegum tilgangi. Miklar væntingar eru bundnar við að stofnfrumur geti orðið til þess að lækna ýmsa illvíga sjúk- dóma en rannsóknir á þeim vekja hins vegar upp mjög brýnar sið- fræðilegar spurningar einkum í þeim tilfellum sem notast er við fósturvísa til rannsóknanna. Hér á landi eru slíkar rann- sóknir ekki heimilar samkvæmt lögum og sama á við um Noreg og Danmörk svo dæmi séu nefnd. Í Bretlandi og Svíþjóð hefur hins vegar verið slakað á löggjöfinni og þar eiga talsverðar rannsóknir sér stað á þessu sviði. Á allra síð- ustu árum hefur orðið vart áhuga vísindamanna hér á landi að hefja rannsóknir á þessu sviði. Því er mikilvægt að hér eigi sér stað al- varleg samræða í samfélaginu um hvort þær eigi að leyfa. Slík sam- ræða hlýtur að eiga sér stað á sviði siðfræði, vísinda, trúar, lög- fræði og stjórnmála. Siðfræðistofnun efnir því til málþings um stofnfrumurann- sóknir í Norræna húsinu í dag. Þar verður fjallað um hvað stofn- frumurannsóknir fela í sér, þau siðferðilegu álitamál sem þeim fylgja, afstöðu kirkjunnar, vænt- ingar læknavísindanna og hvort nauðsynlegt sé að breyta íslensk- um lögum vegna þeirra. Til að ræða þessi mál hefur Siðfræðistofnun fengið til þátt- töku á málþinginu Karl Sigur- björnsson biskup, Sigurð Guð- mundsson landlækni, Vilhjálm Árnason prófessor, Dögg Páls- dóttur hæstaréttarlögmann og Þórarin Guðjónsson líffræðing. Málþingið hefst klukkan 15 og stendur til 18. ■ 44 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Osmo Vänskä var aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands frá 1993 til 1996. Á þessum tíma mótaði hann mjög listræna uppbyggingu hljómsveitarinnar. Hann snýr nú aftur í boði for- seta Íslands og stýrir hátíðartón- leikum sem haldnir verða í kvöld. Á efnisskránni eru bæði íslensk og finnsk tónverk. Tónleikarnir hefjast á forleik að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs en í kjölfarið fylgir fiðlukonsert eftir Einojuhani Rautavaara. Eftir hlé verður flutt sinfónía nr. 7 eftir Jean Sibelius og að lokum hljómar hið magnaða verk Geysi eftir Jón Leifs þar sem íslenskum náttúru- fyrirbrigðum er lýst með skýrum dráttum og sterkum litum. Finnski fiðluleikarinn Jaakko Kuusisto leikur einleik á fiðlu. Osmo Vänskä er um þessar mundir tónlistarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Lathi í Finn- landi, auk þess sem hann er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Minneapolis. Hann er mjög eftirsóttur hljóm- sveitarstjóri og stýrir nú ein- göngu helstu hljómsveitum heims. Heiðursgestir forsetans á tónleikunum eru þau Mauno Koivisto, fyrrverandi forseti Finnlands, og eiginkona hans, Tellervo Koivisto. ■ Geysir og Galdra-Loftur ■ TÓNLEIKAR ■ MÁLÞING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveitin flytur finnska og íslenska tónlist á há- tíðartónleikum undir stjórn Osmo Vänskä í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SMIÐUR JÓLASVEINANNA eftir Pétur Eggerz Fös. 10. des. kl. 9:30 og 14 uppselt Sun.12. des. kl. 16:00 laus sæti Miðaverð kr. 1.200 www.moguleikhusid.is Sími miðasölu 562 5060 Mið. 29. des. kl. 20 Mán. 27. des. kl. 20 eftir Hlín Agnarsdóttur Sun.12. des. kl. 20.00 frumsýning Þri. 14. des. kl. 20 Mið. 15. des. kl. 16.00 og 20.00 Fös. 17. des. kl. 12.00 Lau. 18. des kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 18.00 og 20.00 Mán. 20. des. kl. 16.00 Þri. 21. des. kl. 14.00 og 20.00 Mið. 22. des. kl. 16.00 Fim. 23. des. kl. 14.00 og 20.00 Jólin syngja Mið. 22. des. Tónleikar: Ragnheiður Gröndal með hljómsveit Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort á Toscu - Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is FIMMTUDAGUR 9/12 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKMENNTAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Njörður P. Njarðvík, Stefán Máni kl 20 - Aðgangur ókeypis - Ljúfir tónar og léttar veitingar FÖSTUDAGUR 10/12 BELGÍSKA KONGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki - kl 20 LAUGARDAGUR 11/12 KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. Lifandi tónlist og ball í forsal kl. 20.30 Aðgangur kr. 1.500,- SUNNUDAGUR 12/12 BELGÍSKA KONGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki - kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Væntingar og vandkvæði Lau. 11.12 20.00 Örfá sæti Fim. 30.12 20.00 Örfá sæti ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Upplyfting með dansleik alla helgina VILHJÁLMUR ÁRNASON er einn þeirra sem fjalla um stofnfrumurannsóknir á mál- þingi Siðfræðistofnunar í Norræna húsinu í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.