Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 96

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 fyl gir blaðinu í dag Einar Már Guðmundsson Kristín Marja Baldursdóttir „Vel skrifuð saga ... um konu sem býr í holdgerðum heimi togstreitunnar. Og hún er mögnuð.“ - Melkorka Óskarsdóttir, Fbl. „Geysilega vel heppnuð skáldsaga, raunsæ og ljóðræn. Áhrifarík, mikil og þétt.“ - Jón Yngvi Jóhannsson, Rúv. "Kristín Marja á lof skilið fyrir hvernig hún kemur þessari miklu átakasögu til skila ... fangar lesandann með þeim hætti að erfitt er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestrinum loknum." - Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. „Ógleymanlegar mannlýsingar ... átakanleg, mögnuð, öflug.“ - Sigríður Albertsdóttir, DV „Hún er mögnuð“ Auður Jónsdóttir „Dúndurhöfundur“ Magnaður lestur „Skáldið er í ham ... Bítlaávarpið er skemmtileg saga, stráksleg og gosaleg í sprúðlandi stílnum.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Afar skemmtileg, sprenghlægileg á köflum.“ - Melkorka Óskarsdóttir, Frbl. „Mikið vor og glettni í þessari bók ... skemmtilestur.“ - Gauti Kristmannsson, RÚV „Hljómsveitardraumum og stelpuáhuga er skemmtilega lýst, með tilfinningu fyrir smáatriðum og húmor.“ - Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is „Konan mín hélt að ég væri að verða eitthvað skrýtinn. Ég hló svo mikið.“ - Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður „Skemmtilestur“ 8. sæti Skáldverk Félagsvísindastofnun 23. – 29. nóv. 1. prentun uppseld 10. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 1. – 7. des. 2. prentun á þrotum „Makalaus bók, við höfum eignast dúndurhöfund ... Frábærlega hugsuð og yndislega stíluð.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 „Höfundur kann sannarlega að segja sögu.“ - Soffía Bjarnadóttir, Rúv „Afar áhrifarík“ - Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. „Besta bók Auðar.“ - Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið 3. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 1. – 7. des. 2. prentun væntanleg 1. prentun á þrotum Frá höfundi Mávahláturs Tilgangur lífsins Það er skrítið þetta líf. Maður kem-ur hingað algjörlega óundirbúinn. Maður bað ekki um neitt, maður pant- aði ekki neitt. Maður fær ekkert nám- skeið eða notkunarleiðbeiningar; mað- ur bara er´ann og á svo að reyna að bjarga sér eftir bestu getu. Maður fær ekki einu sinni að velja sér foreldra. Þeir eru valdir fyrir mann og eru oftar en ekki fólk sem maður hefði aldrei valið sjálfur ef maður hefði haft eitthvað um það að segja. ÖLLU fer aftur í heiminum. Allt eyð- ist fyrr eða síðar. Alls staðar er hnign- un. Maður hnignar sjálfur og hrörnar. Líkaminn hrörnar. Vitsmunir hrörna. Með aldrinum missir maður hæfileik- ann til að læra og muna. Ekkert þroskast nema sálin. Því hallast ég að því að þar sé falinn tilgangur lífsins. LEITIN að tilgangi lífsins ber mann oft um grýtta og erfiða leið sem vörð- uð er af gátum og þversögnum. Þeir sem byrja að leita þurfa fyrst að leita að sjálfum sér. Þeir sem finna sjálfa sig komast að því, eftir mikið erfiði, að til þess að finna sig þarf maður fyrst að týna sér og finna sig síðan aftur í öðrum. Kannski að það sé það sem Guð er að reyna að gera með okkur. LÍFIÐ er eins og fótbolti. Tilgangur fótboltaleiks er ekki að vinna, eins og gæti virst við fyrstu sýn, heldur að læra og samhæfa sig með öðrum og umfram allt að hafa gaman af því að spila fótbolta. Árangur næst með æf- ingu, erfiði og aga. Knattspyrnumaður nær ekki árangri fyrr en hann hættir að reyna að ná ár- angri upp á eigin spýtur, hættir eigin- girni sinni og finnur sér samhljóm með öðrum. Með því að láta af eigin- girni nær hann árangri. Og með ár- angrinum fær hann viðurkenningu frá áhorfandanum sem gefur honum orku til að ná enn lengra. Kannski erum við mennirnir eins og íþróttamenn og Guð eins og áhorfendurnir. LÍFIÐ er erfitt. Þegar upp er staðið þá er sálin það eina sem maður á og svo fáum við ekki að eiga hana fyrr en við höfum afsalað okkur eignarréttin- um á henni. Tilgangur lífsins er að þroskast. Það er að þroskast og taka fagnandi á móti meiri verkefnum til að þroskast meira. Og við verðum að hafa gaman af því. Maður verður að hafa gaman af öllu þessu veseni sem þetta líf er. Ef maður hefur ekki gam- an af því þá er það einskis virði. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.