Tíminn - 07.07.1974, Síða 4

Tíminn - 07.07.1974, Síða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 Ætlar að fara smekklega með hlutverkið! Britt Ekland hefur þvl miður ekki fengið eins mörg kvik- myndahlutverk og hún hefði helzt öskað sér, en nú er hún búin að fá stærsta tækifæri sitt fram til þessa. Hún á að leika aöalkvenhlutverkið I næstu Bond kvikmynd — það er mynd um njósnarann 007. Kvikmyna- framleiðandinn telur, að hún hafi allt það til að bera, sem krafizt er af konunni, sem fara á með hlutverkið. Britt er bæði falleg og búin hæfileikum, að þvl er sagt er, og sjálf segir Britt, að hún muni reyna að veröa mun kvenlegri heldur en fyrirrennarar hennar I Bond- myndunum. Þetta er eiginlega hálfgert kynæsingarhlutverk, en það á að verða smekklega gert, segir hún. Það eina, sem Britt hefur verulegar áhyggjur út af er tungumálið. Hún er hrædd um að fólk felli sig ekki viö framburð hennar á enskunni. Myndin, sem nú er verið að byrja á, og verður kvikmynduð m.a. i Thailandi heitir Maðurinn með gullbyssuna. Hér sjáið þið Britt Ekland og Roger Moore, sem leikur Bond, eins og kunnugt er. Sérstæður þjófnaður ^2^ Panov-hjónin A myndinni sjáum við ballett- hjónin frægu, Valery og Galinu Panov. Þau eru þarna við sund- laugina fyrir utan hús sitt I Tel Aviv, en þangað eru þau ný- komin frá Rússlandi. Eins og kunnugt er, stóðu þau lengi i þrasi við rússnesk yfirvöld til að í Israel fá innflytjendaleyfi til tsrael. Fyrstu viku sinni I Tel Aviv eyddu þau I að búa út hið nýja heimili sitt, kaupa föt og skoða hið nýja umhverfi, en hvert sem þau fóru, þekktust þau og vöktu athygli. „Við getum ekki vanizt þvl hve allir eru vingjarnlegir við okkur”, sagði Panov. „Fólkið hefur opnað hjörtu sfn fyrir okk- ur, sem er nokkuð sem við erum ekki vön frá Rússlandi.” Þau dansa nú bæöi í Bat-Dor ballettinum og er frábærlega vel tekið. Ljóshærð ung stúlka, sem stóð fyrir utan isbúð i sænska bænum Umea, fann allt I einu að ein- hver kom viö hina siðu lokka hennar. Er hún sneri sér viö, kom hún auga á háan dökk- hærðan mann, með stór skæri i höndunum, sem hafði klippt stóran lokk úr hári hennar. Maðurinn setti lokkinn I vasann og tók til fótanna og hvarf. Lög- reglan leitar nú þessa sérstæða þjófs, en án árangurs enn sem komið er.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.