Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 37

Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 37
37LAUGARDAGUR 18. desember 2004 Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að gjöf bókina „Sigmund sér til þín!” Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn mót- mæla þeirri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að kaupa allar teikningar listamannsins fyrir 18 milljónir króna af skattfé. Í yfirlýsingu SUS segir að fjölmargir Íslend- ingar hafi fest kaup á verkum Sigmunds í gegnum árin og jafn- framt séu þau aðgengileg almenn- ingi á opinberum bókasöfnum. „Þessi fjárfesting ríkisins á verk- um Sigmund er því óþörf og sam- ræmist hvorki hlutverki ríkis- valdsins né stefnu Sjálfstæðis- flokksins um minnkandi ríkisaf- skipti.“ Skoðanabræður SUS-ara í vefritinu Vefþjóðviljanum taka undir þessi sjónarmið og tengja það stuðningi hins opinbera við menninguna: „Núna síðast var Reykjavíkurborg að kaupa „til- finningatorg” af rithöfundi einum og gott ef rithöfundurinn er ekki búinn að bjóðast til að verða starfsmaður torgsins.“ Vefþjóðviljinn sakar listfræð- inga sem mótmæltu kaupunum í Fréttablaðinu í gær um hræsni: „En svo þegar ríkið kaupir allar frummyndir Sigmund, og eignast til þeirra öll réttindi, myndir sem þorri landsmanna kannast við og margir hafa haft mjög gaman af, þá er skyndilega látið eins og kaupandinn hafi misst vitið...En hvers vegna þessi viðbrögð ým- issa annarra nú? Þykir menning- arliðinu Sigmund kannski ekki nægilega fínn? Óvenjulegur mað- ur í Vestmannaeyjum, gott ef ekki kunningi Árna Johnsen. Nei, þá viljum við nú frekar kaupa dósa- hrúgu og sýna hana í Listasafni Ís- lands. Og fá opnunarhóf og kampavín“, segir Vefþjóðviljinn. - ás Sigmund-kaupin: Hægrimenn herja á Halldór STJÓRN SUS Hafsteinn Þór Hauksson, formaður SUS, Ragnar Jónasson, formaður menn- ingarnefndar SUS, og Jón Hákon Halldórsson, framkvæmdastjóri SUS, með jólagjöfina til Halldórs Ásgrímssonar. Laugardagur 4. desember: 44 dagajólafrí Alþingis Íslendinga hefst Sunnudagur 5. desember Tilkynntum hækkun rafmagnsreikninga vegna gildistöku nýrra raforkulaga um áramótin. Mánudagur 6. desember BragiGuðbrandsson krefst rökstuðn- ings fyrir ráðningu Ingibjargar Rafnar í stöðu umboðsmanns barna. Þriðjudagur 7. desember Skýrt fráþví að 100 manns séu fastir á Landsspítalanum þar sem hjúkrunar- rými eða búsetuúrræði skorti fyrir þá. Mi ð v i k u -dagur 8. desember Ut- anríkisráðu- neytið til- kynnir að B o b b y Fischer hafi verið veitt dvalarleyfi á Íslandi. „Það hefur aldrei verið glæpur að tefla skák,“ segir Guðfríð- ur Lilja Grét- arsdóttir forseti Skáksambands Ís- lands. Fimmtudagur 9. desember „Ég hefalltaf verið aðdáandi Davíðs Odds- sonar fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns, það minnkar ekki við þetta,“ segir besti vinur Fischers, Sæmundur Pálsson. Föstudagur 10. desember Listfræð-ingar mótmæla kaupum forsætis- ráðuneytisins á verkum Sigmund og segja þau einsdæmi í íslenskri lista- sögu enda nærri tvöfalt hærri en fjár- veiting Listasafns Íslands til mál- verkakaupa á hverju ári. SJÖ DAGAR 36-37 Stjornmal 17.12.2004 14:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.