Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 46

Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 46
6 18. desember 2004 LAUGARDAGURPURGA-T 2x6lit.ai 12/10/04 11:38:10 AM Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vítastígsmegin) Sími 551 2040 Fallegar jólagjafir af öllum flíspeysum til jóla. 20% afsláttur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s Jólakötturinn gefur köttunum í Kattholti ekki í skóinn, ekki einu sinni Stígvélaða kettinum. Í Kattholti koma jól eins og ann- ars staðar á landinu og kisurnar þar eru farnar að hlakka til. Þær eru að minnsta kosti mjög spennt- ar yfir öllu skrautinu, að sögn Sigríðar Heiðberg, forstöðukonu Kattholts. Hversu margir kettir má búast við að haldi jól í Katt- holti? „Ég gæti trúað að þeir gætu orðið svona 25-30 á hótelinu og svo óskiladýrin sem finnast vega- laus um allan bæ, jafnt og þétt yfir árið. Það gætu orðið 100 kettir allt í allt.“ Verður köttunum gerður ein- hver dagamunur á jólunum? „Já, þeir fá hátíðamat, soðna ýsu og jafnvel rækjur. Svo fá þeir félags- skap þegar verið er að skjóta flug- eldunum á gamlárskvöld en dýr verða oft tryllingslega hrædd í öllum hávaðanum. Þá verður ein- hver hjá þeim til að róa þá.“ Einn jólalegasti ættingi katt- anna er auðvitað jólakötturinn og fyrst jólasveinninn gefur börnum í skóinn er forvitnilegt að vita hvort jólakötturinn gerir það sama fyrir kisurnar. Sigríður hefur ekki orðið vör við það enda eiga fæstir kettirnir skó og Stíg- vélaði kötturinn er ekki tíður gestur á hótelinu. „Hótelgestirnir fá að vera á hótelinu þegar eig- endurnir fara til útlanda, út á land eða á sjúkrahús og vilja ekki hafa áhyggjur af dýrunum sínum á meðan. Það fer í vöxt að fólk notfæri sér þessa þjónustu fyrir dýrin. Fólk vill geta slappað af þegar það fer í frí og það er gert vel við kisurnar yfir hátíðirnar. Þeir sem hafa komið oft eru orðn- ir heimavanir og þekkja sig á hótelinu. Sumum finnst greini- lega gaman að koma í Kattholt. Kettir á Íslandi eru einmana því fólkið vinnur svo mikið.Þeir kett- ir sem eru búnir að vera lengi í Kattholti leika sér með kúlur og skemmta hver öðrum,“ segir Sig- ríður og hvetur fólk til að gefa sér tíma til að klappa kisu í jólaam- strinu. ■ Hundrað kettir halda jól Sigríður Heiðberg með jólakisu í fanginu. 46-47 (06-07) Allt jólin koma 17.12.2004 14.29 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.