Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 66

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 66
50 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Notið þægindin Kolaportið við Kalkofnsveg vestan við Seðlabankann. 174 stæði. Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Emiliana Torrini segir að sam- starfið við Kylie Minogue hafi verið mjög ánægjulegt. Hún vill þó ekki semja lög fyrir hvern sem er og hefur þegar hafnað einhverjum tilboðum. Aðspurð hverjum hún vildi helst vinna með nefnir hún strax bandaríska söngvarann og leikarann Tom Waits. „Hann er snillingur. Ég held að hann hafi gengið með mér alla mína æsku. Ég hef ekki mikið hlust- að mikið á hann undanfarið en það væri frábært að vinna með honum.“ ■ Söngkonan Emiliana Torrini hefur verið í sviðsljósinu eftir að lag hennar og upptöku- stjórans Mr. Dan, Slow, var til- nefnt til hinna virtu Grammy- verðlauna. Hin heimsfræga Kylie Minogue flutti lagið, sem var fyrsta smáskífa síðustu plötu hennar, á sinn silkimjúka hátt. Átti hún einnig þátt í að semja lagið, sem var tilnefnt í flokknum besta danslagið ásamt lögum frá listamönnum á borð við Britney Spears og Chemical Brothers. Í spjalli við Frétta- blaðið segist Emiliana alls ekki hafa átt von á tilnefningunni og játar að um mikinn heiður sé að ræða. Hélt að þetta væri kjaftasaga „Ég var reyndar heima að prjóna þegar ég frétti þetta. Ég var að fá mikið að skilaboðum og skrifaði öllum til baka að þetta væri kjaftasaga, því ég var ekki búin að heyra neitt,“ segir Emiliana. „Það tók mig svo nokkra daga að átta mig á þessu. Ég var svolítið áhyggjufull að þetta væri kjaftasaga en við vorum voða glöð.“ Tjúttað í stúdíóinu Meðhöfundur Emiliönu, Mr. Dan, er sá sami og samdi með henni lög á nýju plötunni henn- ar, Fisherman´s Woman, sem er væntanleg á næsta ári. Er það fyrsta platan hennar í fimm ár, eða síðan Love in the Time of Science kom út. Að sögn Emil- iönu var hún beðin um að semja Slow á hárréttum tíma. „Kylie kom eiginlega á milli þegar við vorum að skrifa plötuna. Það var eiginlega rosalega gott því eins og það var nú ótrúlega skemmtilegt að gera þessa plötu þá vorum við á tímabili þar sem við vorum byrjuð að þreytast svolítið. Þannig að það var æðis- legt að geta farið í dansskóna og tjúttað í stúdíóinu. Það var mjög fín og góð pása,“ segir hún. Emiliana segir að Kylie hafi verið mjög ánægð með lagið á sínum tíma. „Þegar hún heyrði það var hún voðalega æst yfir því. Fyrst þegar ég var beðin um að gera þetta hélt ég að ég kynni þetta ekki. Síðan er alltaf gott að gera það sem maður heldur að maður getur ekki; var ekkert að fara öruggu leiðina. Ég tók þetta að mér og bað Dan um að koma með mér í þetta. Við fórum inn í stúdíó og sömdum þetta lag á hálftíma, fórum svo á pöbbinn og vorum í einhverju hláturskasti,“ segir hún. „Við hugsuðum: „Þeir eiga aldrei eft- ir að nota þetta.“ Síðan kom sím- Hálftíma vinna skilaði Grammy-tilnefningu Söngkonan Emiliana Torrini hefur verið í sviðs- ljósinu eftir að lag hennar og upptökustjórans Mr. Dan, Slow, var tilnefnt til hinna virtu Grammy- verðlauna. Fréttablaðið ræddi við söngkonuna um lagið og lífið í Brighton. Tom Waits er snillingur M YN D /K EV IN W ES TE N B ER G 66-67 (50-51) Helgarefni 17.12.2004 14:59 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.