Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 69

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 69
LAUGARDAGUR 18. desember 2004 EKTA JÓLAGJAFIR FYRIR HANA OG HANN Fæst í verslunum Lyfju, Hagkaup, Joe Boxer búðinni, Skólavörðustíg 2, Perslusól Egilsstöðum, Silfurtorgi Ísafirði og Siglufjarðarapóteki NÁTTFÖT NÆRFÖT Hvernig telur þú stelpurnar standa miðað við t.d. karlalands- liðið þar sem nánast allir leik- menn leika með erlendum liðum? „Liðið stendur sig mjög vel. Margir leikmenn hafa öðlast reynslu sem á eftir að skila sér í næstu keppni. Hinsvegar er erfitt að bera saman karla- og kvenna- liðið en sumir telja þó að það sé styttra í að konur fari í loka- keppni en karlar, sem getur verið rétt því munurinn milli okkar og liðanna fyrir ofan okkur er alltaf að minnka.“ Fyrirliðinn Ásthildur Helga- dóttir meiddist og gat ekki leikið síðustu og mikilvægustu leikina. Það hefur verið sagt að það sé ámóta áfall og ef Eiður Smári Guðjhonsen léki ekki með karla- liðinu? „Ég efast ekki um það. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á aðra liðsmenn. Ásthildur er frábær fótboltamaður og hún var á há- tindi ferilsins þegar þetta leiðin- lega slys varð. Ég vona bara að Ásthildur nái fyrri styrk og komi sem fyrst aftur í baráttuna. Við þetta varð ég sem þjálfari að hugsa málið upp á nýtt og breyta áherslum liðsins.“ Fleiri og betri leiki En spila konurnar nógu marga og nógu góða leiki með sínum félags- liðum? „Konurnar spila fáa leiki og þær höfðu til dæmis ekki spilað í nokkra mánuði þegar kom að leiknum við Noreg. Það er mín skoðun að tímabilið þurfi að standa lengur. Ég held líka að við þurfum að breyta fyrirkomulag- inu til að fá meiri gæði í deildina. Til dæmis með því að skipta deildinni upp, eða hafa sex liða keppni og fjórfalda umferð. Þá myndum við fá fleiri krefjandi leiki og einnig meira spennandi. Breiddin í kvennaboltanum er að aukast og það er ekki sjálfgefið að vera í landsliðinu. Ég held að meðan ég var með liðið hafi ég notað allt að þrjátíu leikmenn. Það er nauðsynlegt að hafa sam- keppni. Þannig bæta leikmenn sig og ég get ekki kvartað yfir breiddinni og hún á að- eins eftir að aukast ef eitt- hvað er.“ Greinarhöfundur sendi netpóst til framkvæmda- stjóra KSÍ og óskaði eftir upplýsingum um hvar í röð- inni karla- og kvennalands- liðið væru á heimslistan- um. Þegar þetta er skrifað að kvöldi fimmtudags hafði ekkert svar borist. KONUR LÍKLEGRI EN KARLAR Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi segist frekar eiga von á að konur en karlar komist í lokakeppni stórmóts. 68-69 (52-53) Helgarefni 17.12.2004 14.32 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.