Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 69

Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 69
LAUGARDAGUR 18. desember 2004 EKTA JÓLAGJAFIR FYRIR HANA OG HANN Fæst í verslunum Lyfju, Hagkaup, Joe Boxer búðinni, Skólavörðustíg 2, Perslusól Egilsstöðum, Silfurtorgi Ísafirði og Siglufjarðarapóteki NÁTTFÖT NÆRFÖT Hvernig telur þú stelpurnar standa miðað við t.d. karlalands- liðið þar sem nánast allir leik- menn leika með erlendum liðum? „Liðið stendur sig mjög vel. Margir leikmenn hafa öðlast reynslu sem á eftir að skila sér í næstu keppni. Hinsvegar er erfitt að bera saman karla- og kvenna- liðið en sumir telja þó að það sé styttra í að konur fari í loka- keppni en karlar, sem getur verið rétt því munurinn milli okkar og liðanna fyrir ofan okkur er alltaf að minnka.“ Fyrirliðinn Ásthildur Helga- dóttir meiddist og gat ekki leikið síðustu og mikilvægustu leikina. Það hefur verið sagt að það sé ámóta áfall og ef Eiður Smári Guðjhonsen léki ekki með karla- liðinu? „Ég efast ekki um það. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á aðra liðsmenn. Ásthildur er frábær fótboltamaður og hún var á há- tindi ferilsins þegar þetta leiðin- lega slys varð. Ég vona bara að Ásthildur nái fyrri styrk og komi sem fyrst aftur í baráttuna. Við þetta varð ég sem þjálfari að hugsa málið upp á nýtt og breyta áherslum liðsins.“ Fleiri og betri leiki En spila konurnar nógu marga og nógu góða leiki með sínum félags- liðum? „Konurnar spila fáa leiki og þær höfðu til dæmis ekki spilað í nokkra mánuði þegar kom að leiknum við Noreg. Það er mín skoðun að tímabilið þurfi að standa lengur. Ég held líka að við þurfum að breyta fyrirkomulag- inu til að fá meiri gæði í deildina. Til dæmis með því að skipta deildinni upp, eða hafa sex liða keppni og fjórfalda umferð. Þá myndum við fá fleiri krefjandi leiki og einnig meira spennandi. Breiddin í kvennaboltanum er að aukast og það er ekki sjálfgefið að vera í landsliðinu. Ég held að meðan ég var með liðið hafi ég notað allt að þrjátíu leikmenn. Það er nauðsynlegt að hafa sam- keppni. Þannig bæta leikmenn sig og ég get ekki kvartað yfir breiddinni og hún á að- eins eftir að aukast ef eitt- hvað er.“ Greinarhöfundur sendi netpóst til framkvæmda- stjóra KSÍ og óskaði eftir upplýsingum um hvar í röð- inni karla- og kvennalands- liðið væru á heimslistan- um. Þegar þetta er skrifað að kvöldi fimmtudags hafði ekkert svar borist. KONUR LÍKLEGRI EN KARLAR Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi segist frekar eiga von á að konur en karlar komist í lokakeppni stórmóts. 68-69 (52-53) Helgarefni 17.12.2004 14.32 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.