Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 76

Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 76
■ ■ LEIKIR  14.00 Valur B og Höttur mætast í Valsheimilinu í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta karla.  14.00 Fram og FH mætast í Framhúsinu í norðurriðli DHL- deildar karla í handbolta.  14.00 Þór A. og HK mætast í Höllinni Akureyri í norðurriðli DHL-deildar karla í handbolta.  14.00 Afturelding og KA mætast á Varmá í norðurriðli DHL-deildar karla í handbolta.  16.00 KR og Keflavík mætast í DHL-höllinni í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ LEIKIR  12.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Birmingham og WBA í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Þór Ak. og HK í norðurriðli DHL- deildar karla í handbolta.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Chelsea og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Manchester United og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  19.20 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og AC Milan í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  21.25 Spænski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Barcelona og Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.  02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Antonio Tarver og Glen Johnson. 60 18. desember 2004 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Laugardagur DESEMBER FÓTBOLTI Bikarmeistarar Keflavík- ur eru stórhuga og það sönnuðu þeir á fimmtudag þegar þeir gerðu samning við einn sigur- sælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðjón Þórðarson. Guðjón, sem lengi vel var orðaður við Grindavík, gerði þriggja ára samning við bikarmeistarana. Orðrómur fór strax á kreik þess eðlis að það væru ákvæði í samningi Guðjóns um að hann mætti yfirgefa félagið ef freist- andi tilboð kæmi að utan. Guðjón sagði við Fréttablaðið í gær að samningurinn væri trúnaðarmál og að innihald hans yrði ekki rætt. Guðjón neitaði því samt ekki að það væri þægilegt að vera loksins búinn að fá lendingu í £sínum málum. „Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun mína. Þetta gerðist allt mjög hratt og gekk fljótt fyrir sig. Mér líst vel á þetta verkefni. Þetta er metnaðarfullt félag sem býður upp á toppaðstæður til knattspyrnuiðkunar. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að hafa góða æfingaaðstöðu og ég fæ hana þarna,“ sagði Guðjón sem hefur störf fljótlega eftir áramót. Hann er enn staddur út í Bretlandi en ekki hefur verið gengið frá öllum lausum endum varðandi endan- legan viðskilnað hans við Barns- ley. Það gustaði um Guðjón í Englandi, rétt eins og á Íslandi, en þrátt fyrir það náði hann fínum árangri. En er hann kominn heim til að vera? „Það er mín stefna. Ég á ekki von á öðru. Mér hafa boðist störf úti sem ég hef hafnað eins og hjá Stockport. Ég vil ekki taka hvað sem er að mér og ég hef ekki áhuga á að vera í Englandi bara til þess að vera þar. Ég vil láta gott af mér leiða og ef starfsað- stæður henta ekki mínum metn- aði þá sé ég ekki ástæðu til þess að taka starfinu.“ Guðjón er mikill kaffidrykkju- maður og lætur ekki bjóða sér hvað sem er í þeim efnum. Á hann von á því að knattspyrnudeildin kaupi nýjar kaffivélar fyrst hann er mættur á svæðið? „Ég býst ekki við því. Ég er bara með mína pressukönnu og svo er fínt kaffihús við Reykja- nesbrautina þannig að þetta verð- ur í góðu lagi,“ sagði Guðjón léttur í bragði. henry@frettabladid.is Kominn heim til að vera Guðjón Þórðarson býst við því að vera alkominn heim til Íslands en hann gerði þriggja ára samning við bikarmeistara Keflavíkur á fimmtudag. Fáanlegur íHagkaupum,Skífunni,Expertog fleiri verslunum.skem mtun! Diskur 1: Lögin sungin af mörgum ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Diskur 2: Lögin án söngs þannig að börnin geta sungið sjálf. Tveir diskar á verði eins! Bestu lögin af Barnaborg, Jabadabadúúú!!, Barnabros 1 og 2, Jóhanna Guðrún - 9 ára og Jóhanna Guðrún - Ég sjálf „Ég býst ekki við því. Ég er bara með mína pressukönnu og svo er fínt kaffihús við Reykjanesbrautina þannig að þetta verður í góðu lagi.“ Guðjón Þórðarson , sem tók við Keflvíkingum fyrir skömmu kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að kaffidrykkju, Hann húðskammaði Norðmenn fyrir ódrekkandi kaffi þegar hann var þar á sínum tíma og spurning hvernig kaffið í Reykjanesbæ fer í hann. TÍMI KOMINN TIL AÐ FARA HEIM Englandsævintýri Guðjóns Þórðarsonar er á enda. Dregið í Meistaradeild: Eintómir stórleikir FÓTBOLTI Átta af fyrirfram áætl- uðum sterkari liðum sextán liða úrslita meistaradeildar karla í knattspyrnu drógust saman en í gær kom í ljós kom hvaða lið mætast í fyrsta hluta útsláttar- keppninnar sem hefst í lok febrú- ar. Chelsea mætir þannig Barcelona í uppgjöru toppliða riðlakeppninnar, Real Madrid mætir Juventus, Arsenal tekur á móti Bayern Munchen og Man. Utd mætir AC Milan. Bæði Jose Mourinho hjá Chelsea og Alex Ferguson hjá United voru búnir að sjá fyrir þessa mótherja fyrir sín lið í viðtölum síðustu daga. Liverpool var eina enska liðið sem slapp við stórlið en liðið mæt- ir Leverkusen og í minni leikjum 16 liða úrslitanna mætast Porto og Internazionale, PSV og Mónakó og loks þýsku meistararnir í Werder Bremen og frönsku meistararnir í Lyon. - óój 76-77 (60-61) SPORT 17.12.2004 20:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.