Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 76

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 76
■ ■ LEIKIR  14.00 Valur B og Höttur mætast í Valsheimilinu í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta karla.  14.00 Fram og FH mætast í Framhúsinu í norðurriðli DHL- deildar karla í handbolta.  14.00 Þór A. og HK mætast í Höllinni Akureyri í norðurriðli DHL-deildar karla í handbolta.  14.00 Afturelding og KA mætast á Varmá í norðurriðli DHL-deildar karla í handbolta.  16.00 KR og Keflavík mætast í DHL-höllinni í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ LEIKIR  12.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Birmingham og WBA í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Þór Ak. og HK í norðurriðli DHL- deildar karla í handbolta.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Chelsea og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Manchester United og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  19.20 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og AC Milan í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  21.25 Spænski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Barcelona og Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.  02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Antonio Tarver og Glen Johnson. 60 18. desember 2004 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Laugardagur DESEMBER FÓTBOLTI Bikarmeistarar Keflavík- ur eru stórhuga og það sönnuðu þeir á fimmtudag þegar þeir gerðu samning við einn sigur- sælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðjón Þórðarson. Guðjón, sem lengi vel var orðaður við Grindavík, gerði þriggja ára samning við bikarmeistarana. Orðrómur fór strax á kreik þess eðlis að það væru ákvæði í samningi Guðjóns um að hann mætti yfirgefa félagið ef freist- andi tilboð kæmi að utan. Guðjón sagði við Fréttablaðið í gær að samningurinn væri trúnaðarmál og að innihald hans yrði ekki rætt. Guðjón neitaði því samt ekki að það væri þægilegt að vera loksins búinn að fá lendingu í £sínum málum. „Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun mína. Þetta gerðist allt mjög hratt og gekk fljótt fyrir sig. Mér líst vel á þetta verkefni. Þetta er metnaðarfullt félag sem býður upp á toppaðstæður til knattspyrnuiðkunar. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að hafa góða æfingaaðstöðu og ég fæ hana þarna,“ sagði Guðjón sem hefur störf fljótlega eftir áramót. Hann er enn staddur út í Bretlandi en ekki hefur verið gengið frá öllum lausum endum varðandi endan- legan viðskilnað hans við Barns- ley. Það gustaði um Guðjón í Englandi, rétt eins og á Íslandi, en þrátt fyrir það náði hann fínum árangri. En er hann kominn heim til að vera? „Það er mín stefna. Ég á ekki von á öðru. Mér hafa boðist störf úti sem ég hef hafnað eins og hjá Stockport. Ég vil ekki taka hvað sem er að mér og ég hef ekki áhuga á að vera í Englandi bara til þess að vera þar. Ég vil láta gott af mér leiða og ef starfsað- stæður henta ekki mínum metn- aði þá sé ég ekki ástæðu til þess að taka starfinu.“ Guðjón er mikill kaffidrykkju- maður og lætur ekki bjóða sér hvað sem er í þeim efnum. Á hann von á því að knattspyrnudeildin kaupi nýjar kaffivélar fyrst hann er mættur á svæðið? „Ég býst ekki við því. Ég er bara með mína pressukönnu og svo er fínt kaffihús við Reykja- nesbrautina þannig að þetta verð- ur í góðu lagi,“ sagði Guðjón léttur í bragði. henry@frettabladid.is Kominn heim til að vera Guðjón Þórðarson býst við því að vera alkominn heim til Íslands en hann gerði þriggja ára samning við bikarmeistara Keflavíkur á fimmtudag. Fáanlegur íHagkaupum,Skífunni,Expertog fleiri verslunum.skem mtun! Diskur 1: Lögin sungin af mörgum ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Diskur 2: Lögin án söngs þannig að börnin geta sungið sjálf. Tveir diskar á verði eins! Bestu lögin af Barnaborg, Jabadabadúúú!!, Barnabros 1 og 2, Jóhanna Guðrún - 9 ára og Jóhanna Guðrún - Ég sjálf „Ég býst ekki við því. Ég er bara með mína pressukönnu og svo er fínt kaffihús við Reykjanesbrautina þannig að þetta verður í góðu lagi.“ Guðjón Þórðarson , sem tók við Keflvíkingum fyrir skömmu kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að kaffidrykkju, Hann húðskammaði Norðmenn fyrir ódrekkandi kaffi þegar hann var þar á sínum tíma og spurning hvernig kaffið í Reykjanesbæ fer í hann. TÍMI KOMINN TIL AÐ FARA HEIM Englandsævintýri Guðjóns Þórðarsonar er á enda. Dregið í Meistaradeild: Eintómir stórleikir FÓTBOLTI Átta af fyrirfram áætl- uðum sterkari liðum sextán liða úrslita meistaradeildar karla í knattspyrnu drógust saman en í gær kom í ljós kom hvaða lið mætast í fyrsta hluta útsláttar- keppninnar sem hefst í lok febrú- ar. Chelsea mætir þannig Barcelona í uppgjöru toppliða riðlakeppninnar, Real Madrid mætir Juventus, Arsenal tekur á móti Bayern Munchen og Man. Utd mætir AC Milan. Bæði Jose Mourinho hjá Chelsea og Alex Ferguson hjá United voru búnir að sjá fyrir þessa mótherja fyrir sín lið í viðtölum síðustu daga. Liverpool var eina enska liðið sem slapp við stórlið en liðið mæt- ir Leverkusen og í minni leikjum 16 liða úrslitanna mætast Porto og Internazionale, PSV og Mónakó og loks þýsku meistararnir í Werder Bremen og frönsku meistararnir í Lyon. - óój 76-77 (60-61) SPORT 17.12.2004 20:00 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.